Toppurinn er sigldur!
20.10.2008 | 09:37
Trúlega er það einkenni á nýfrjálsum þjóðum að þær eiga erfitt með að taka ráðleggingum erlendis frá. Bæði frá fyrri nýlenduherrum og öðrum. Þetta á við um margar Afríkuþjóðir. Þetta á einnig við um Ísland. Ég hef áður minnst á það að þetta er einkenni á Íslandi þegar kemur að mannréttindum. Nú er augljóst að það sama á við um önnur svið ekki síst efnahagsmál.
Annað einkenni nýfrjálsra ríkja er að þeir sem aldrei fara utan komast til valda. Þeir taka yfir flokkana heima fyrir meðan aðrir safna þekkingu erlendis. Þetta á við um nýfrjáls Afríkuríki og þetta á við um Ísland upp að vissu marki. Leiðin hér var MR, Lögfræði, Stjórnarráð (í flokknum sem skiptir máli). Þeir sem héldu utan til mennta urðu utangarðsmenn eða embættismenn (fengu ekki einu sinni að ráða Seðlabankanum). Að vísu er ,,toppurinn núna sigldur en spyrja má um raunveruleg völd.
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sammála
http://bylting-strax.blog.is/admin/blog/?entry_id=679909Orgar, 20.10.2008 kl. 11:58
Þetta er svo hárrétt "analýsa" hjá þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 22:23
Þetta er nú eins vitlaust hjá þér og hægt er að hafa það. Fjölmargir, sem komist hafa til valda í ríkjum Afríku, eru ýmist menntaðir við franska, breska eða bandaríska háskóla.
Gústaf Níelsson, 20.10.2008 kl. 23:50
Gústaf: Það er vissulega rétt hjá þér að einhverjir þeirra sem komist hafa til valda í Afríkuríkjum eru menntaðir við erlenda háskóla, en það breytir því ekki að í aðalatriðum er þessi greining Baldurs býsna góð. Og ætti að vekja okkur til umhugsunar um stöðu okkar í samfélagi þjóða.
Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 01:20
Hvað athugasemd Gústafs varðar þá: Menn hafa alltaf bundið vonir við slíka þegar þeir hafa komist til valda en oftar en ekki hefur það hent að þeir hafa hrökklast frá - ekki haft raunveruleg völd. þau lágu í höndum þeirra sem aldrei fóru að heiman og notuðu tímann til að vefa vef sinn. kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.10.2008 kl. 08:00
Dæmið er bara ekki að ganga upp hjá þér Baldur, en ég geri mér grein fyrir því hver tilgangurinn er hjá þér. Og hann er bara hreint ekki fallegur og fjarri því auðvitað að vera kristilegur.
Gústaf Níelsson, 22.10.2008 kl. 01:03
Ég er nú ekki sá fyrsti sem bendi á þetta Gústaf. Þetta er tilhneiging sem maður persónugerir ekki - og getur átt við flesta stjórnmálaflokka og eflaust önnur samtök! kv. B
Baldur Kristjánsson, 22.10.2008 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.