,,Notið hverja stund því dagarnir eru vondir

Nú um stundir er ekkert hægt að segja af viti. Flest sem sagt er um efnahagskreppuna er fávíslegt en um leið er vandræðalegt að tala um eitthvað annað.  Best er að þegja. Það er þó allt í lagi að vekja athygli á einum af þeim textum sem Þjóðkirkjan hefur valið til upplestar á morgun, sunnudag, sem er 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð hafi það farið fram hjá einhverjum. Textinn úr Efesusbréfinu á ágætlega við nú (sem endranær):

,,Hafið því nákvæma gát á hvernig þið breytið, ekki sem fávís heldur sem vís. Notið hverja stund því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsöm heldur reynið að skilja hver sé vilji Drottins. Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum og ávarpið hvert annað með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. Syngið og lofið Drottin af öllu hjarta og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists."

Flestir hefðu gott af því að hugleiða þetta sem annað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þ

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.10.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þrátt fyrir efnahagskreppuna er margt fólk sem er að glíma við "eitthvað annað", sjúkdóma, ástvinamissi, ástarsorgir, trúarefa og hvers kyns raunir og þrengingar og efnahagskreppan er bara aukaatriði í þeirra huga. Þannig er nú mannlífið og ekki víst að allir hafi lyst á að þakka drottni fyrir sorgir sínar og  þrengingar. Og gerir það þá að vantrúarseggjum og óverðuigum eða hvað?

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.10.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Alltaf fæ ég notalega tilfinningu sirkabát á móts við þindina þegar ég sé texta úr biblíunni notaðan af viti um aðstæður hversdags nútímans. -- Þar fyrir utan finnst mér, síðan ég heimsótti Efesus sem mér þótti einn merkilegasti staður heimsins sem ég hef séð, einhvern veginn sem Efesusbréfið komi mér meira við en það gerði áður. -- Þakka fyrir þetta, prestur minn.

Sigurður Hreiðar, 4.10.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband