Upplausn flokkakerfis!
29.10.2008 | 19:53
Ef eitthvað gæti komið jákvætt út úr þessum hörmungum væri það upplausn flokkakerfisins. Stjórnmálaflokkarnir eru löngu hættir að vera verkfæri fólkins heldur eru samankrull hagmunabandalaga og taka mið í starfsháttum af fyrirgreiðslupólitík síðustu aldar. Efstu menn í valdapýramíðanum ráða því sem þeir vilja ráða. Ómögulegt er að meta á lífsýn manna eða skoðanir eftir flokkum sem stofnaðir eru við allt aðra heimsmynd og allt önnur viðfangsefni snemma á síðustu öld.
Það á sinn þátt í íslenska slysinu að stjórmálaflokkarnir voru orðnir ónýt verkfæri.
Á rústum hins gamla flokkakerfis risi nýtt og menn og konur skipuðu sér í flokka eftir viðfangsefnum dagsins og valdið kæmi neðanfrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Athugasemdir
Ein leið til að stokka upp í flokkakerfinu væri að menn gengju í flokkana - og byltu gömlum elítum sem hafa brugðist þjóðinni - til að skapa þá að nýju. Það þyrfti ekki nema að kjósa ekki fimm - fimmtán þekktustu stjórnmálamennina á hverjum flokki í næstu prófkjörum ... líkast til óframkvæmanlegt. En hugmyndinni komið hér með á framfæri.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:59
Eins og talað út úr mínu hjarta. Mín framtíðasýn
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:36
Sammála þér, Carlos! Það virðist vera erfitt að stofna til nýrra flokka. Þeir verða sjaldan langlífir.
Það er möguleiki nú, þegar harðnar á dalnum, að við óbreyttir Íslendingar nennum að taka til hendinni og taka þátt í að byggja upp nýja þjóðfélagið. Höldum flokkaapparötunum, en gerbreytum þeim. Það held ég árangursríkara en að stofna nýja.
Jón Ragnar Björnsson, 29.10.2008 kl. 23:48
Eftirfarandi flokkar sem stofnaðir hafa verið eftir 1950 lifa: Samfylkingin, Vinstri grænir og Frjálslyndir. Þeir eru samanlagt með um 49% fylgi á Alþingi. Næsta Capasent mun sýna Flokkinn (sjfl) í 30% fylgi. Það merkir að þriðjungur þjóðarinnar er annað hvort ekki læs eða fylgist ekki með. Mín tillaga er að félagshyggjufólk hafi hyggju á því að sameinast. En þar er kveikjuþráðurinn stystur. Eini kosturinn er að gera landið að einu kjördæmi sbr. tillögur frá 1938 og kjósa frekar menn en flokka. Það hefur aldrei náðst samkomulag um það. Andstaðan mest í Flokknum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:16
Ég óttast að sjallarnir verði hættulegur flokkur þegar þeir verða smáflokkur í stjórnarandstöðu því þeir svífast einskis til að ná völdum á ný eins og dæmin sanna. Ég er þér sammála Gísli eitt kjördæmi og kjósum menn en ekki flokka, allir flokkar geyma mjög frambærilega menn, sumir fáa en aðrir fleiri. Við skulum vona að við berum gæfu til að komast í gegnum þessar þrengingar án þess að þurfa að gefa eitthvað eftir af því sjálfstæði sem við höldum þó enn.
Ólafur Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.