Nú fyrst munum við gleyma sem aldrei fyrr!

Þá kemur mér í hug að í þeim þrengingum sem framundan eru megum við ekki gleyma gamla fólkinu. Víða út um landsbyggðina eru þau mál í sæmilegu horfi en á Reykjavíkursvæðinu er fólk víða í öngum sínum út af öldruðu fólki sem ekki kemst inn á hjúkrunarheimili. Puttarerglan er sú að ef höfuðið er í lagi þá kemst þú ekki inn á hjúkrunarheimili þó að heilsan sé búin. Útkoman er sú að mjög víða eru aldraðir einstaklingar einir heima þó þeir séu algerlega ófærir um að sjá um sjálfa sig. Þeir berjast við kvíða og hjálparleysi á meðan þeir gætu átt góða tíma á hjúkrunarheimili.

Ástæður eru þær að allt of lítið hefur verið byggt af hjúkrunarheimilum á Stór –Reykjavíkursvæðinu.  Ofnaí kaupið taka stofnanir eins og Hrafnista ekki við nýju fólki því að þær eru að breyta tveggja manna herbergjum í eins manna og þess vegna munu engir komast inn næstu tvö til þrjú árin í stað þeirra sem deyja. Yfirfærslan í tveggja manna herbergi er ekki að kröfu gamla fóksins heldur sprækra flottræfla á sextugsaldri.

Á þessum síðustu og verstu tímum (loksins gat maðru notað þetta orðtak með réttu) munum við örugglega gleyma gamla fólkinu eins og öðrum þeim sem ekki hafa rödd. 

Þrátt fyrir mikil uppþot fyrir einum eða tveimur árum í þessum málum hefur ekkert gerst. Og enginn talar máli gamla fólksins. Skáldin eru í miðaldrakrísu og kirkjan er ,,reyrð í fjötra vantrúar”. Hvar er rödd hins raddlausa? Hvar er rómur hins rómlausa. Hverjir gæta að réttlætinu í samfélaginu?  Hverjir gæta hags þeirra sem virkilega eru orðnir aldraðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nema hvað þetta eru örugglega ekki síðustu tímar. Erfiðir tímar að vísu, en veröld er ekki að steypast.

Sigurður Hreiðar, 24.10.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband