Lokar Ísland á Evrópuráðið?

Nú ætlar Evrópuráðið að skoða framkomu Breta í okkar garð í mannréttindanefndum sínum.  Það hefur að vísu ekkert yfirráðavald en það hefur áhrifavald. Evrópuráðið er helsti framvörður mannréttinda í Evrópu.  Þið vitið væntanlega að við erum að loka skrifstofu okkar hjá Evrópuráðinu í Strassborg.  Þarna hafa unnið tveir til þrír Íslendingar við að tryggja tengslin við þetta eitt helsta mannréttindabatterí heimsins sem hlustar nú á rödd okkar og hefur alltaf gert.

Hér fyrir neðan endurbirti í gamla færslu.

Evrópuráðið er 60 ára árið 2009 og var tilgangur þess að skapa samstöðu aðildarríkjanna. Meginmarkmið er barátta fyrir mannréttindum og lýðræði og réttlátum lögum.  Í Evrópuráðinu eru 47 þjóðir þar sem búa um 800 miljónir manna. Hápunktar í starfi ráðsins er Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindadómstóllinn, þessi sem Íslendingar ætla að skjóta máli sínu gegn Bretum til. Mannréttindadómstóllinn byggir dóma sína á á Mannréttindasáttmála Evrópu og viðaukum við hann sérstaklega 1. grein viðauka nr. 12 sem bannar alla mismunum. Íslendingar skrifuðu undir þann viðauka en eru í hópi þeirra þjóða sem hafa ekki staðfest hann. Hingað til hafa íslenskir einstaklingar notið góðs af úrskurðum dómsstólsins.  Ekki er mikil ástæða til þess að ætla að hann sinni erindi íslensku ríkisstjórnarinnar eins og Björg Thorarenssen hefur bent á.

Ég hef það á tilfinningunni að Íslendingar séu í hópi þeirra þjóða sem hafa ekki stutt dómstólinn of vel.  Hann á við fjársvelti að stríða.  Mörg hundruð mál (ef ekki mörg þúsund) bíða þess að verða tekin fyrir.

Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Við höfum rekið sendiráðsskrifstofu í Strassborg en þar eru höfuðstöðvar Evrópuráðsins. Nú stendur til að loka henni vegna hrunsins.  Mannréttindastarf er alltaf fyrst á höggstokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Evrópuráðið er sú stofnin sem venjulegum Íslendingi ætti að þykja vænst um. Mannréttindadómstóll Evrópu hjó fyrsta opið í sjálfstæðismúr Íslands.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.1.2009 kl. 13:39

2 identicon

Já, það og norræna samvinnan. Hæfilega stórar einingar, samvinna á sviði mennta, mannrettinda, íþrótta og æskulýðs. Virðist ekki vera stórmál eða ljóma af gulli en hefur sitt að segja. Merkilegt hvað íslensk stjórnvöld eru upptekin af "stóru" málunum, áli, ESB, hernaðarsamvinnu ... og horfir framhjá litlu sprotunum sem geta breytt öllu fyrir okkur - til hins betra.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: Lýður Pálsson

Sæll Baldur. Hvað varð um bloggfærsluna góðu um Guðmund Steingrímsson? Var mig að dreyma hana? kv. Lýður

Lýður Pálsson, 12.1.2009 kl. 02:11

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Lýður! Mér fannst hún ekki nógu góð og vildi frekar hafa Evrópuráðið á frontinum. kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband