Færeyingar bregðast!

Þá höfum við ekki lengur efni á að líta niður á Færeyinga sem við Íslendingar höfum alltaf gert í hroka okkar. Við ættum að skammast okkar og fara að koma þar við, bjóða uppá kennslu í færeysku og hætta að hlæja eins og dindlar að færeyskum orðum. Reyndar er nú fokið í flest skjól hjá okkur þegar færeyingar bregðast svona.


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Bíddu Baldur, en eru Færeyingar ekki að bregðast við af myndugleik fremur en að bregðast.....? Við ættum að bjóða þeim að veiða amk nokkra hvali fyrir þetta frábæra framtak þeirra.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.10.2008 kl. 00:34

2 identicon

Hvaða hvaða, mér finnst færeyska og Færeyingar flottir. Gaman að sjá Ð'ið notað í öðru tungumáli. Og af norðurlanda-málum er hún einna líkust íslensku.

Að sama skapi er hægt að gera grín að þessum skelfilega hrynjanda í talaðri norsku, og þvoglumælda nútíma-dönsku, og s.frv.

Nú viðurkenni ég að ég kann betri ensku en "norðurlanda-mál" þannig að ég er kannski ekki dómbær á þetta.

hvaðahvaða (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 05:00

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Við höfum í raun aldrei haf neina ástæðu eða efni á að líta niður á Færeyinga, og gætum margt af þeim lært. Færeyingar eru sómafólk og það er virkilega notalegt að vera Íslendingur í Færeyjum. þeir eru einstaklega nægjusamir og nýtnir, og hika ekki við að halda trúnaði við sína gömlu arfleifð. Nokkuð sem við Íslendingar aftur á móti kappkostum að gleyma.

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.10.2008 kl. 06:00

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Á sjálfir færeyska kunningja, hef komið þangað og hef aðstoðað færeyska sjómnenn.Þetta er úrvalsfólk og ég hef oft undrast hvað ég var látinn læra lítið um þessa nágranna okkar.  Sömuleiðis fær maður litlar fréttir þaðan og engar bakgrunnsupplýsingar nema þegar þeir áttu í fjármálakreppu um árið þá var talað um að þeir kynnu ekki fótum sínum forráð...hefðu grafið göng út um allar eyjar.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 09:10

5 identicon

Nú brást síduhafa bogalistin! Faereyingar brugdust vel vid og brugdust Íslendingum ekki. Dapurlegt ad sjá slíka misnotkun á málinu.

S.H. (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:46

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta heitir að tala sér þvert um hug S.H. minn og ég hélt að væri augljóst að svo er tilefellið hér. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband