Grundvöllur siðaðs samfélags!

Ég hef bent á það áður og hamra á því enn að við Íslendingar ættum að kenna mannréttindi í grunnskólum í þeim tilgangi m.a. að uppræta rasisma.  Það er eiginlega grundvöllur siðaðs samfélags að við getum umgengist og lifað saman án tillits til litaráháttar, uppruna, þjóðernis, trúarbragða og slíkra hluta. Hins vegar er það óskaplega ríkt í mannskepnunni að staðla heiminn þ.m.t. fólk og umgangast fólk, meta og hata og elska á grundvelli einhvers ofangreinds.  Við Íslendingar ættum að fara að taka okkur alvarlega ekki bara í efnahagsmálum heldur á öllum sviðum.
mbl.is „Farðu aftur til Afríku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Rasismi er andkristur

Garðar Valur Hallfreðsson, 19.11.2008 kl. 11:00

2 identicon

Við hverju er að búast!!!  Mér finnst alveg hrikalegt að hugsa til þess að svertingi sé forseti Bandaríkjana.

Calcio (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Kári Harðarson

Rasismi er svo innbyggður í mannskepnuna, skyldi hann vera leifar af einhverju frumskógarlögmáli?  Af hverju þola kettir ekki hunda en geta  verið rólegir í kringum hesti og beljur?

Kári Harðarson, 19.11.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það sagði mér fróður maður að rasisminn hafi byrjað með biflíunni þar sem Gyðingar voru sagðir vera guðs útvalda þjóð.

Sigurður Þórðarson, 19.11.2008 kl. 11:17

5 identicon

Já Baldur minn, en á sama tíma og þú talar um að við eigum að geta lifað saman og ekki dæma fólk eftir trúarbrögðum þjóðernis og slíkra hluta þá ert þú sjálfur að vissu leiti að gera nákvæmlega það.

Þú ert að dæma þessa vesalinga sem að hafa eitthvað á móti öðrum, þeir hljóta að eiga svipuð réttindi skilið á við aðra, ekki nema að þeir hafi fyrirgefið þeim rétti er þeir brutu á öðrum.

Það sem ég er að meina er, getum við talað um að dæma ekki aðra en dæmum svo þá sem það gera, hvort sem það séu góðar eða vondar ástæður þá er þetta eitthvað sem hrjáir allt of marga, það er satt.

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:26

6 identicon

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:26

7 identicon

Mér finnst ótrúlegt að sjá komment Ólafs H. - fréttin gengur út á kynþáttahatur, þ.e. verið er að segja frá kynþáttahatri í USA í kjölfar kosninganna þar, og eins og ég skil Baldur þá leggur hann áherslu á það að svona líðist ekki: þú krotar ekki á eignir annarra niðrandi orð, þú brennir ekki hakakrossa á lóðum annarra ... það að vera á móti því er ekki það sama. Þú talar í kross Ólafur ... þessir einstaklingar sem um ræðir í fréttinni hafa ekki þau réttindi að úthúða, skemma og brenna. Þetta er meira en það "að vera á móti öðrum"...

vonandi er ég að misskilja!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Vill benda þér Calcio á að O´bama er ekki forseti Bandaríkjanna heldur verðandi.  Ég hélt að svona ástand yrði aldrei svo lengi sem ég ætti eftir ólifað en virðist vera orðið að staðreynd. Ólafur Hannesson viðrar skoðun sína á því að dæma menn, ég gef lítið fyrir svona rökstuðning ég gæti rökstutt fyrir honum að hann er OSTUR en geri það síðar.

Ragnar Borgþórs, 19.11.2008 kl. 12:49

9 identicon

Doddi, ég er ekki að segja að þeir eigi rétt á því að gera þessa hluti, þvert á móti, ég er bara að velta fyrir mér hver á rétt á að hugsa hvað, ég er á móti svona framferði, í hvaða mynd sem það birtist,  hvernig er það með þá sem tala um að það eigi að brenna ofan af þingmönnum eða öðrum, á að líta sömu augum á þá og þessa sem tala um að brenna ofan af fólki af öðrum kynþætti.

Í fyrri athugasemd þá er ég er ekki að vísa í fréttina, ég er að vísa í bloggið hans Baldurs, ég var t.d. að meina þá sem að eru á móti öðrum trúarbrögðum, þeim líst kannski illa á Kaþólikka af því að þeir eru á móti hommum,  hvar stendur maður í því dæmi, stendur maður með þeim sem hatar kaþólikka eða kaþólikkanum sem hatar homma.  ég stend með hvorugum.  Það er þetta sem ég var að meina, einn dæmir annan af því að hann telur sig hafa betra til málanna að leggja, ég var ekki að tala um þessa hakakrossa, Baldur fer á breiðara svið og það gerði ég einnig.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:53

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í framhaldi af kommenti Skorrdal, til fóðleiks:

The Great Rift Valley

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 14:27

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Rasismi er ekki afsakanlegur.  Rasismi er að mismuna fólki, hata eða fyrirlíta eða beita ofbeldi á grundvelli kynþáttar og almennt vísað til ofangreinds á grundvelli uppruna, litarháttar, þjóðernis, trúarbrgaða eða annars slíks. Mótívið getur verið óglöggt.  Þú getur auðvitað barið svartan einstakling án þess að vera rasisti en ef þú gerir það vegna litarháttar hans eða uppruna þá ert rasisti .  Svo einfalt er það. Refsilöggjöf flestra ríkja í Evrópu er þannig að takist að sanna rasískt mótív fyrir ofbeldi þá þyngist dómurinn.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

7.bekkur í Lundarskóla vann einmitt í fyrra svo frábært þemaverkefni um mannréttindi.  Það var gert í samstarfi við HA og félagsmálaráðuneytis.  Þetta þema vil ég að sé viðhaft hjá 7.bekk á hvurju skólaári ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:46

13 identicon

Rasismi er kennt í grunnskóla! Það var allavega kennt í mínum skóla. Við horfðum öll á Schindler's List, Saviour og Color Purple og svo tölum við öll um hvað Gyðingar,  Múslímar og svertingjar hafa orðið fyrir miklum árásum í hendur hvíta mannsins. Eftir það kom svo einhver kínversk kona og lét okkur taka þátt í skoðunarkönnun varðandi fordómar á Íslandi. Einn spurning hljómaði svona: Ef þú mættir velja einn farþega til að vera með þér í 5 klukktíma ferðalest hvern myndir þú þá velja:

A. Kínverska fegurðardrottningu.

B. Múslima á leið til þýskalands.

C. Arískan mann með hakakrossinn húðflúraðan á handlegginn á sér.

Flest af okkur völdu númer C., í svona djóki, en svo eftir þessa skoðunarkönnun kom frétt í sjónvarpinu að 60% af grunnskólanemendum á Íslandi eru með fordómar gagnvart útlendingum. Það er greinilegt að C. var ekki svarið sem þau voru að leitast eftir.  

Arnar Már (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:41

14 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Með leyfi síra Baldur: Er Obama blökkumaður?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 20:14

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvaða orð er leyfilegt, samkvæmt almenningsálitinu (sem er víðfeðmt hugtak) að nota í íslensku, önnur en "afrísk-amerískur" (nú eða afrískur - að vísu eru til hvítir menn sem hafa alla sína ævi búið í Afríku - svo þá tekur að kárna gamanið - þeir eru sennilega evrópk-afrískir) eða "þeldökkur", um þá sem ekki hafa eins ljósa húð og þau okkar sem eru komnir af landnemum Íslands? Mikið þætti mér fróðlegt að fá að vita það.

Kannski má ekki nota "þeldökkur", það gæti móðgað einhvern?

Er ekki best að láta eins og allir séu eins á litinn? Hver er þá mesta sensasjónin í kjöri Obama? Kannski stefnumál hans?

Það veitti ekki af nefnd til að komast að finna út úr þessu En hættan er sú að niðurstöður hennar yrðu álíka vitlausar og niðurstöður mannanafnanefndar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:26

16 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

Hvar; á daginn er komið, að Ísland er mörgum þrepum neðar, en hin ýmsu vanþróunarlönd;; svokölluð, jafnt, í efnahagslegum sem og siðferðilegum skilningi, er þessi umræða, með öllu óþörf, klerkur góður.

Þegar ráðamenn ýmsir; jafnt í Suður-Ameríku / Afríku og Asíu, eru vandari að virðingu sinni, í umgengni, við þegna sína, og láta frekar af völdum, sé einhver vanzi, af þeirra störfum, jafnvel,, að þá sitja þessi himpigimpi, hver hérlendis véla um völd og vegtyllur, út í eitt.

Því; segi ég, Síra Baldur ! Taktu fyrir annan málaflokk, sem kynni að eiga við, einhvern almennilegan íslenzkan veruleika, og hægt væri, að festa hendur á.

Með beztu kveðjum, niður í Höfn /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:38

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég ætla að bæta aðeins við, þó ég sé þá að svara spurningu sem beint var til Baldurs?

Er Obama blökkumaður?

Obama er af blönduðum kynstofni, hann á hvíta móður sem er Bandaríkjamaður/kona og svartan föður sem var frá Kenýa.

En venjan mun sú í Bandaríkjunum að telja einstakling sem hefur gen úr svörtum/afrískum kynstofni svo sjáanlegt sé með berum augum svartan.

Varla getur það móðgað neinn að tala um að fólk sé svart, fyrst fólki af hvítum kynstofnum finnst ekki ámælisvert að kalla vera sagt hvítt. Hins væru víst einhverjir ekki ánægð með að vera kallaðir hvítingjar eða bleiknefjar (mér er nú reyndar alveg sama).

Ég fæ ekki betur séð en að húðlitur Obama og afrísk gen hans hafi lagt sitt á vogarskálarnar til þess að hann náði kjöri, en fyrst og fremst hugsa ég að hann sjálfur myndi vilja að fólk teldi hann hafa náð kjöri vegna verðleika sinna sem maður. - Annars veit ég ekkert um það eða hvað hann hugsar, þar sem það á algjörlega eftir að reyna á hann sem forseta. Sem stendur er hann forsetaefni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:49

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bið afsökunar á spurningarmerki og orðum sem var ofaukið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:51

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Að sjálfsögðu ætti að fræða grunnskólabörn  um mannréttindi.  Því  miður voru þingmenn og kirkjan upptekin af hagsmunum kirkjunnar síðast þegar grunnskólalög voru afgreidd að breytingartillaga Kolbrúnar Halldórs, þar sem mannréttindi voru talin upp í grunnskólalögum, var felld - en skrípaleikurinn um kristna arfleifð íslenskrar menningar hékk inni - þökk sé kirkjunni og hennar fólki. 

Sú klausa er náttúrulega ekkert annað en pjúra rasismi ef við notum skilgreiningu Baldurs

Rasismi er að mismuna fólki, .. á grundvelli .. trúarbragða eða annars slíks.

Þegar reynt hefur verið að ræða um mannréttindi vissra hópa hér á landi koma góðvinir síðuritara fram og níða opinberlega þá sem um mannréttindi tala - kalla þá "umburðarlyndisfasista"!  Ég man ekki eftir því að múkk hafi heyrst frá Baldri þegar það gerðist.

En það þykir fínt að tala um mannréttindi af og til.  Ekki jafn fínt að gera eitthvað.

Matthías Ásgeirsson, 19.11.2008 kl. 21:18

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Merkilegt að lesa um útkomu "skoðanakönnunarinnar" sem Arnar Már tók þátt í. Ég trúi því samt varla að könnun hjá einum bekk í grunnskóla hafi átt að segja til um skoðanir allra gunnskólanemenda á Íslandi...ef svo er, hvað segir það okkur um vinnubrögð almennt í slíkum könnunum?

Ef sú útkoma og hvernig hún er fengin, - það er að segja samkvæmt því sem Arnar segir með "djóksvari" heils bekkjar, - er til marks um það hvernig fólk almennt svarar í slíkum könnunum, þá er ég ekki hissa á að Íslendingar hafi árum saman talist hamingjusamasta þjóð í heim og meðal þeirra minnst spilltu!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:35

21 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Út af spurningu Kristjáns um það hvort að Obama sé blökkumaður!  Ég forðast að litgreina fólk og nota þau auðkennisorð sem fólk velur sér sjálft.  Annars fer þetta eftir samhengi.  Takk fyrir spurninguna, hún er áhugaverð!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 23:21

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Baldur, ætli Obama kunni nokkuð íslensku? Blllockömadör...???

Skilgreiningin afro-american smellpassar náttúrlega - þar sem faðir hans var ekki Bandaríkjamaður, heldur Kenýabúi, en móðir hans hins vegar bandarískur ríkisborgari.

Það ætti ekki að þurfa að diskútera þá skilgreiningu neitt nánar.;)

Sammála því að þetta er áhugaverð spurning, sem má skilja á ýmsa vegu, svo sem sjá má á vangveltum mínum hér að ofan.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:31

23 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Já, takk fyrir þær!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 09:13

24 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Má ræða um kynþætti? Má þá halda því fram að kynþættir séu mismunandi hæfari eða "betri" eða eru kynþættir manna til? Þetta blasir við afhverju má þá ekki tala um þetta? Samkvæmt strangri orþadox er ég rasisti vegna þess að ég sé mismun á "kynþáttum".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 12:28

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kristján, að mínu viti er allt í lagi að sjá mun á kynþáttum hvað útlit varðar, og tala um það að því marki sem telst sæma að ræða um útlit fólks almennt. (Þau mörk geta vitanlega verið mjög mismunandi eftir hópum og menningu).

Hins vegar tel ég siðferðislega rangt að mismuna fólki vegna kynþáttar síns, hvað þá að mismuna fólki að lögum (apartheid), þar sem í andlegu tilliti erum við sami kynstofn, með sömu þrár og langanir. Og og auðvitað líkamlega líka hvað varðar líkamlegar þarfir, þær eru í grunnatriðum þær sömu hvar sem er á hnettinum, þó litur og lögun sé svo mismunandi sem raun ber, milli kynþátta og innan þeirra einnig, þar sem kynþættirnir greinast í ættkvíslir og svo aftur í ættbálka o.s.frv. (nú man ég ekki þá litlu mannfræði sem ég lærði einhvern tíma nógu vel!).

Engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins, en þó á hver þeirra sama rétt og aðrir hér á jörðinni, samkvæmt því sem mér hefur verið innrætt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 13:20

26 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nútímavísindi eru á því að allir menn séu af sama ,,kynþætti".  Sjálfur sé ég mikinn mun á einstaklingum. kv. B

Baldur Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 16:43

27 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Já Greta útlitið er mismunandi og andlega atgervið líka. Má ekki ræða andlega atgervið? Má ekki segja frá því að frumbyggjar Ástralíu hafa yfirburða rýmisgreind? Má ekki segja frá því að Afríkusvertingjar eru með fjölbreyttara genamengi en afgangurinn af mannkyninu? Má ekki segja frá því að sum lyf virka ekki eins á alla kynþætti? Eigum við að krefjast þess að 100m spretthlauparar séu í heilbúningum til þess að ekki sjáist að þeir séu svartir? osfr.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 16:47

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Baldur, það er auðvitað rétt að samkvæmt rannsóknum eigum við öll uppruna okkar í The Great Rift Valley (veit ekki hvað staðurinn er kallaður á íslensku) í Austur-Afríku, þó síðar hafi hann tvístrast í ýmsar áttir og þróast á mismunandi vegu í útliti og með vissum hætti í líkamsgerð einnig.

Líklega er rangt, samkvæmt þessu að tala um mismunandi kynþætti, - ég veit þó ekki hvaða orð er við hæfi um mismunandi þróun í líkamsgerð (og menningu) - ? Því það hlýtur að mega skoða slíkt fordómalaust - mér hefur alla tíð þótt mannfræði ákaflega heillandi og hefði alveg viljað leggja stund á hana, þó örlögin hafi hagað því öðru vísi.

Ég held því til dæmis fram að það sé engin tilviljun að bestu hlauparar heims koma af gresjum Austur-Afríku, þar sem ekki er svo ýkja langt síðan forfeður þeirra eltust við villbráð á hlaupum! Afríka er álfa þar sem lifnaðarhættir tóku viðlíka, nei ennþá meira stökk á fáum árum heldur en Íslendingar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 upplífðu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:06

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil hvað þú átt við Kristján. Mér sýnist, fyrst þú beinir þessum spurningum til mín, að þú munir hafa misskilið (viljandi?) ýmislegt af því sem ég skrifaði. Þess vegna ætla ég að hafa svarið einfalt: Það má tala um allt, ef það er gert af virðingu við þann sem um er rætt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:09

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kynstofn,

kynþáttur,

Baldur, er ekki talað um að við séum öll af sama kynstofni, sem síðan greinist í mismunandi kynþætti - ?

(Þetta er vísindaleg spurning um flokkunarfræði, - à la Linnaeus -, ekki rasisma!)

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:19

31 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæl!  Má vera rétt hjá þér. Það eina sem ég veit um málið í raun og veru er að orðiunu ,,race" í alþjóðlegum skýrslum fylgir iðulega sú neðanmálsgrein að orðið sé notað til hægðarauka. Í raun sé allt mannkyn af sama stofni.  Ég hef ekki hugsað þetta út frá því sem þú nefnir.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.11.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband