Guðni Ágústsson og þingræðið!
21.11.2008 | 10:55
Það var synd að Guðni Ágústsson skyldi segja af sér en sýnir í mínum huga niðurlægingu Alþingis. Hann telur greinilega ekki ómaksins virði að sitja á þingi nema sem ráðherra eða forystumaður flokks. Það virðist ekki hvarfla að mönnum að fullur sómi sé af því að vera öflugur löggjafi. Í þingræðisríki hefði Guðni Ágústsson akkúrat núna geta siglt inn í það að verða góður, reyndur og virtur löggjafi. (Hefði nýst vel við það að innleiða ESB löggjöfina). En íslenska kerfið er því miður þannig að Alþingi er hækja framkvæmdavaldins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Þó svo að þetta skipti ekki máli um Guðna til eða frá er nauðslynlegt að láta ykkur sem Samfylkið GEGN Íslandi og inn í ESB.
Heyrði þetta í útvarpi allra landsmanna í gær
ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar
Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, býst við að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnaefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslökunum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins.
Embættismenn í Brussel telja að Ísland geti fengið inngöngu í ESB innan fárra ára en framvinda aðildarviðræðna ráði þó miklu í því sambandi. Íslensk stjórnvöld þurfa vitanlega fyrst af öllu að leggja fram umsókn og að sögn Rehns fengi leiðtogaráð ESB þá framkvæmdastjórnina til að leggja á hana mat.
Rehn segir einhverjar tilslakanir á stefnunni mögulegar en þó geti Íslendingar ekki búist við að fá meiriháttar undanþágur frá henni.
Hans Martens, hjá hugveitunni European Policy Centre, býst einnig við að sjávarútvegsmál verði erfiðasta úrlausnarefnið en hann hvetur Íslendinga til að reyna að breyta stefnu ESB innan frá.
Bjarni Kjartansson, 21.11.2008 kl. 11:18
Nei veistu það er bara tími til komin. Og vonandi gera það fleiri það þarf að hreinsa til þarna ,jólahreingerning Hins vegar fannst mér Guðni álveg ágætur og skemmtilegur kryddaði aðeins upp á flokkinn. En í sjálfu sér vara hann ekkert að gera þarna hafðu góða dag og stór kveðja frá Glamour lady
Eygló Sara , 21.11.2008 kl. 13:22
Núna reynir á þingmenn Samfylkingarinnar þ.e. hvort þeir styðji þau Björgvin G og Þórunni Sveinbjarnar eða Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde.
Sigurjón Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:24
Sæll Baldur.
Ég er mikið búin að spekulera í afsögn Guðna, ekki pólitiskt séð, heldur út frá honum sem einstaklingi. Mér þykir miður að hann skuli ekki hafa farið þessa leið sem þú talar um. Ég var að hnoða einhverju saman í hausinn á mér, meðan ég hnoðaði smákökudeigið, varðandi Guðna, en rakst á aths. þína. Gott er.
Sólveig Hannesdóttir, 21.11.2008 kl. 14:59
Í framhaldi af lestinum á þessari umræðu gáði ég að því hvenær Guðni er fæddur, og komst að því að hann er fæddur 1949.
Ég get svo svarið það að ég hélt að hann væri töluvert eldri en hann er, og þess vegna gæti talist eðlilegt að hann vildi einfaldlega fara að taka lífinu léttar, á eftirlaunum!
Getur samt ekki staðist að hann ætli sér það? Eða er hann slíkur ákafamaður að það sé nokkuð víst að hann muni halda áfram að gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, - eins og DO, sem að mínu viti hefði átt að draga saman seglin þegar hann "hætti" í stjórnmálum og snúa sér að öðrum hugðarefnum.
Davíð er að vísu aðeins rétt rúmlega ári eldri en Guðni, en hann var á þeim tíma nýlega búinn að ganga í gegnum mikil veikindi, sem mig grunar að hafi markað störf hans síðan meira en margur hyggur. Því slík veikindi sem hann gekk í gegnum hafa áhrif á heilsu manna á margan hátt eftirleiðis, þó svo að svo eigi að heita að menn hafi komist yfir þau.
Að mínu viti streitast stjórnmálamenn oft alltof lengi við, í stað þess að hleypa nýjum mönnum að, ekki einvörðungu hér á landi. En það er líkalega innbyggt í persónuleika leiðtoga að gefa ekki eftir fyrr en í fulla hnefana, hvernig sem á móti blæs.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:15
En ég er sammála Baldri að það er þörf fyrir reynda "almenna" þingmenn eins og Guðna á Alþingi, og synd ef menn telja sig ekki geta gert gagn þar vegna máttleysis þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Það verður að breytast.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:18
Það er ekkert að kerfinu heldur eru það þessir einstalingar sem við höfum valið á þing sem eru að bregðast. Við höfum ekkert með atvinnustjórmálamenn eins og Guðna að gera.
Það var við hæfi að Guðni forðaði sér af þingi þegar hann hafði afspurnir af þvi að það ætti að breyta eftirlaunalögunum. Til að kóróna allt þá yfirgaf hann landið til að liggja á sólarströnd. Vonandi verður hann þar það sem hann á eftir lifað.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.