Hamast eða híma?

Hvort á maður að fara inn og upp í rúm og breiða upp fyrir haus eða út að skapa eitthvað nýtt? Bíða eða bíða ekki boðanna? Hamast eða híma? Mér finnst ég fá um þatta misvísandi skilaboð?
mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þegar Bandaríkin hnerra þá fær heimsbyggðin kvef." var eitt sinn sagt um hið alþjóðlega fjármálaumhverfi nútímans.

Um næstu mánaðamót hefst nýtt skattaár vestanhafs og ríkisreikningur verður lagður fram, en þá verður líklega uppljóstrað um hversu mikið þeir skulda raunverulega eftir massíva útgáfu skammtímabréfa á undanförnum misserum. Hætt er við að allt fari á hvolf þegar í ljós kemur að ekki verður innistæða fyrir vaxtagreiðslum (a.k.a. gjaldþrot). Hvað þá launum opinberra starfsmanna þ.m.t. lögreglu, þjóðvarðliðs og annara neyðarstarfsmanna og gæti því reynst erfitt verk bara að halda uppi lögum og reglu. Spurning hvort að fyrirtæki eins og Blackwater o.þ.h. muni þá ekki sjá sér leik á borði og "bjóðast" til að taka að sér löggæslu á völdum svæðum, með vissum skilyrðum auðvitað eins og að hirða af þeim tekjur fyrir kostnaði og fara með óskert framkvæmdavald... sem yrði þá fyrsta skrefið í átt að endanlegri einkavæðingu ríkisvaldsins og mannréttinda yfirhöfuð! Á endanum verður þetta e.t.v. orðið eitt stórt einkarekið fangelsi/vinnubúðir, nema nógu stór fjöldi rísi upp í andspyrnu áður en það er of seint og þá er líka fjandinn laus.

Þegar Bandaríkin springa í loft upp, hvað verður þá um heimsbyggðina?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband