Fordómar í Bretlandi og fordómar á Íslandi!

Þetta er ólöglegt samkvæmt breskum lögum og samkvæmt lögum allra ríkja í Evrópu enda lýsir þetta hreinum og beinum racisma þ.e. fordómar eru hafðir í frammi gagnvart fólki á grundvelli þjóðernis þess. Eðlileg viðbrögð við svona löguðu er að kæra til lögreglu.

Hér á landi hafa Litháar goldið tiltekinna landa sinna, glæpamanna. Íslendingar hafa neitað að leigja Litháum bara af því að þeir eru Litháar.  Saklaust fólk hefur óumdeilanlega orðið fyrir barðinu á fordómum okkar hér á Íslandi.

Lærum af þessu. Og það er út af þessu að  Evrópuráðið (ECRI) leggur áherslu á það að þjóðerni þeirra sem komast í kast við lögin sé ekki tíundað sé það ekki nauðsynlegt vegna samhengis.  Evrópuráðið hefur margítrekað þessa ráðleggingu til okkar.  Fáir fjölmiðlar, einna helst þó Morgunblaðið og fréttastofa Sjónvarps þegar Elín Hirst leiddi hana, hafa virt þessa sjálfsögðu reglu. Sjálfsögðu já, því að þegar þjóðerni er tíundað  þá elur það á fordómum í garð allra frá viðkomandi landi. Staðalímynd verður til. Það erum við Íslendingar að upplifa nú.


mbl.is Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta sýnir bara að bretar eru skítapakk upp til hópa og hafa alltaf verið það þótt ekki hafi borið mikið á því síðustu árin.

corvus corax, 21.10.2008 kl. 21:07

2 identicon

Ég sá það nú síðast á sunnudaginn á göngu minni um Skólavörðustíginn að a.m.k. tvær verslanir skrifuðu á ensku og settu á hurðina hjá sér að peningar Gordons Brown væru ekki gjaldgengir þar/velkomnir ....

 þannig að já, við erum bara engu betri sjálf .... Þeir bresku túristar sem hingað koma bera heldur heldur ekki sök á því sem komið er ... Þó er ég alls ekki að mæla því bót sem bretar og danir gera gagnvart landanum í þeirra löndum.

Þetta er bara leiðnda mál fyrir alla.

kv. Kristbjörg

Kristbjörg P. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:22

3 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur, sem aðrir skrifarar og lesendur !

O; átti nú ekki að koma, svo mjög, á óvart, klerkur góður. Þetta viðhorf er; mestanpart, ríkjandi, í gömlu nýlenduvelda samsuðunni, suður á Brussel völlum, og efalaust, eiga,, enn þá fámennari nágrannar, okkar; Grænlendingar og Færeyingar ekki, úr svo mjög háum söðli, að detta heldur, hjá þessum ESB himpigimpum, í Suðurálfu, almennt. 

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi, niður í Höfn /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:25

4 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Júlíus Valdimar ! Hygg; að ekki sé dómgreindarskorti þínum, um að kenna, miklu fremur,, hversu afdráttarlaust, ég hefði átt, að taka fram eðli; eða réttara sagt, óeðli Evrópusambandsins, gagnvart smáþjóðum, almennt. Þessir andskotar; það er, Evrópusambandið veit, hversu miklar auðlindir við eigum, svo ekki sé nú talað um, mögulega olíu- og jarðgas, við Íslands strendur.

Þess vegna; er fagurgali og smjaður Finnans Olla þessa Rehn, sem og Danutu Hubner (eða Huber, nenni ekki að fletta betur upp á nafni hennar), svo auðsær, hverjum skynugum manni, Júlíus minn.

Með ágætum kveðjum, enn sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hafði þetta um málið að segja, býst við að við séum sammála.

Kynþáttahyggja er ókristilegt fyrirbæri.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband