Okur á enska boltanum!
26.10.2008 | 08:43
Það er ættarfylgja að halda með þessari peningamaskínu en ekki öðrum. Við erum stórliðið sem getur aldrei neitt nema í framtíðarplönum. Þannig gat ég skrifað með mikilli vissu í sumar:
,,Enn höldum við Spursarar áfram að hlaða að okkur leikmönnum. Sumrin eru okkar uppáhaldstími þá kaupum við hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Svo kemur veturinn. Eftir hinn stórkostlegu innkaup sumarsins kemur vetur vonbrigðanna."
Leikmenn jafnt sem þjálfarar verða meðalskussar við það eitt að koma til okkar. Gengi félagsins er alltaf afleitt. Síðast vorum við reyndar með ágætan Hollending sem leit út fyrir að vera vörubílstjóri og var rekinn fyrir vikið. Sá næsti skv. Sky verður Harry Redknapp þjálfari Portsmouth. Hann mun halda okkur uppi. 12. sætið verður okkar í vor.
Annars horfði ég ekki á þetta. Stöð2 sá fyrir því þegar hún bauð brjálæðislega mikið í enska boltann svo að menn þurfa að borga þetta 8-9 þúsund á mánuði fyrir að hafa aðgang að heimsknattspyrnunni. það gera ekki óbilaðir menn sem vilja horfa á einn til tvo leiki á mánuði. Við neyðumst til að liggja yfir drottningarviðtölum í Mogganum í staðinn.
![]() |
Ramos rekinn frá Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessu Baldur, hef trölltrú á Redknapp og held hann eigi eftir að snúa þessu við hjá Tottenham, hann talar mannamál sem allir skilja.
Hér á bæ varð ég að horfa á eftir boltanum, fékk engu um það ráðið, enda með áform um að verða ekki mikið heima, svo það var kannski eðlilegt að ég væri ekki spurður.
En það er stutt á Svarta Sauðinn...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.10.2008 kl. 10:14
Voðalega hefur þú verið snuðaður.. ég er að borga innan við 5000 kr fyrir að sjá þann enska
Kristmann (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:36
"...aðgang að heimsknattspyrnunni."
heimsk-nattspyrna - það er réttnefni.
Sveinn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:59
Stóru tíðindin fyrir Arsenalmenn fyrir leikinn við Spurs á miðvikudaginn eru þau að Tottenham verður á botninum. Það verða margir söngvar sungnir um það á Emirates.
Sigurpáll Ingibergsson, 26.10.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.