Hvar eru hugmyndirnar um nýtt og betra Ísland?
12.2.2009 | 17:00
Ástandið er grafalvarlegt. Þegar er grátið á mörgum heimilum. Þess vegna verða þingmenn að láta af karpi. Við hér stöndum með stjórninni í tilraunum hennar til að koma okkur af stað upp úr kviksyndinu. Þeir sem nú eru í stjórnarandstöðu hafa fengið ærin tækifæri og ættu að sjá sóma sinn í að gefa þeim sem við tóku smá frið. Og hvar er undirbúningur að nýjum framboðum? Hvar eru allar hugmyndirnar um nýtt og betra Ísland? Ísland sem ekki verður heltekið af foringjadýrkun, flokksræði og hagsmunastjórnmálum. Mér sýnist þetta allt vera að falla í gamalkunnan farveg.
Niðursveiflan meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Baldur; við eigum verk að vinna við tiltekina í flokki/flokkum jafnaðarmanna og félagshyggjufólksins.
N'u þarf bæði nýja sýn, róttækari lausnir og nýtt fólk í framlínuna til fylgja umbreytingunni eftir.
Hef áhyggjur af því hversu margt af Samfylkingarfólkinu er forkemmt af samsetunni með Sjálfstæðisflokknum - nær allir ráðherrar fv. ríkisstjórnar og þingflokkurinn meira og minna allur -
Við þurfum þess vegna að skipta inná - óþreyttu fólki sem veit á "hvort markið" menn vilja spila: Með félagshyggju og lýðræði og réttlæti og á móti auðræðinu eða auðhelsinu eins og Stebbi-Valdi kallar það
Benedikt Sigurðarson, 12.2.2009 kl. 17:28
Sammála
ASE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:57
Tek heils hugar undir þessu slagorð sem Benedikt hefur yfir. Það hrópa allir eftir réttlæti, lýðræði og að menn vinni saman. Vinstri menn hafa ekki einkarétt á þessum orðum því hver einn maður sem andann dregur og horfir til framtíðar þráir þetta eitt. Gjaldfellið ekki þessa hugsjón með sleggjudómum. Það bera allir ábyrgð í stóra gjaldþrotamálinu og ætla að klína því á ákveðna stjórnmálastefnu er einföld lausn og flótti frá raunveruleikanum. Einhver ágætur maður sagði að hann væri tilbúinn að deyja í baráttunni fyrir það að menn gætu sagt skoðun sína þó svo að hann væri ekki alltaf sammála. Ég veit ekki betur en Geir Haarde hafi sagt núverandi stjórn að sjálfstæðismenn styðji hana til allra góðra verka og er þá eitthvað að vanbúnaði að hefjast handa. Ég trúi Geir því allir sanngjarnir menn (konur eru líka menn) efast ekki um heilindi hans.
Jón Sigurðsson, 12.2.2009 kl. 21:09
Þetta er allt að falla í gamalkunnan farveg. Það er bara þannig. Þjóðin er einfaldlega ráðalaus og enginn flokkur öðrum betri í því. Meðan báturinn sekkur berjast bátsverjar innbyrðis. Þetta á eftir að verða skeflilegt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 23:56
Verður ekki stillt upp á lista hjá Framsókn á höfuðborgarsvæðinu ? Lýðræðisástin er ekki mikil hjá Framsóknarflokknum, ef þetta er rétt. Þetta fer allt í sama gamla slæma farið aftur, vitið þið til.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 13.2.2009 kl. 01:26
Auðvitað fer þetta í sama farið, hvernig á annað að vera eftir alla þessa áratugi með flokksveldi yfir okkur. Ætlaði einhver að breyta einhveju með patentlausnum?
365, 13.2.2009 kl. 09:33
Þessi bloggari virðist telja að stjórnvöld komi þá fyrst einhverju góðu til leiðar ef engin er andstaðan og gagnrýnin. Þetta er auðvitað gamansemi (svona í ljósi sögunnar) en er virkilega ástæða til að hafa landstjórnina í flimtingum á slíkum tímum?
nátthrafn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:58
Eitt í viðbót: þetta með grátinn er fráleitt. Bloggarinn lýsir gjarnan löndum sínum sem sískælandi aumingjum, en þannig eru Íslendingar bara ekki. Þeir eru skapstillt og æðrulaust fólk, það er inngróið í þjóðarsálina og beinlínis lágkúrulegt að halda öðru fram.
nátthrafn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:18
Það breytist ekkert raunverulega fyrr en við erum komin með skýra stjórnarskrá sem er "beitt eða breytt" en ekki látin hjá sitja á meðan persónuleikar fá að hamstra völd að lyst. Það er eina lögmæta leiðin til breytinga, allt annað er bara önnur tegund af spillingu.
Valan, 13.2.2009 kl. 11:53
Dritaðu önuglyndi þínu einhvers staðar annarsstaðar skapvondi nátthrafn. Vel siðað fólk er jákkvætt og kurteist. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.2.2009 kl. 15:20
Ja, sér er nú hver jákvæðnin í ummælum þínum um kjökrandi Íslendinga ellegar þá kurteisin sem sumir gestir þínir viðhafa um pólitíska andstæðinga. En hrafninn er floginn.
nátthrafn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:05
Nátthrafn, svartur skuggi hvílir yfir mörgum heimilum þessa dagana og fólk missterkt, sumir brotna og já, gráta í ráðleysi sínu meðan aðrir eru harðari af sér og bíta á jaxlinn. Fáir taka því samt létt að hafa verið rúnir inn að skinni og blekktir.
Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2009 kl. 16:45
Finnst ekki að allir beri ábyrgð í stóra gjaldþrotamálinu Jón. Ekki þeir sem hvorki eyddu né stýrðu landinu á hvolf.
Fullt af fólki grætur nátthrafn og sumt fólk er jú sískælandi. En þar sem þú ert floginn lestu þetta kannski ekki. Með fullri virðingu.
Flokkavaldið þarf að víkja. Ef ekki, kýs ég ekki. Og þurfum að taka upp sterkan gjaldmiðil eins og dollar.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:32
Það er undarleg söguskýring hjá honum Jóni, að ætla að hengja skömmina af ruglinu í stjórn landsins í áraraðir á alla landsmenn? Er ekki hægt að vera sammála um að þeir sem fóru með völdin og stýrðu skútunni raunverulega í þessar ógöngur beri ábyrgðina?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.2.2009 kl. 19:00
Ekki get ég fundið nein önnur rök Hafsteinn og er sammála. Ég er búin að fá leið á að heyra hvað´við´eyddum þó´við´kannski eyddum litlu, svo framarlega sem það er hægt í okurlandi. Fásinna að saka alla landsmenn um það sem glæframenn og pólitíkusar ollu.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.