Þetta fólk á ekki pening!

Margir foreldrar eiga vart til hnífs og skeiðar. Það er algengt þar sem fyrirvinna er ein, veikindi hafa verið, ef um öryrkja er að ræða eða atvinnuleysi.  Margt af þessu fólki sem þessi lýsing gæti átt við er að borga af íbúð og bíl. það getur ekki minnkað við sig - nú selur enginn íbúð- það getur ekki selt bílinn- það selur enginn bíl.  Margt fólk sem svona er ástatt um á engan pening. Það eru ekki allir sem geta farið til mömmu og pabba og kirkjan eða Rauði Krossinn sjá ekki alla og hafa takmörkuð úrræði.

þessi staða bitnar á börnunum en hún má ekki bitna á börnum. Við viljum ekki sjá samfélag þar sem sum börn komast ekki í íþróttir, þar sem sum börn fá ekki skólamáltíðir.  Þess vegna verða sveitarfélög að halda þannig á málum að öll börn geti notið ofangrreinds og annarra sjálfsagðra og eðilegra hluta eftir einhverju því kerfi sem ekki kallar á stríðni, einelti eða sært stolt.  þetta hlýtur að vera forgangsverkefni í því árferði sem nú er.


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ignito

Quote: Við viljum ekki sjá samfélag þar sem sum börn komast ekki í íþróttir, þar sem sum börn fá ekki skólamáltíðir.

Því miður er þetta orðið staðreynd í þessu þjóðfélagi, þó misjafn sé milli bæjarfélaga, og hefur verið um tíma.  Fólk sker niður þar sem er hægt.  Það má líka bæta þarna inn enn fleiri atriðum sem foreldrar munu draga úr og þar á meðal er fatnaður og tannviðgerðir.

Alls ekki spennandi tímar framundan.

Ignito, 12.12.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Ragnheiður

Afar góð áminning en ég get laumað því að hér í svona framhjáhlaupi að ég var einmitt móðir sem ekki hafði tök á að senda börnin í neitt sem kostaði peninga.

Það skilur eftir sár á sálinni.

Ég hefði vísast ekki getað greitt fyrir slíkar skólamáltíðir...

hrollur yfir þessu bara

Ragnheiður , 12.12.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þetta er góður pistill hjá þér Baldur. En þá spyr ég, hvar á að byrja að halda utan um börnin okkar ? Hver ætlar að byrja ? Foreldrarnir sem eiga ekki til hnífs og skeiðar ? Ég hef þurft að berjast fyrir því að koma börnunum mínum áfram, búin að gera það í 10 ár. Ég átti ekki húsnæði, ég gat ekki séð þeim peningalega séð fyrir menntun og varla vasapenig. Dóttir mín er 23 ja ára í dag 13.des, hún er búin að vinna fyrir sjálfri sér frá því hún var 14 ára, ég gat veitt henni húsaskjól og mat.Í dag er hún að rembast við að klára stúdentinn, vinna fyrir sjálfri sér og borga af íbúðinni sinni. Sonur minn 20 ára, hann flosnaði upp úr skóla 17 ára. Hann vinnur fyrir sér í dag og er búinn að gera það síðan hann var 16 ára, hann dreymir um það að komast í skóla aftur. Ég er hamingjusöm yfir því hvað ég á heilbrigð og dugleg börn, og ég er ekki að kvarta og hef aldrei kvartað. Það hefur enginn spurt mig á þessum 10 árum hvernig ég eða börnin mín höfum það eða öllu heldur hvernig við komumst af. Það hefur alltaf verið þannig frá því að ég man eftir mér að fjölskyldur sem hafa lítið á milli handanna að moða úr, hafa virkilega þurft að berjast fyrir sínu. Það er ekkert að gerast núna á þessum krepputímum okkar í dag. En að sjálfsögðu þarf að hlúa vel að börnunum okkar og passa að þau verði ekki fyrir einelti og öðru slíku. Þess vegna spyr ég, HVAR Á AÐ BYRJA ?

Lifið heil.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég vil líka nefna það hér að ég á son sem er 29 ára í dag og fór af heiman 16 - 17 ára og hefur síðan þá séð fyrir sér sjálfur. Í dag á hann konu og 4 börn, yngsta barnið sem er stúlka fæddist 10.des, eða fyrir þrem dögum síðan og á að skýra hana í dag. Þessi fjölskylda þarf svo sannalega að berjast fyrir sínu í dag. Ég dáist af því hvað þau eru dugleg að halda sér á floti á þessum krepputíma, en það má ekkert útaf bregða hjá þeim.

Enn og aftur, lifið heil.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Nokkur orð hér í viðbót þar sem ég sé að enginn hefur tjáð sig eftir að ég tjáði mig hér. Ég vil bara benda á það að vissulega kreppir enn meira að hjá þeim sem lítinn pening hafa í dag, en það er ekki að gerast í fyrsta sinn á Íslandi að stór fjöldi fólks hefur lítið á milli handanna. Það sem pirrar mig mest að það tala allir um að það verði að hugsa vel um og hjálpa þessu fólki, en... enginn byrjar að taka á því. -  Skírnin gekk vel i gær. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband