Opin stjórnmál - betra samfélag!

Gott hjá Sjónvarpinu að sjónvarpa beint frá fundinum í Háskólabíói. Og húrra fyrir Gunnari Sigurðssyni og öðrum skipuleggjendum fundarins. Fólk er snjallt.  Fólk á að tjá sig. Burt með elítustjórnmál. Ég vorkenndi svolítið Geir Haarde að sitja undir sumu af því sem að honum var beint en þannig á það að vera með forsætisráðherra. Vonandi er þessi fundur – og aðrir álíka- stika á leið okkar að hreinskiptara og betra samfélagi – þar sem fólk verður óhrætt við að tjá sig.  Við viljum lifa í samfélagi upprétts fólks sem liggur ekki bara og mænir upp á forystumennina. Í slíku samfélagi leysist úr læðingi kraftur þar sem ólíkar skoðanir sem takast á leiða okkur til þeirra lausna sem standast opna rökræðuna.

Í aðdraganda hrunsins var hér þöggunarsamfélag þar sem fólk var hrætt við að tjá sig. Ímyndum okkur hvað hefði getað gerst – eða ekki gerst- ef svona opnir borgarafundir hefðu verið haldnir um útrásina og bankana á útmánuðum?  Það er ekki víst.......en hver veit?  Stjórnmál mega hér eftir ekki verða forréttindi og einkamál atvinnumanna og mega ekki lokast inn í flokkunum aftur.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Hjartanlega sammála.  Tek ofan fyrir RÚV.

kv.

Eyjólfur Sturlaugsson, 24.11.2008 kl. 23:14

2 identicon

"Stjórnmál mega hér eftir ekki verða forréttindi og einkamál atvinnumanna..."

Þú ert semsagt hættur að styðja ESB-aðild?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Heyr, félagi! Loksins vaknaði RÚV. Ég var meðal þeirra svona 6-10,12 sem mættu hvern dag í hádeginu á Austurvöll og stóðu þar og fengu skrítin augnaráð vegfarenda; það voru jafnvel haldnar ræður og nokkrir voru með skilti! RÚV var ekki þar þá og auðvitað vitum við sem gamlir blaðamenn að það er ekki fréttnæmt þegar örfáar hræður mótmæla! Eða hvað? Erlent sjónvarpsfólk og blaðamenn veittu okkur athygli og tóku við okkur viðtöl, vildu vita hverju við værum að mótmæla - og spurðu hvar allir aðrir væru, hvers vegna fólk flykktist ekki út á göturnar! Við reyndum að útskýra það en nú hefur fólk loks flykkst út á göturnar -  það tók RÚV svona þrjár vikur að átta sig á því hvað var að gerast!

Þorgrímur Gestsson, 24.11.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, ég vil taka undir með Páli. Þorvaldur var afbragðsgóður enda kom fram tillaga um að hann tæki við stýrinu - en Össur vill hann í Seðlabankann. Ég myndi samþykkja hvort sem er. Jú, hann líkist föður sínum nokkuð og ekki má gleyma bróður hans, Vilmundi, sem staldraði allt of stutt við hér í heimi.

Þorgrímur Gestsson, 24.11.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, þetta var merkilegur fundur. Og gaman að sjá og heyra að stöðugt kemur nýtt fólk fram á sjónarsviðið sem ekki hefur áður náð athygli fjölmiðla. Það þarf að fara að hugsa lýðræðisskipan okkar upp á nýtt.

María Kristjánsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband