Hjálpsemi?
30.8.2008 | 08:24
Frjálshyggjukenningar(Adam Smith) gera ráð fyrir því að velferðarkerfi séu óþörf því að hjálpsemi sé mönnum í blóð borin knúin áfram af samúð með þeim sem standa höllum fæti. Auðmenn stígi fram og hjálpi samborgurum sínum. Ef einhver auðmaðurinn verður ekki búinn að greiða það sem upp á vantar hjá Ástþóri fyrir hádegi í dag virðist svo að þessar hugmyndir Adams Smith séu gjörsamlega úreltar ef þær hafa þá ekki alltaf verið rangar. Komi einhver Ástþóri til hjálpar kann að vera sannleikskorn í þeim -að þær eigi við í afmörkuðum tilfellum.
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sumir leggja arar i bat vid slikar adstædur. Ekki hægt her a landi, thar sem skuldir fylgja manni a medan folk finnst til ad innheimta. Talandi um innheimtu, mig langar ad vita hvadan innheimtufyrirtækinu kemur thessi einthykkni ad koma Asthori a kne?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:35
Það er stutt yfir á næsta bæ :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.8.2008 kl. 08:50
Hvað er verið að blanda Adam Smith inn í þetta mál.
Ef maðurinn borgar ekki af lánum og borgar ekki skattana sína, þá missir hann dralsið, það er ekkert flóknara.
Af hverju á einhver auðmaður að borga fyrir skussaháttinn hans?
Það er bara rulg að verðlauna menn með sérdíl fyrir það eitt að borga ekki það sem honum ber, og allir aðrir þurfa að gera.
Hér með óska ég eftir auðmanni til að greiða námslánin mín og restina af íbúðarláninu mínu...
Loopman, 30.8.2008 kl. 08:54
Mæli með að lesa þetta frá lýsingu:
skrýtin ummæli frá fyrirtæki sem var líklega að jarða framtíð bóndans
ps: Loopman þú ert í næsta klassa fyrir neðan idíót
Gunni Gunn (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:42
Þannig að það er í raun skattlagning (600 þús kr. vsk skuld) sem bóndinn kemur yfir á Lýsingu sem veldur því að tækin eru tekin. Ef að þjóðfélagið væri meira í anda Adam Smith þá hefði sú skuld sem sagt aldrei myndast og hann hefði haldið tækjunum. Verða menn bara ekki að læra 'the hard way' að mr. Smith hafði rétt fyrir sér?
Mér sýnist þessi bóndi hafa gert samkomulag við Lýsingu um frest á afborgunum og svo svikið það. Það er ekki mjög heiðarlegt.
IG (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:48
Mér finnst eiginlega mest sláandi hvernig sumir blogga um þessa frétt eða gera athugasemdir. Manni rennur kalt vatn milli skins og hörunds að lesa þvílíkan hryssingsskap og skilningsleysi. Og er maður þó ýmsu vanur á blogginu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2008 kl. 11:53
Gunni, Ástþór er ekki viðskiptavinurinn. Ríkið og sá sem á skuldina er það. Það er því ekkert athugavert við það sem Lýsing segir.
Loopman, lastu fréttina? Maðurinn hafði viku til að standa í skilum. Það var engin ástæða til að hirða "draslið" núna.
Villi Asgeirsson, 30.8.2008 kl. 12:13
Villi Ásgeirsson: Hann hafði viku? Ég þekki þetta kerfi ágætlega.. hef unnið við þetta. Viku frestur er ALDREI eitthvað sem menn segja uppúr þurru. Þannig frestur kemur þegar allt er komið í óefni, búið að svíkja allt. Ekkert hefur verið borgað og allt komið í klúður. Það hefur lögfræðingur Lýsingar líklega gefið honum vikur til að gera eitthvða, sem bóndinn hefur ekki gert.
Veistu hvað þarf til að fá vörslusviptingamenn á staðinn?
Fjárnám, margra mánaða vesen gegnum lögfræði innheimtu og þar fram eftir götunum. Viku frestur var bara lenging á hengingarólinni í hans fjármála klúðri.
Einfalt
Loopman, 30.8.2008 kl. 12:54
Kannski það, Loopman. Ég þekki þetta dæmi ekki og er ekkert sérstaklega kunnugur þessu ferli. Sem betur fer. Hitt er annað, hefði ekki verið hægt að leysa þetta öðruvísi? Lýsing hefur örugglega getað séð fjölmiðlafár fyrir, lögmenn eru yfirleitt tiltölulega vel gefið fólk. Annars eru það ekki reglurnar og lögin sem fara í fólk í þessu máli, heldur mannlegi þátturinn. Fatlaði maðurinn sem ákvað að lifa ekki á bótum fær sjálfkrafa samúð þjóðarinnar, hvað sem að baki liggur. Þetta er því ekkert annað en "bad business" af hálfu Lýsingar.
Villi Asgeirsson, 30.8.2008 kl. 14:04
Þetta er nú ekki fréttin öll eins og hún kemur í 24 stundum. Þar kemur m.a. fram að bóndinn hafi reynt að fá þessum samningi breytt svo hann gæti gert upp varðandi þennan traktor og látið þá hitt tækið af hendi sem var í samningnum og samið um greiðslur af því. Lýsing hf. þverneitaði og vildi greinilega halda þessu til streitu, og svo eins og kemur fram í fréttinni var hjólað í að taka traktorinn af kallinum áður en fresturinn sem hann hafði rann út.
Frekar fishy finnst mér af Lýsingar-hálfu, og sv þegar maður sá að þeir eru í eigu hinna þyrlufljúgandi sjoppufara og siðferðislega gjaldþrota fyrirtækis Exista, þá er ekki hægt að taka orð Lýsingar trúanleg fyrr en lagðar eru fram óvéfengjanlegar sannanir. Það er nú oftast nær þannig að eftir höfðinu dansa lmirnir og sérstaklega þegar kemur að fyrirtækjum í eigu og rekin af siðblindra fjárglæframannna.
AK-72, 30.8.2008 kl. 19:45
Mér finnst ótrulegt að öll sagan sé komin fram. Það er ekki nýtt að fjölmiðlar fari svolítið ógætilega fram í málum sem höfða til samúðar. Og ég tek undir það að lögmenn eru yfirleitt sveigjanlegir fram að ystu mörkum þó þar séu auðvitað undantekningar. Sé þarna allt uppi á borðinu í fréttinni sé ég nú ekki í fljótu bragði hvernig þessir kröfuhafar hagnast á innheimtuaðferðinni. Varla er nú þessi dráttarvél eftirsóknarverð til endursölu.
Árni Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 22:03
Þú hefur örugglega gaman af þessari grein nafni, hvar fjallað er um tengsl peninga og hjálpsemi.
"Finally, when people in the money group were invited to donate some of the money they had been paid for participation in the experiment, they gave less than those who had not been induced to think about money. "
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:42
Árni Gunnarsson.. Takk fyrir... loksins kom rödd skynsemi fram.
Villi... Það skiptir ekki máli hver á fyrirtækin, ekki geta menn verið að gefa þessum manni sérdíl, sem nota bene er í mínum huga alger hetja. Að starfa sem bóndi, bundinn við hjólastól, gerir manninn að algerum nagla í mínum huga.
Þetta er bad business, enda mistök hjá Lýsingu að láta mig ekki sjá um PR málin fyrir sig... :)
Loopman, 30.8.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.