Sameiginlegt skipbrot muniði!
28.10.2008 | 11:58
Nú þarf að hjálpa fólki. Hjálpa fólki að finna störf innanlands sem utan. þetta er sameiginlegt skipbrot muniði. Ekki bara senda fólk heim til að stara á vegginn. Hringja í fólk, finna leiðir, finna verkefni. Nú reynir á vini, kunningja, stjórnvöld. Ekki skilja fólk eitt eftir. Minni á færslu mína hér um daginn.
200 missa vinnuna í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þessa athugasemd þína. Atvinnuleysi og tekjutap eignamissir er ekki nýtt brauð á Íslandi. takk. kv. B
Baldur Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 13:36
Þetta lítur ekki vel út almenningur hefur tapað allri tiltrú á forustumönnum landsins og neistinn að búa á landinu er að slökkna.
Þeir sem yfirgefa ekki landið óttast ég að reyni að sniðganga eins og hver getur skyldu sína til ríkisins.
Með fallandi ál og fiskverði mun gengið síga með.
Til að almenningur öðlist tiltrú á landinu okkar aftur þarf að lofa kosningum eins fljót og auðið er.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.10.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.