Af bók Bjarna og helgöngu Framsóknar!

Bjarni segir engar fréttir.  Það var hópur manna sem réði í flokknum þó hann væri ekki kjörinn til þess. Þannig held ég að sé í gömlum flokkum.  Valdið liggur bak við fomlegar valdastofnanir og því aðeins verða menn langlífir í hinum formlegu valdastofnunum að þeir þóknist því. Allt er þetta í samræmi við stjórnmálakenningar. Hjá Framsókn voru miðstjórnarfundir samkomur sem engu réðu.  Forystumenn útskýrðu málin og lögðu línur og hlustuðu góðhjartaðir á fólk sem var ekki í þessu dags daglega og var þess vegna ósannfærandi gagnvart þeim sem allt vissu.

Undantekning frá þessu var miðstjórnarfundur um kvótamál en nefnd hafði verið starfandi sem vildi gera vissar breytingar. Þetta var árið 2004, minnir mig.  Nú brá svo við að mættir voru menn sem aldrei sáust ella, héldu miklar ræður til varnar óbreyttu kerfi  og kæfðu alla viðleitni til breytinga á kerfinu.  Þarna voru valdamennirnir mættir, hluti þeirra.

Kvótakerfið var upphaf að helgöngu Framsóknar. Þá færðist valdið úr þingflokksherberginu yfir í bakherbergin – valdið liggur jú þar sem peningarnir eru. Þetta leit vel út fyrst – en smám saman færði kvótinn sig yfir á hinn stjórnarflokkinn og Framsókn gat ekki keypt sér sigur í kosningunum 2007 eins og hún gat fjórum árum fyrr.  Valdið hélst þó áfram í fallegum skrifstofum nýríkra.

Íraksstríðið gekk svo endanlega frá flokknum.

Það  mátti það alltaf liggja í augum uppi að Bjarni Harðarson væri of sjálfstætt fyrirbrigði til þess að þrífast í þessu umhverfi.  Það verður gaman að lesa bókina hans. Ég bið hann um að senda mér eintak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Áhugavert blogg hjá þér -> horfum á stóru myndina.

Jón Finnbogason, 26.11.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll

Hugsanlega var þetta rétt hjá þér, en það er það ekki lengur. Síðasti miðstjórnarfundur er einmitt dæmi um að grasrótin tali skýrt og farið séð eftir því.

Skora á þig að koma til liðs við okkur við enduruppbyggingu flokksins og Íslands.

Gestur Guðjónsson, 26.11.2008 kl. 11:14

3 identicon

Það eru "klíkur" eða hópar í öllum stjórnmálaflokkum.  Vinir og félagar sem deila skoðunum og tala fyrir sömu sjónarmiðum.  Það að verja ákveðna hagsmuni er ekki spilling heldur sjálfsögð réttindi þeirra sem telja viðkomandi hagsmuni horfa til heilla fyrir heildina.

Þegar menn koma hér fram og dæma framsóknarmenn sem tala fyrir sínum skoðunum sem spillta og flokkseigendur tel ég eftir áratuga starf í flokknum það ekki gefa rétta mynd.   Í framsóknarflokknum er tekist á um menn og málefni og síðasti miðstjórnarfundur er talandi dæmi um það.   

Það er undarlegt að þeir sem hafa kosið að yfirgefa flokkinn og finna sjónarmiðum sínum annan farveg eru meira uppteknir af því að rífa niður það starf sem þeir tóku þátt í en að láta að sér kveða á nýjum vettvangi.

Ég hef oft orðið undir í baráttu um menn á málefni í framsóknarflokknum en hef ekki bugast og horfið á braut heldur haldið áfram að tala fyrir minni sannfæringu.  Dropinn holar steininn í þessum efnum eins og öðrum. 

Baldur þú ert mjög upptekinn af framsóknarflokknum og ég skora á þig að koma nú aftur til liðs við flokkinn og taka þátt í byggja upp flokk sem sækir sterkur til framtíðar.   Þú hefur miklu meiri áhrif á flokkinn innan hans en utan.

GVald (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:15

4 identicon

Bjarni greyið er að auglýsa hundleiðinlegt „greinasafn“ eftir sjálfan sig. Bjarna fyrirgefst það að misnota Kastljós RÚV í markaðssetningunni . 

Hann er hinsvegar ekki samkvæmur sjálfum sér eins og oft áður samkvæmt fréttablaðinu í dag

„Í viðtali við Fréttablaðið eftir alþingiskosningar 2007 hafði Bjarni aðra sögu að segja. Um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk sagði hann: „Þó svo að ég telji að mörgu leyti hag Framsóknarflokksins betur borgið utan þeirrar stjórnar, þá gerði ég mönnum ljóst að ef til þessa stjórnarsamstarfs kæmi stæði ég með því."

kj (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Tek undir með Gesti. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að innan Framsóknar er ólíkt fólk eins og í öðrum flokkum. Innan hans er mjög öflug grasrót sem ekki má gleymast og ungt fólk sem þræðir heiðarleika og traust sem rauðan þráð í starf sitt og hugsjónir. Við ætlum að horfa fram á veginn og byggja upp betra stjórnarfar.

Kristbjörg Þórisdóttir, 26.11.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Örugglega eru klíkur eða öfl bak við tjöldin í öllum flokkum sem stjórna ótrúlega miklu o.s.frv.

Vandamálið með Framsókn var bara að klíkan sem náði völdum var svo langt frá því sem allir gamaldags og efðbundnir framsóknarmenn stóðu fyrir.  Flokknum var breytt í útibú Sjálfsstæðisflokksins nánast.

Þar að auki kóuðu allir megin opinberir stólpar flokksins með breytingunum eða hinni nýju stefnu flokksins.  Vörðu útí eitt.

Smá saman gáfust menn uppá flokknum náttúrulega þar sem hann augljóslega stóð ekki lengur fyrir hefðbundna framsóknarstefnu.

Vandamálið sem ég sé núna er - að engin merki eru um að nokkrar róttækar breytingar verði á stefnunni sem mótuð var á síðustu árum.  Eg get ekki séð það.  Einhverjir strákpjakkar sem hafa ekki einu sinni lesið stafkrók eftir Jónas frá Hriflu nefndir til sögunnar sem leiðandi öfl.

Nei, þetta lítur ekki vel út hjá flokknum. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 11:48

7 identicon

Kristbjörg mín!

Við súpum nú seyðið af þeim eiturjurtum sem vaxið hafa í túni flokksins undanfarin ár.Af einhverjum ásæðum kemur fram á erfiðleikatímum hin svokallaða "grasrót"ásem segist vera "fólk eins og í öðrum flokkum"en eftir kosningar sjáum við Valgerði Sverrisdóttur,Björn Inga Hummerskara og Pókerfeisið. Bakvið standa svo siðlausir gróðapungar og eiginhagsmunapotarar

Malbik yfir blettinn!

Þórarinn St (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:50

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þórarinn, hver er það sem þú kallar Pókerfeisið? Næ því ekki...

Er ekki Bingi alveg "át" eða á hann endurkomu auðið, haldið þið?

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:17

9 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Tek undir ákall til þín Baldur um að koma aftur. Unga fólkið í flokknum þarf á leiðsögn þinni að halda. Endurnýjunin er í gangi og það sér hver maður að nú eru tímar tækifæra og endurreisnar fyrir flokkinn. Vertu með!

Stefán Bogi Sveinsson, 26.11.2008 kl. 16:31

10 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Blessaður Baldur ég vil biðja þig að taka Bjarna í nám í kristilegu siðgæði og kenna honum það vel að hann verði ekki sér til frekari skaða en orðið er hann hefur trúlega lesið og tileinkað sér tímabil Sturlunga helst til mikið og þarf með einhverjum hætti að komast nær tuttugustu öldinni hvað þá tuttugustu og fyrstu. Ég trúi því að hann geti numið þessi fræði hjá þér.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.11.2008 kl. 09:27

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Geri mitt besta.  Annars er Bjarni gáfaður þverhaus eins og við þekkjum.  Varðandi áköll til mín um að koma aftur er þetta að segja:  Ætli ég sé ekki best geymdur utangarðs úr þessu. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 10:10

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kreppukall, hver er hin sanna grasrót?

Baldur. Hliðið er ekki læst, snúist þér hugur.

Gestur Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband