Hvar voru skáldin?

Nú er til siðs að hnýta í presta af því að einn þeirra ekur um á dýrum jeppa og þeir eru sagðir með ofurlaun og allt of margir. Málið er að prestar eru með góð laun en engin súperlaun. Flestir prestar eru með 500 - 600 þúsund króna heildarlaun á mánuði. Þeir eru lægstir af þeim sem Kjararáð dæmir kaup. En hvar voru skáldin þegar grunngerð íslensks samfélags breyttist á örfáum árum, eitt þeirra hnýtir í presta í Mogganum í dag. Prestar hafa skrifað og talað gegn græðgisvæðingu íslensks samfélags í miklu meira mæli en skáldin. Skáldin íslensku hafa nefnilega orðið skrautskáld, skeytiskáld, hirðskáld.  það er hlutskipti skálda á glæsilegum tímum. Nú stökkva þau fram með pennann á lofti.  Nú er óhætt að skrifa..... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er nú ekki alveg rétt, kæri Baldur. Ýmis skáld okkar hafa ævinlega staðið sína plikt má ég nefna auk Einars Más og  Kristínar Marju, Andra Snæ, Pétur Gunnarsson, Guðberg Bergsson,  Elísabetu Jökulsdóttur, Eirík Nordahl, Eirík Guðmundsson, Lindu Vilhjálms,, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Jón Kalman, Steinunni Sigurðar, Vigdísi Grímsdóttur, Þráinn Bertelsson svona gæti ég haldið nokkuð lengi áfram.

María Kristjánsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:30

2 identicon

Svo bregðast krosstré -  ekki hef ég áður lesið jafn ómálefnalegan pistil á þessu bloggi.

Auðvitað eru prestar með mjög góð laun ef miðað er við aðrar stéttir háskólamanna og skiptir engu hvort við göngum út frá menntun, ábyrgð eða álagi. Þeir eru með hærri laun en t.d. kennarar með jafnmikla menntun og miklu hærri laun en t.d. félagsráðgjafar hjá ríki og sveitarfélögum sem sinna barnaverndarmálum og aðstoð við þá sem verst eru settir.

Sumir prestar hafa gagnrýnt neyslufylleríið meðan aðrir voru uppteknir við veislustjórastörf.

Og skáldin hafa ekkert þagað, sum hafa hrópað á torgum eins og Einar Már, Andri Snær, Elísabet Jökuls og fleiri, gagnrýni annarra hefur verið lágmæltari og ef menn nenna að fylgjast með yngri skáldum blasir við fjölbreytt gagnrýni og umræða, jafnvel ósvífin og byltingarkennd.

Jón Yngvi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

" Flestir prestar eru með 500 - 600 þúsund króna heildarlaun á mánuði."

Ansi margir hafa töluvert meira.  Byrjunarlaun prests eru hvað, 530þ á mánuði í dag.  Fyrir utan koma svo greiðslur fyrir skírnir, giftingar og jarðarfarið og ekki skulum við gleyma fermingarvertíðinni - hún getur gefið vel í aðra hönd.

Svo er vinnuveitandi trastur og laun greidd út fyrsta hvers mánaðar.  Menn þurfa svo að gera ansi mikið til að missa þetta blessaða starf.

Matthías Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Ragnheiður

Ja ekki sé ég eftir aurunum sem minn prestur hefur í laun. Það veit Guð að hann hefur þurft að hafa fyrir þeim aurum hvað mig og mína varðar.

Mér leiðist frámunalega þessi umræða og ofstopi út í presta. Sitt er hvað hvort fólk vill við þá kannast en væri ekki ráð að láta þá þess utan í friði ?

Ragnheiður , 29.10.2008 kl. 13:29

5 identicon

Nei, skáldin hafa aldeilis ekki þagað. Benda má t.d. á skáldsöguna Feigðarflan eftir Rúnar Helga Vignisson sem er eins konar uppgjör við gildi góðærisins. Bókin er tileinkuð þeim sem EKKI eiga jeppa og er bráðskemmtileg lesning, ekki síst nú þegar allt er um garð gengið. Og titillinn á ótrúlega vel við!

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:13

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er ekki við hæfi að draga stéttir í dilka með þessum hætti. Margir prestar hafa gagnrýnt innihaldsleysið í allsnægtunum og græðgina t.d. gagnvart náttúrunni og komandi kynslóðum. Það hafa líka mörg skáld gert.

Ég held að fá skáld séu með 500-600 þúsund í fastar tekjur á mánuði og líklega hafa skáldin dansað minna í kringum gullkálfinn sem nemur mismun á tekjum þessara stétta.

Ein óhuggulegasta birtingarmynd græðginnar, innihalds- og guðleysisins eru hinar árlegu stóruppskeruhátíðir prestanna - fermingarnar. Staðfesting ungra barna með glýju í augum yfir gjöfunum á trúnni á Jesú og innganga í samfélag heilagra.

Ekki beinlínis upplýst samþykki, enda börnin ekki lögráða.

Dofri Hermannsson, 29.10.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Rannveig H

Baldur er ekki aðskilnaður ríkis og kirkju málið.

Rannveig H, 29.10.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Baldur

Ekki skal ég deila við þig um hvort laun presta séu of há. Það er víst að þau eru miklu hærri en annarra starfstétta með sambærilega menntun - prestar eru allir með að minnsta kosti jafn há laun og allra hæst launuðu framhaldsskólastjórar, hvað þá kennarar, gætu nokkurn tíma náð.

Hitt er svo annað mál að framhaldsskólakennari fær borguð laun af vinnuveitenda sínum. Prestar fá laun frá ríkinu en vinna fyrir Þjóðkirkjuna. Þetta er víst einhvers konar "samingur" - arðgreiðsla fyrir kirkjujarðir, samkvæmt vefsíðu Biskupsstofu. En það dæmi gengur auðvitað ekki upp eins og við vitum báður.

Þannig að prestar eru með góð laun, en fá þau greidd af þriðja aðila! Allir aðrir ríkisstarfsmenn eru starfsmenn allrar þjóðarinar. Þjóðkirkjuprestar eru það ekki, þeir eru starfsmenn sjálfseignarstofnunar sem telur 8 af hverjum 10 landsmönnum til meðlima sinna. Sá fjöldi fer reyndar hratt minnkandi, af þeirri  kynslóð sem fæddist 2007 eru aðeins 76,7% í þjóðkirkjunni.

Málflutningur presta réttlætir ekki launin - en á móti þá banna launin þeim ekki að benda á bresti samfélagsins. Skáld eru mörg hver einnig dugleg að benda á bresti samfélagsins, einn slíkur brestur er launamál presta. Ekki endilega upphæðin (þótt það virðist reyndar vera mjög viðkvæmt mál), heldur kannski frekar: Fyrir hvað og hvaðan?

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.10.2008 kl. 14:57

9 identicon

500þúsund+ á mánuði fyrir kukl... það er allt of mikið.. það er 500þúsund+ of mikið.
~6000 milljónir árlega í hvað.. hjátrú... grátlegt

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:53

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Vísa á smápistil frá Erni Bárði um þetta mál um leið og ég þakka kurteisleg komment og mörgum þeirra er ég sammála, önnur tel ég eiga fullan rétt á sér. http://ornbardur.annall.is/2008-10-29/kristin-marja-hrakyrdir-stjornvold-og-daemir-presta/#more-615

Baldur Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband