Vitræn umræða útilokuð!

Ágreiningur í ESB málum er erfiðari í Framsókn en í öðrum flokkum vegna öfga þeirra sem eru á móti aðild. Einangrunarstefnan á fyrst og fremst rætur sínar í íhaldssömu bændaelementi í Framsókn og lifir í Bjarna Harðarsyni og Guðna Ágústssyni sem hefur misst leiðtogasætið í flokknum með því að skynja ekki kall tímans. Þessi element hata ESB, í ESB raungerist allt hið illa...í Brussel eru spillt skriðdýr, samviskulaus möppudýr sem gína yfir fullveldi þjóða með það ódulda markmið að skapa hér í heimi ný Sovétríku ef ekki nýtt þriðja ríkið sem yrði þá væntanlega fjórða ríkið. Íslendingar sem aðhyllast þátttöku vilja selja sjálfstæðið, fórna því, gefa fiskimiðin, útrýma bændum, gefa útlendingum auðlindirnar svo fáir orðaleppar séu týndir til.  Vegna þessara öfga hefur öll vitræn umræða verið útilokuð og þess vegna hefur Framsóknarflokkurinn verið meira og minna óstarfhæfur undanfarinn áratug eða frá því að Davíð Oddsson hætti að halda honum saman en hann var sverð og skjöldur þessa öfgahópa í Framsókn og kom í veg fyrir það að Halldór Ásgrímsson kæmist nokkuð upp á dekk í Evrópumálum.


mbl.is Bjarni íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta getur ekki sannara verið Baldur, nákvæmlega svona virka þessi flokksbrot.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það á allt eftir að koma fram  sem Halldór Ásgrímsson spáði hann vissi að þessi gjaldmiðill okkar gæti aldrei gengið í opnu hagkerfi. Það þótti furðu sæta er hann sagði að innan fárra ára væri Ísland komið í Evrópubandalagið ef hann hefði fengið að ráða þá værum við komin þar inn nú þegar og þá væri staða önnur en nú er. Af hverju fékk hann ekki hljómgrunn ? hann var lagður í einelti opinberlega og tekinn af lífi póltíst með aðstoð Spaugslofunar. Á hverju laugardagskvöldi í nokkur ár. Á meðan var verið að stofna samtök til að fyrirbyggja einelti í skólum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.11.2008 kl. 09:56

3 identicon

Bjarni Harðarsson er maður að meiru að hafa axlað sína pólitísku ábyrgð eftir að hafa á mjög klaufalegan hátt vegið svona á svolítið ósmekklegan hátt að samþingmanni sínum.

En Bjarni þarf ekkert að skammast sín fyrir skoðanir sínar eða viðhorf. Þvert á mót hefur hann sýnt það á stuttum en líflegum þingmannsferli sínum að þarna fer maður með einbeittar hugsjónir og baráttuvilja.

Það hefur mikið á það skort hjá Framsókn undanfarin ár, eða allt frá því að Halldór Ásgrímsson og hans einræðisklíka fór í það að hægrivæða flokkinn og breyta honum í spillt eignarhaldsfélag sem einskis sveifst og eyddi um leið öllum hugsjónum og þjóðhollum lífsgildum Flokksins. 

Frá þeim tíma og allt fram á þessa daga hefur verið í gangi einhver þöggunar stefna þar sem aldrei mátti gagnrína flokksforystuna og hennar gerðir, enn svífur þessi hönd dauðans og arfleifð Halldórs yfir flokknum.

Bjarni Harðarson gerði heiðarlega tilraun til þess að rétta kúrsinn af hjá flokknum og gera hann aftur af þjóðlegum félagshyggjuflokki, trúan hugsjónum sínum og lífsgildum. Því miður urðu honum á þessi smávægilegu mistök að vega með þessum hætti að samþingmanni sínum. Hann sá eftir þessu, en þetta varð ekki aftur tekið og ákvað því að axla ábyrgð á þessum mistökum sínum og segja af sér þingmennsku. Trúr hugsjón sinni og sannfæringu.

Ég held að nánast allur þingflokkur Framsóknar síðustu ára fyrir utan kanski einn, væri löngu farinn veg allrar veraldar hefðu þar verið notuð sömu viðmið um drengskap, heiðarleik og að axla ábyrgð gjörða sinna. En Bjarni Harðarson gerir nú og er maður að meiri. 

Það var ekkert í þessu bréfi sem ekki var sannleikur og átti því fullt erindi við þjóðina. En sanniði til Valgerður Sverrisdóttir mun ekki axla sína pólitísku ábyrgð frekar en fyrri daginn, hún mun nú sækjast eftir Formannsstólnum í þessum deyjandi flokki og ætli hún stingi ekki uppá Finni Ingólfssyni sem varaformanni. Þá verður þessi klíka aftur á ný einráð í þessum  litla flokki um sinn. 

Þessi tilraun Halldórs misheppnaðist algjörlega og flokkurinn minnkaði í sífellu og í síðustu kosningum var afhroð hans og niðurlæging þvílík er hann var á örfáum árum búinn að missa meira en helming fylgis síns og aðeins orðinn smáflokkur í Íslenskum stjórnmálum.

En jú Bjarni Harðarsson náði inná þing í síðustu kosningum og þá vaknaði enn smá vonarglæta að hann með starfi sínu og hugsjónum gæti siðbætt Framsóknarflokkinn.

Nú má segja að sú von hafi algerlega slökknað þegar Bjarni hefur sagt af sér, eftir sitja bara leyfarnar af þreyttu gömlu valdaklíkunni í Framsókn. 

Þetta er búið spil Framsókn er nú endanlega dauð.

Jarðarförin verður auglýst síðar ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Við erum sammála um margt t.d. það að Bjarni er góður og gildur maður og að Framsókn er dauð a.m.k. sem meginflokkur. . En við erumeinnig  ósammála margt t.d.  ESB.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 15:15

5 identicon

-Ísland myndi ekki hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum. Í kreppum eins og núna er fiskurinn eitt sterkasta flotholtið fyrir þjóðina.

-Ísland myndi ekki ráða því hvort eða hvernig það myndi dragast inn í milliríkjadeilur eða hernaðarátök.

-Ísland myndi að stórum hluta missa ákvörðunarvald sitt til Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu, sem eru fjögur stærstu ESB-löndin, þessi lönd hafa ráðið langmestu um ákvarðanir ESB.

-Ísland væri skuldbundið að taka þátt í þeim verkefnum sem Evrópusambandið myndi ákveða og fengi ekki um það ráðið hvaða aðgerðir það kynnu að vera.

-Ef hriktir í stoðum ESB eða evran veikist þá getur Ísland lítið sem ekkert gert til að stjórna örlögum sínum.

---

Ég er ferlega ferköntuð þegar kemur að ESB og á erfitt með að horfa út fyrir kassann.

Talaðu mig inn á ESB ... sannfærðu mig um eitthvað annað en ofantalið.

Elísabet (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Við myndum bara blómstra þarna inni eins og Írar og Danir og Svíar og Þjóðverjar.  Við yrðum neydd til að taka til í stjórnsýsunni, efnahagslífinu, mannréttindum, neytendavernd.  Við stöndum hvort sem er ekki ein en erum hálf utangátta. 

Baldur Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 21:11

7 identicon

Eigum við nokkuð að vera að eyða tíma og orku í fortíðardrauga eins og framsókn? Þau sjá sjálf um að eyða þessu litla sem eftir er.

Netamaður (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband