Réttlátt þjóðfélag -takk!

Sé kenning John Rawls um réttlátt samfélag rétt rakin hjá mér gengur hún út á það að hugsaður hópur manna setjist niður og komi sér saman um skiptingu gæða í einu samfélagi.  Rawls gengur út frá því að fólk sé eigingjarnt. Þess vegna á enginn að vita hvaða hlutverk hann leikur í hinni nýju skipan. Enginn veit ekki hvort hún verður starfsmaður á leikskóla, kennari, lögregla eða bara forstjóri lífeyrissjóðs.

Grunnkenning Rawls er að gæðum í samfélagi ætti að dreifa jafnt, gæðum eins og frelsi, tækifærum og tekjum nema hvað að hygla ætti þeim sem hefðu það hvað lakast. Viti enginn um sína komandi stöðu mun hópurinn ekki þora öðru en að hafa samfélagið sæmilega réttlátt þ.e. dreifa gæðum nokkuð jafnt.

Nú legg ég til að þverskurður úr íslensku samfélagi, stjórnmálamenn, auðjöfrar, fiskvinnslumenn, bændur, öskukarlar og  kennarar, svona fjörtíu manna hópur verður lokaður inni og gert að setja niður frumreglur tekjuskiptingar og annars slíks í samfélaginu. Hlutkesti mun svo ráða því hvaða hlutverki hver og einn þeirra gegnir í hinu nýja samfélagi. Undir það skal þetta tilraunafólk ganga.  Ég trúi því að eiginhagsmunir fólksins muni verða til þess að réttur hinna lökust settu verði ekki fyrir borð borinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil er trú þín! Með litlu hyggur þú að hægt verði að virkja eigingirnina til góðra verka.

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband