Ný gömul ríkisstjórn hugsanleg?!

Stjórnarskipti gætu orðið á einni nóttu eftir að Ingibjörg Sólrún rauf friðinn í vikulokum Útvarps. Gleymum því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsóknarflokknum.  Nú er Bjarni Harðar farinn af þingi en hann var eini þingmaður Framsóknar sem stóð í vegi fyrir áframhaldandi samstarfi flokkannna eftir síðustu kosningar.  Þessir flokkar hafa saman nauðsynlegan þingmeirihluta og svo er Kristinn H. Gunnarsson ekki langt undan. Eftir síðustu kosningar stóð til að Jónína Bjartmarz og Jón Sigurðsson sem hvorugt náði kjöri til þings yrði ráðherrar.  Nú yrði Páli Magnússyni og Jóni Sigurðssyni kippt upp í ráðherrastól -jafnvel Guðna Ágústssyni.  Framsókn hefur engu að tapa á landsvísu frekar en í Reykjavík og víðar þar sem flokkurinn hefur hoppað upp í.  Slík stjórn gæfi Sjálfstæðisflokknum nauðsynlegan þriggja ára tíma til að ná áttum og byggja sig upp.  Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sakna samstarfsins við Framsókn sem þeir segja að hafi verið miklu þægilegra en núverandi samstarf sem nota bene hefur ekki skilað neinni stefnubreytingu ef marka má orð Ingibjargar í nefndum þætti þeim að hrunið sýndi gjaldþrot efnahagsstefnu síðustu tólf ára. Það er alveg rétt athugað. Sjálfstæðisflokkurinn ræður enn öllu sem máli skiptir og hagar sér líka þannig.
mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þögli meirihlutinn

Sú stjórn hefði nú ekki stuðning okkar meirihluta íslendinga. En það er nú ekk eins og það hafa skipt framsóknarflokkin máli hingað til, valdfíknin og spillingin er svo geigvænleg.

Þögli meirihlutinn, 13.12.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Sævar Helgason

Ef þannig ríkisstjórn yrði mynduð á örskotsstundu og án kosninga- þá er hætt við að hin nú friðsömu mótmæli gegn núverandi stjórnmálaástandi og stjórnkerfi - yrðu að miklu ófriðarbáli. Hver vill axla þá ábyrgð ? Og í hvaða tilgangi ? Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur - saman, eiga nokkurn trúnað inni hjá þjóðinni - eftir hrun...

Sævar Helgason, 13.12.2008 kl. 20:37

3 identicon

Ég held að Ingibjör Sólrún sé með orðum sínum að bergmála það sem sagt er í flokki hennar. Samfylkingin er ekki, getur ekki verið eins og einn maður, einn stuðningsmaður þessarar stjórnar. Hefur ekkert með hennar persónu eða hennar skoðanir að gera.

Vilji Framsóknarforysta taka við kefli kasti Samfylking því, þá leyfi ég mér að efast að hún geri það af heilum og óskiptum hug. Það þarf nokkuð sterk bein til að vera í samstarfi við xD núna. Það þarf svolítið sterk bein og slæma sjón til að vera Sjálfstæðismaður núna - þegar Gunnlaugur Þór lætur hafa eftir sér að honum hugnist ekki þessi mótmælaalda sem ríður yfir landið.

Fólk sem neitar að horfast í augu við reiði viðmælenda sinna verður annað hvort að hafa skaplyndi og kennivald Pollýönnu eða vera á massífu afneitunartrippi. Ingibjörg Sólrún er nógu heiðarleg til að koma þeirri skynjun í orð. Aumingja Sjálfstæðismennirnir sem gera það ekki, skv. tilskipun frá ég-veit-ekki-hverjum.

Feigum verður ekki forðað.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég veit ekki hvort er ástæða til að hafa áhyggjur af því- er Samfylkingin eitthvað skárri en Framsóknarflokkurinn var - í þessari stjórn?  Framsóknarflokkurinn varði a.m.þ, heilbrigðismálin og íbúðarlánasjóð. Hvern ver Samfylkingin? Og hvers vegna ætli óánægjusjálfstæðisflokksfylgið flýji til Samfylkingarinnar? Er nokkur sjens á vinstristjórn í þessu landi? Er ekki markaðurinn bara búinn að heilaþvo stóran hluta þjóðarinnar? Og sérstaklega ráðandi hópinn í Samfylkingunni?

María Kristjánsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar kom í ljós að framsókn var hvervetna til í samstarf með íhaldinu. Þá varð stil þessi staka um madame framsókn.

Uppí rúmið ætlar sér

unaðsstunda njóta fljótt.

Sómafljóðið sýnist mér

svæsna hafa brókarsótt.

Sigurður Sveinsson, 14.12.2008 kl. 05:34

6 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Forysta Sjálfstæðisflokksins er byrjuð að móta niðurstöður landsfundarins. Línan er: Við sækjum um aðild að ESB á okkar forsendum.

Ótrúlega stór hópur fólks trúir blint og samþykkir allt sem frá Valhöll kemur.

Jón Ragnar Björnsson, 14.12.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband