Ný- Framsókn Bjarna í augsýn?

Það er eftirsjá af Bjarna úr þinginu þó hann passaði aldrei alveg inní myndina með bláklæddu sléttgreiddu strákunum.  Bjarni þurfti ekki að segja af sér.  Hann hefði vel getað sagt: Þetta var léleg hugmynd/brandari sem aldrei hefði orðið að veruleika. Ég hringdi strax í aðstoðarmanninn til þess að slá þetta af!  Ég sjálfur þekki Bjarna af því að láta sér detta ýmislegt fáránlegt í hug en draga það jafnóðum til baka því að maðurinn er heiðarlegur - enginn neðanbeltismaður.  Hins vegar er hann harðskeyttur og óþægilega fastur fyrir í skoðunum.  það er t.d. vandséð hvernig hann hefði unað sér í þingflokki sem allur hefði snúist á ESB sveifina.  Að dómi Bjarna eru það ekki Framsóknarmenn sem þannig láta.  Kannski stofnar hann nýjan Framsóknarflokk þegar séð er að Valgerður verður formaður. Sá gæti heitið Nýi Framsóknarflokkurinn í  stíl við Nýja Landsbankann, nýja Glitni og hið nýja Kaupþing.  Hið þjóðlega bændaelement sem hatar ESB eins og pestina og vill helst úr EES væri fúst til að fylgja honum og hver veit nema Guðni skreiddist undan braki síns gamla flokks til liðs við félaga sinn.  Í þeim flokki fengju þeir þjóðræknu íhaldsmenn skjól sem vilja að Ísland búi að sínu og vilja ekki láta kenna sig við sósíalisma Vinstri grænna eða skrifa upp á umhverfisstefnu þeirra.  Og hver veit nema hinn þjóðrækni krónumaður Davíð Oddsson renni þangað hýru auga í einangrun sinni. Varla mun hann sitja kjur í ellinni frekar en Egill Skallagrímsson en skapferli þeirra er svipað og þeirra Bjarna ekki ólíkt.
mbl.is Guðni einn á báti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

því að maðurinn er heiðarlegur - enginn neðanbeltismaður

Getur verið að þétta sé skoðun þín vegna þess að þú hefur aldrei "lent í honum"?

Ég myndi einmitt fullyrða, út frá minni persónulegu reynsu, að Bjarni sé (undirförull) neðanbeltismaður.

Varla heldur þú að þetta hafi verið eina skiptið sem Bjarni fékk þá flugu í höfuðið að stinga einhvern í bakið með óheiðarlegum hætti.  Svo mikill trúmaður getur þú varla verið.

Matthías Ásgeirsson, 12.11.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skil ekki af hverju Valgerðarfólkið ekki bara gengur í Samfylkinguna. Er eitthvað í þeirra stefnumálum sem á heima þar? Væri ekki best ef fólkreyndi nú að skipta sér í flokka eftir skoðunum í stað þess að reyna að steypa allskonar flokka í sama mótið. Á Íslandi er talsvert af þjóðlegum íhaldsmönnum sem vilja frekar byggja á reynslunni frá sambandstímanum en fara í ESB. Á í alvörunni ekki að vera neinn flokkur fyrir þá? Af hverju þurfum við tvo miðjuflokka sem vilja ganga í ESB. Spyr sá sem ekki veit!

Héðinn Björnsson, 12.11.2008 kl. 10:18

3 identicon

Guðni verður Guðný?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég veit ekki nema að ég gæti hugsað mér að skipa mér í sveit með Guðna og Bjarna.

Til í allt án Völlu!

Árni Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 22:25

5 identicon

Héðinn,

gerðu það að hvetja ekki Valgerði til að fara í Samfylkinguna, plís - það er ágætt þar núna og engin þörf fyrir hana á þeim stað. 

Finnur Hansen (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband