Samfélagið er ekki vonlaust!

Í fyrsta sinn finnst mér ég lifa í lýðræðsríki þar sem fólk er óhrætt að tjá skoðanir sínar, heimspekingar, almemenningur, fræðimenn, bílstjórar.  Blöðin þora, eru uppfull af skoðunum.  Enginn virðist vera hræddur við að vera rekinn. Engir bréfsneplar um slíkt ganga til yfirmanna. Engar stofnanir lagðar niður. Stjórnvöld hafa þó sem fyrr yfirburðastöðu í að koma sér á framfæri og er engin vorkunn að berjast á skoðanamarkaðinum.  Við hljótum að dásama þá deiglu, þau mótmæli, þau skoðanaskipti sem nú einkenna íslenska þjóðfélag en megum ekki gera þá kröfu til mótmælenda að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér. Þá kröfu gerum við heldur ekki til stjórnvalda. Tilvist mótmælenda ein og sér sýnir að samfélagið er ekki vonlaust, á sér framtíð og það veit á gott að gamlir símastaurar eru skelfingu lostnir enda aldir upp í gamaldags flokksræðisþjóðfélagi þar sem skoðanir þurftu ekki að takast á nema fyrir lokuðum dyrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að allir ættu að gera þá kröfu að halda skoðanaskiptum ofbeldislausum og ég skora á allt hugsandi fólk að fordæma það ofbeldi sem mótmælendur sýndu fyrir framan lögreglustöðina í gær.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Svo er hægt að ofbjóða landsmönnum að þeir hrópi á torgum og bloggi í reiði sinni þegar logið er og logið og allir vita það þá er ekki hægt að halda ró sinni.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.11.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

eg upplifi þetta líka fólk þorir og vill breytt og betra ísland

Sigmar Ægir Björgvinsson, 23.11.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: H G

Endilega höfum nú mótmælin Pen, Nett og Slétt!  Ekki má nú fara að Stuða neinn!

H G, 23.11.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Bára Friðriksdóttir

Sæll Baldur,

Það er gott að sjá þessi mótmæli, þ.e. þegar þau eru friðsamleg því ofbeldi eykur ofbeldi en "mjúklegt andsvar stöðvar reiði" Ok.15.1.

Við þurfum að hafa þá sveigju að bæði mótmælendur og stjórnvöld eða aðrir geti haft rangt fyrir sér.

Við bíðum bara eftir að einhverjir viðurkenni að þeim hafi sést yfir og orðið á mistök.

'Islendingar eru ekki vanir að rísa upp og kvarta, sama hvað gengur yfir þá. Mótmælabylgjan sem nú skekur landið bæði á úti og innifundum, í bloggheimum, blöðum og við eldhúsborðin held ég að sé út af djúpri og megnri óánægju. Landanum blöskrar bæði að allur almenningur þurfi að súpa seiðið af bankahruninu, einnig af hinu að sama fólk á að sitja á öllum stólum í uppbyggingunni.

Vissulega tók almenningur þátt í sukkinu með þáverandi ódýrum lánum fyrir neyslu. Þjóðin lifði um efni fram. Það er ekki hægt að verja, einhverntíman kemur að skuldadögum, en að þeir væru svona svæsnir. Venjulegur Jón eða Gunna komu því ekki í kring.

Það væri til bóta að fá ferskt loft í stjórnmálin, seðlabankann, fjármálaeftirlitið og bankana. Þá skapaðist meiri trúverðugleiki til þeirra sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppbyggingunni.

Lifðu heill bróðir,

Bára

Bára Friðriksdóttir, 23.11.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Gísli Tryggvason

Góður punktur að vanda, Baldur.

Finn þetta næstum - á sjálfum mér og sumum öðrum - en trúi því frekar að þetta sé vænleg spá fremur en örugg staðreynd ennþá því að lengi eimir eftir af óttanum sem gegnsýrði allt samfélagið um áraraðir og náði til ólíklegasta fólks og jafnvel stofnana.

Gísli Tryggvason, 23.11.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, það er ánægjulegt að fólk lætur tilfinningar sínar og skoðanir í ljós. Gleymum samt ekki að stórir fjölmiðlar eru fjötraðir, Fréttablaðið, Morgunblaðið, DV, Stöð 2 og að margra mati RÚV. Þessir fjölmiðlar þjóna eigendum sínum, fjársvikamönnum og stjórnvöldum.

Fólk er að uppgjötva þetta og skoðanaskipti eru að færast yfir á bloggið og ýmsa óháða netmiðla, t.d. Nei, Smuguna og Eyjuna.

Theódór Norðkvist, 24.11.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband