Plægður akur spillingar!

Út af fyrir sig er það skynsamlegt að þingmenn ráði sér aðstoðarmenn en til hvers?  Bjarni Harðarson virðist hafa ráðið sér tölvuuspésíalist með hörmulegum afleiðingum, Kjartan Ólafsson sunnlenskur þingmaður ræður sér markaðsfræðing sem kom stúlknabandi á kortið. Einhverjir hafa ráðið fólk til að svara í síma og mæta á fundi, jafnvel fyrrverandi og væntanlega kosningastjóra. Mín skoðun er sú að eina réttlætingin fyrir aðstoðarmönnum sé sú að þingmenn ráði sér fólk sem bæti vit þeirra og þekkingu. Fólk sem eru vel að sér í alþjóðamálum (þar er þekking margra þingmanna afskaplega döpur) og innanlandsmálum (þar er þekking margra gloppótt eins og gengur) og stjórnsýslu. M.ö.o. aðstoðarmenn séu sérfræðingar ekki liðléttingar.  Og eins og í Ameríkunni á að setja strangar reglur um skyldleika og sem koma í veg fyrir að þingmenn skipti á skyldmennum o.s.frv. Aðstoðarmannakerfið er nefnilega enn einn plægður akur mögulegrar spillingar en eins og við vitum stingur spilling sér alls staðar niður þar sem vantar gegnsæi og reglur.

Og svo árétta ég þá skoðun mína frá 20. júní sl. að mestu mistök lýðveldistímans eru þau að hafa ekki sótt um inngöngu í ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég er sammála þér og þessir aðstoðar menn eiga að geta unnið með þingmönnum í því að leggja fram lagafrumvörp fyrir þingið . Þingmenn kvarta yfir því að hafa ekki nóg að gera þá eiga þeir að flytja frumvörpin sjálfir og láta á það reyna hvor ríkistjórnin taki þá ekki við sé og fari að vinna.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.11.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Vantrú

Vantar ekki "ekki" í síðustu setninguna? 

Vantrú, 17.11.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Afsakið, síðasta athugasemd er frá mér.

Matthías Ásgeirsson, 17.11.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Alveg makalaust að þingmenn skuli fá fjárveitingu til þess að ráða sér aðstoðarmenn.  Mjög margir þingmenn eru í öðru starfi, reka lögmannsstofur, eiga og eru í stjórn olíufélaganna N1, formenn verkalýðsfélaga o.s.frv.

Þeirra virðing fyrir starfi sínu sem alþingismenn er ákaflega lítil. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek heilshugar undir þetta

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú svo sannarlega, Matthías, takk, leiðrétt. kv. B

Baldur Kristjánsson, 17.11.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband