Friðarbarátta- barátta gegn fátækt!

Ekta maður Martti Ahtisaari.  Ég horfði á athöfnina í kvöld í norska sjónvarpinu þegar hann tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Osló.  Í ræðu sinni lagði hann áherslu á að berjast yrði gegn fátækt í heiminum.  Það væri besta leiðin til að berjast fyrir friði.

Athisaari hefur áratuga feril sem diplómat, sendifulltrúi Sameinuðu Þjóðanna og sem forseti Finnlands. Hann leiddi samningasveit SÞ sem hjálpaði Namibíu til sjálfstæðis. Kom að lokafriðarsamningum í Kosovo og miðlaði málum í Indónesíu en þar höfðu stjórnvöld barist við Aceh skæruliða í þrjá áratugi.

Farsæll maður, látlaus, afalegur. Það er góð ára yfir Finnum í veröldinni um þessar mundir.  Þeir Finnar sem ég hef kynnst eru allir sérstakir menn, ekta menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Jóhannesson

Sammála þér Baldur um að Martti Ahtisaari er frábær maður. Ég horfði líka á þessa athöfn í norska sjónvarpinu í gær. Martti sagði m.a. að friður væri bara spurning um vilja. Það sem kom mér aftur á móti á óvart í gær varðandi friðarmálin var að næsti forseti BNA virðist ætla að hella sér út í stríðsreksturinn í Austurlöndum eins og fyrirrennari hans. Hann lofar Ísraelum stuðningi jafnvel þó þeir séu gráir fyrir járnum. Og með því að velja frú Clinton sem utanríkisráðherra er ekki á góðu von. Hún sagði reyndar í kosningabaráttunni að hún myndi kalla herinn heim frá Írak, en gerir hún það. Á sínum tíma var hún hlynt stríðsrekstrinum í Írak og studdi Bush í því máli!!

Svanur Jóhannesson, 11.12.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband