Hvernig endar þetta?

það er ónotatilfinning í mér eftir að hafa horft á Björgólf Thor í Kompásþættinum. Þetta gæti endað með því að forystumenn ríkisstjórnar, Seðlabanka og Fjármálaeftirleits verði allir að taka pokann sinn til þess að þokkaleg sátt verði í samfélaginu. Það er að safnast upp eitthvað óþol gagnvart öllum þessum aðilum með réttu eða röngu og  upplýsingar Björgólfs Thor glæða eldinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er Kominn með alveg Hræðilegt 'oþol Ganvart Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu

Ég ætla út að Öskra

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég sagði um daginn (fyrri 10 - 12 dögum):  Nú erum við komin með Nýjan Glitni, Nýjan Landsbanka og Nýtt Kaupþing.  Næst er að fá Nýjan Seðlabanka, Nýja ríkisstjórn og Nýtt Alþingi.

Mér sýnist ekkert hafa breyst á frá því að ég sagði þetta.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nákvæmlega.  Er nóg að setja orðið "Nýr" sem forskeyti ?

Og höfum við nægan mannskap til að skipta aftur inn á völlinn ?

Nátthrafnakveðjur, 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 03:57

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hver segir að Björgólfur Thor sé að segja alveg satt ? hann hefur persónluega mjög mikið að verja

Jón Snæbjörnsson, 28.10.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Alveg rétt!  Hver er sannleikurinn? Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 09:44

6 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hvernig á að vta það þegar allir ljúga ???

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.10.2008 kl. 10:58

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er satt að forsendur þess að sátt geti náðst í samfélaginu er að fólkið fái að segja sína skoðun. Að þeim sem greitt hafa verið há laun í gegnum árin vegna ábyrgðarhlutverks síns, verði beðnir að hafa sig á brott, taka pokann sinn og koma ekki aftur. Það er líka ljóst að halda ber kosningar næsta vor, kosningar sem verða til þess fallnar að fá inn nýtt fólk með hugsjónir, fólk sem ekki hefur spillst af þeim hefðum sem skapast hafa á langri þingsetu margra á Alþingi. Nýtt fólk verði sett inn og um leið þingmönnum fækkað í 42.

Þá held ég að við höfum fyrst skapað forsendur fyrir sátt.

Baldur Gautur Baldursson, 28.10.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband