Bjartsýniskastið

Við fáum hærra verð fyrir fiskinn OKKAR.  Olía og öll aðföng lækka í verði. Ferðamönnum mun snarfjölga. Sömuleiðis erlendum stúdentum við íslenskar menntastofnanir. Verð á  áli hækkar. Við fáum hærra verð fyrir allt sem við framleiðum til útflutnings. Jöfnuður eykst. Vitleysisgangur minnkar.  Sauðirnir verða skyldir frá höfrunum. Fátt er svo með öllu illt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Verð á fisk hækkar vegna gengishruns en verð á olíu stendur í stað vegna sama hruns (þó það lækki á heimsmarkaði) og önnur aðföng hækka.  Verð á áli lækkar á heimsmarkaði en gengishrun vinnur eitthvað á móti því, lán fyrir virkjunum hækka gríðarlega.  Jöfnuður eykst varla mikið, þeir ríku verða ekki bara miklu ríkari en allir hinir - nú verða þeir stjarnfræðilega miklu ríkari (bara þeir ríku munu hafa efni á að fara til útlanda) - en þeir verð kannski færri. 

Vitleysisgangur eykst, hefur þú séð alla miðlana, spákonurnar, talnaspekingana og (ég þori varla að segja það) prestana sem vaða uppi núna?

Sauðirnir eru fluttir úr landi.

Jæja, vonandi náði ég að draga þig úr þessu kasti.

Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hvert í þreifandi. Jæja, kastið var gott meðan á því stóð! Kv.

Baldur Kristjánsson, 21.10.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband