Spilling- spilling-spilling-heimska?

Það er óskaplegt að horfa á norska Kompásinn.  Hvernig stóð á því að allir helstu bankastjórar landsins láta viðskiptamann Jón Ásgeir bjóða sér í fylleríisferð til Flórída – í listisnekkju  þar. Þessir menn lifa ekki í tómarúmi. Er íslenskt þjóðfélag svona gjörspillt – eða var þetta allt saman lygi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Og Þetta er ekki búið enn.

Heidi Strand, 25.11.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Johnny Bravo

Þetta er nú gamlar fréttir,

hefur ekki lesið baugsmalid.is í einn dag.

Johnny Bravo, 25.11.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sævar Helgason

Og allt byrjaði þetta með kvótaglæpnum- þegar fáum útvöldum voru færð fiskimið þjóðarinnar - að gjöf. 100 milljarða verðmæti/ári . Siðspillingin hófst . Þar næst voru bankarnir gefnir vildarvinum og ýmis smærri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið t.d Síminn. Og fáeinir fengu að hirða SÍS góssið. Ýmsir sparisjóðir voru yfirteknir með svindlbraski. Reynt var að hirða af okkur orkulindirnar með REI málinu en mistókst. Og nú er allt í rúst hjá okkur-efnahagshrun-bankahrun og hrunið stjórnmálalíf. Og heimili og fyrirtæki á vonarvöl- bráðum.

Það sannast hið fornkveðna: Illur fengur illa forgengur.

Sævar Helgason, 25.11.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, ég vissi þetta reyndar - þetta var svona andvarp á prenti! kv. B

Baldur Kristjánsson, 25.11.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Púff....og er ekki vitleysan enn í gangi ?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband