Að koma lögum yfir rasista - af málfrelsi

Er málfrelsi markmið í sjálfu sér eða er það tæki til þess að ná fram öðrum markmiðum t.d. því markmiði að skapa gott samfélag?

Árum saman voru nasistabullur sýknaðar í Noregi fyrir orðbragð sem niðurlægði hópa manna – sýknaðar fyrir rasistabull, smekkleysu.  Slíkt orðfæri dæmir sig ekki sjálft heldur víkkar út það orðfæri sem líðst gegn öðrum.  Slíku orðfæri er ekki hægt að svara  því það er niðrí flórnum. Orðfærið er hins vegar skaðlegt fólki – orð eru vopn – niðurlægir fólk og smækkar.

Hæstiréttur Noregs sagði gjarnan:  Það er málfelsi og vísaði í lög þar um.

Norðmenn hafa nú breytt lögum sínum.  Sett inn í lagabálk að aðeins skuli vernda réttinn til þess (opinbera) orðfæris sem stuðli að lýðræðislegu samfélagi og feli í sér virðingu fyrir öðru fólki (hef ekk hjá mér hvernig þetta er nákvæmlega orðað).

Með þessa breytingu að vopni hafa Norðmenn komið lögum yfir rasistabullur.

Mér sýnist að Dr. Markus Meckl sem séra Svavar Alfreð Jónsson vitnar í sé að feta sig eftir þessari braut og það er vissulega ekkert auðvelt. Sporin hræða eins og Egill Helgason hefur bent á.  En þessi fræðimaður er ekki einn.  Þjóðfélög Evrópu, einnig Evrópuráðið, eru á því að girða þurfi til þess að koma í veg fyrir að öfgafull skítseyði vaði uppi og kyndi undir hatri í garð þeirra sem minna mega sín.

Auðvelt er þetta ekki.  Málfrelsi má ekki skerða. En samfélaginu ber einnig skylda til að vernda þegna sína.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er málið, hve langt á að ganga.  En í íslenskri löggjöf er líkt og í löggjöf flestra annarra evrópskra ríkja bann við ,,hatursræðum".  Spurningin er hve langt á að ganga.

Baldur Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Bloggrýnirinn

Mér finnst að margt sem er ákaflega skaðlegt fyrir samfélagið viðgangist í skjóli tjáningarfrelsis, ekki hvað síst í landi öfganna USA.

Málfrelsi og landamæralaus og óstjórnanlegur miðill eins og internetið sýnir svo ekki verður um villst að það eina sem fær fólk til að sýna hófsemi í orðum sem æði, er innræti þess. 

Mikilvgi alhliða menntunar sem verndar og styður fordómaleysi er því eina sanna meðalið við öfgafullum áróðri og meiðandi ummælum í garð annarra.

Lög landsins verða að sjálfsögðu að vera í samræmi við þá innrætingu.

Takk fyrir góð skrif Baldur.

Bloggrýnirinn, 12.9.2008 kl. 11:36

3 identicon

Mér sýnist að það séu einna helst kristnir + islamistar  og einhverjar pólístískar rétttrúarbullur sem vilja hefta frelsi okkar til þess að tjá okkur.
Mér finnst líklegt með Svavar að hann telji að biblían og trú hans standist ekki gagnrýni og því vill hann hefta málfrelsi

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mitt sjónarhorn er einkum það að vernda þá sem standa höllum fæti.  Fyrir mér má skopast að trúarbrögðum. Í þeim efnum á fólk að ritskoða sjálft sig og reyna að skilja tilfinningar annarra. Þetta gildir þó fyrst og fremst um meirihlutatrúarbrögð. Að hæðast að trú annarra er auðvitað ljótt en að hæðast að trú minnihlutahóps t.d. að hæðast að trú kristinna manna í ríki þar sem 99% eru múslimar sýnir eiginlega bara illt innræti eða heimsku.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"öfgafull skítseyði vaði uppi"

Ætli þú yrðir ekki kærður fyrir þetta

Matthías Ásgeirsson, 12.9.2008 kl. 13:28

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þér er semsagt heimilt að setja merkimiða á menn og málefni?

Lærðir þú ekkert í ,,Deildinni"?  Sá yðar sem syndlaus er.....

Furðulegt þegar Konmúneistar fara í Guðfræði, hvernig þeir lesa Biblíuna.

Kanske var eitthvað til í orðum Marteins Lúthers kirkjuföðurs okkar og Sálmaskáldsins ljúfa um að sumir læsu Testamenntið líkt og Óvinurinn.

Baldur, það er löngu fennt í þau spor sem þú ert sifellt að reyna að finna og þú verður alltaf meir og meir snúinn í hempunni.

Með von um, að þú nú reynir að leita Ljóssins og Sannleikans en látir af þessari reiði og Heimssára.

Bjarni Kjartansson, 12.9.2008 kl. 14:45

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Lestu pistil minn aftur Bjarni minn! Tengingar þínar eru mér ráðgáta. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 15:43

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé rétt að banna áróður fyrir Framsóknarflokkinn.  Margt af því sem þeir hafa komið æí kring hefur reynst iilla, sjáiði bara kvótakerfið með allri sinni sóun og mannréttindabrotum.

Sigurður Þórðarson, 13.9.2008 kl. 07:05

9 Smámynd: Sigurður Rósant

Ef draumur þinn um lög til verndar minnihlutahópum nær fram að ganga, hvernig gæti þá hugsanlega verið tekið á trúboða/presti sem slengir eftirfarandi framan í vantrúaðan:

"En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."

Ærumeiðandi eða morðhótun? Eða sleppur trúboðinn/presturinn því að þessi orð eru tekin úr riti lögverndaðra trúarbragða? Op. 21:8

Sigurður Rósant, 15.9.2008 kl. 19:34

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er ekki draumur minn um lög til verndar minnihlutahópum. Löggjöf flestra vestrænna ríkja verndar minnihlutahópa gegn hatursræðum.Kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.9.2008 kl. 19:58

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Ertu að tala um ákvæði í Hegningarlögum, Baldur?

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)"

Ef svo er, þá hefurðu ekki svarað spurningu minni um hugsanlegan gjörning trúboðans/prestsins.

Eftirfarandi ákvæði vernda líka vantrúaða, er ekki svo Baldur?

234. gr. "Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári."

og

125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Sigurður Rósant, 16.9.2008 kl. 07:10

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Væntanlega á við þessi ákvæði (eibgöngu).  Hótanir og ógnanir höfundar Opinberunarbókarinnar eru almenn eðlis. Þú veður að athuga hvort ríkissaksóknari vill lögsækja höfund Opinberunarbókarinnar vegna brota á almennum hegningarlögum.  hann ætlar greinilega ekkert að að hafast að ótilkvaddur!!? Kv.þ B

Baldur Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 09:18

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Eru útgefendur Opinberunarbókarinnar ekki ábyrgir fyrir þeim rasisma sem þar birtist?

En hvernig er með hann Martein Lúther heitinn? Er kominn tími til að gefa út "Fræði Lúthers hin síðri", svona til að efla hug og áræðni nasistabulla?

Kannski má búast við afsökunarbeiðnum frá útgefendum Biblíunnar og Lútherska heimssambandinu vegna hatursskrifa í Biblíunni og fræðum Lúthers?

Sigurður Rósant, 16.9.2008 kl. 19:15

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég hef ekki áhuga á þessum trúmálavinklum þínum, þú fyrirgefur.  geturðu ekki fundið þér einhverja trúmálavefi. kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 19:18

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú hefur rétt fyrir þér Baldur. Rót hins illa býr í manninum sem svo aftur hrærir í múgnum. Ekkert með trú eða trúarbrögð að gera.

En hugtakið "að koma lögum yfir.." hef ég ekki séð eða heyrt á þann máta sem þú notar það í þessu tilviki.

Í mínum huga hefur það þýtt "að handtaka...", en þú virðist nota það í merkingunni "að samþykkja lög um...."

Sigurður Rósant, 18.9.2008 kl. 20:33

16 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég nota það í merkingunni lagaheimild eða fá lög til að virka gagnvart. Má vera kæruleysisleg eða röng notkun. kv.

Baldur Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband