Beint í bisniss!

Meinið í íslensku samfélagi er að virða ekki menntun og þekkingu.  Stjórnmálin eru full af fólki sem á eftir að fara í skóla. Yfirleitt er talað heldur niðrandi um fræðimenn og fagmenn. Þeir tefji mál með fjasi um bindiskyldu, fuglasöng, jarðveg og lífríki. Á tímabili var það talið veigamikil skýring á íslensku útrásinni að helstu víkingarnir hefðu farið beint í bisniss í stað þessa ð fara í háskóla. Sagt var að háskólanám ætti það til að draga úr frumkvæði og snerpu og gefið í skyn að það gerði menn einhvern veginn ómögulega.

Og Íslendingar taka aldrei tillit til sérfræði fólks heldur þykjast vita allt um alla hluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Eru ekki flestir útrásavíkingarnir áður greindir ofvirkir það hlýtur að vera, annars komast menn ekki yfir þetta allt og svo er það þessi sér íslensku afbrigði þetta reddast.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allir þeir sem hafa staðið í útrás í viðskiptum undanfarin ár hafa verið með langa háskólamenntun nema Jón Ásgeir.Geldingarnir í Kínversku kvennabúrunum vissu hvernig átti að gera hlutina en þeir gátu þá ekki sjálfir.

Sigurgeir Jónsson, 19.11.2008 kl. 04:50

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það var einmitt viðtal við Jón Ásgeir sem eæg var með í huga og spyrjandinn var að dásama menntunarskortinn.  Er HS langskólagenginn?  Ekki þða að ég álíti langskólamenntun upphaf og endi alls en mér finnst hún ekki saka þegar kemur að svona hlutum.kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Stjórnmálamenn hafa örugglega aldrei verið meira skólagengnir og núna,ég held mikið frekar að þeim vanti reynslu úr skóla lífsins og hafi kynnst atvinnuvegum okkar og á hverju við lifum raunverulega.

Mér finnst t.d. hagfræðingar tala út og suður og muni vera afar erfitt að fara að ráðum þeirra, ef maður hlustar á nokkra.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.11.2008 kl. 09:41

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mín tilfinning þegar ég horfði á útrásarmennina í viðtölum í sjónvarpsþáttum nú eftir hrunið var sú að þeir væru heimskir - og hugsaði: Guð minn góður og þetta voru mennirnir sem fengu að valsa með peningana okkar að eigin vild, nánast!

Þeir eru örugglega klókir, sem er allt annað en að vera vitur.

Ég veit ekki hvort menntun er aðalatriði í þessu, aðallega held ég spurningin sé um greindarstig, samfélagsvitund og siðferðislegan þroska, tilfinningaþroska ef þið viljið, sem þessa menn skortir albjörlega.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband