Biskupinn gæti hafa spurt!
25.10.2008 | 15:09
Biskupinn minnir á það hlutskipti miljóna barna um allan heim að eiga ekki til hnífs og skeiðar og bæta má því við að milljónir barna deyja fyrir fimm ára aldur úr læknanlegum sjúkdómum. Það hlýtur því að vera óhætt að spyrja: Hví hefur þeim peningum sem nú er varið til þess að aðstoða hið auðuga Ísland ekki verið varið til þess að hjálpa bláfátækum ríkjum í heiminum á legg efnahagslega t.d. með því að byggja upp framleiðslugreinar, skóla og heilsugæslustöðvar. Peningarnir sem renna til Íslands eru auðvitað smápeningar en frá sjóðnum streyma margfaldar þær upphæðir til stærri ríkja. Eru þessir peningar kannski ekki til - er þetta ein rúlletan enn eða er fólk samviskulaust í skjóli ríkja sinna og bandalaga og stofnana þeirra- þar á meðal við sem vorum eftirbátar flestra annarra en Bandaríkjamanna á auðsældarárum okkar í aðstoð við aðra.
Aldrei verið auðugri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjáróma, sem aldrei fyrr !
Ég frábið mér, opinberar skoðanir kirkjunnar-manna í þessu brimi, sem gengur yfir þjóðina. Þeir hafa aldrei, ég sagði aldrei.......haft þor til að tala gegn misgjörðum yfirvalda hverju sinni , sama hvaða öld sem var......á mannamáli. Þeir eru eins og seðlabankastjóri í dag, gagnlausar afætur með skrúð, skrum og helgislepju sem tilheyra miðöldum.
Það þarf að afhræsna Ísland og fá afruglara fyrir vina og ættartengsl hagsmunapotara.
Ef lýðræðið á að virka, þá kjósum við menn og konur sem við treystum til að reka fyrirtækið Ísland og höfnum flokksræðinu, sem er algjör tímaskekkja eins og hjáróma rödd biskups, sem talar yfir rústunum. Takk fyrir mig.
Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 16:00
Sæll Baldur og þakka þér fyrir góða pistla. Það er gaman að sjá menn tala tæpitungulaust og sérstaklega var ég hrifinn af pistlinum um atvinnuleysi.
En fyrst þú nefnir biskupinn og peninga þá verð ég að segja að mér fannst það hjáróma tillaga af Kirkjuþingi að leggja 1,5 milljónir í innlent hjálparstarf fyrir jólin.
Miðað við þá peningahít sem þjóðkirkjan er og þau ofurlaun sem prestar fá þá finnst mér vera skömm að því svo mikið sem nefna slíka smánarupphæð. Veruleikafirringin virðist algjör hjá manninum!
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.10.2008 kl. 19:21
Í pistli mínu var ég með eymdina utanlands í huga en ég get tekið undir það með þér að þetta er ekki sligandi upphæð. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 25.10.2008 kl. 19:32
Sammála Erlu.
Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.