Hið félagslega taumhald!
15.2.2009 | 14:39
Siðrof er þegar viðmið samfélagsins veikjast og hverfa. Það er ekki nokkur vafi að það hefur orðið siðrof í íslensku samfélagi eins og Stefán Einar bendir á í Silfri Egils. Egill er duglegur við að draga fram fólk sem hefur gríðarlega margt mikilvægt til málanna að leggja og gerir það vel. Hefur miklu meira til málanna að leggja heldur en hinir hefðbundu álitsgjafar innanúr flokkunum og kemur á daginn að voru ekkert sérstakir og höfðu auðvitað fyrst og fremst það dulda hlutverk að hafa félagslegt taumhald á liðinu. Við hrunið slaknaði á hinu félagslega taumhaldi sem sérhvert samfélag stundar til þess að skapa reglu og festu og forðast byltingu og við þurfum að vera á verði þegar reynt verður að taka í tauminn. Við finnum þegar tekið verður í tauminn því að þá verðum við sár í munnvikunum og þögnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er vert til umhugsunar. Efla fjölbreytileikann sem temprar klisjukennda flokkapólitík. Nú vil ég sjá að flokkar hafi þor til að bjóða upp á persónukjör. Færa meiri völd inn í kjörklefann frá auglýsingamennsku og smölun prófkjöra eða sýndarlýðræði uppstillinganefnda flokkseigenda. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 16.2.2009 kl. 13:30
Satt, það hefur orðið siðrof í samfélaginu, þótt í veikri mynd. Þetta er skýrast í afstöðu stjórnmálamanna til fólksins í landinu. Fjármálafólk og stjórnmálamenn hafa fjarlægst raunveruleika fólksins, hafa fjarlægst hið raunverulega lífið og í sumum tilfellum tekið að sýna andúð á fólkinu. Fólkið er núorðið óþekkt stærð og þar með óþægilegt í sambandi viðskiptalífs og stjórnmála. EN það gleymist að fólkið er UNDIRSTAÐAN.
SIÐROFIÐ (anomie) sem Émile Durkheim gamli kallaði það, hefur skapast í þeim geira sem kalla má "nómenklátúra Íslands" eða í stjórnvalds- og fjármálageira landsins, sem birtist helst í andúð og fyrirlitningu á þjóðinni, fólkinu í landinu.
Baldur Gautur Baldursson, 16.2.2009 kl. 16:06
Sæll Baldur, Þetta eru skemmtilega pælingar.
Mannst þú þegar afhelgunin fór á túrbóhraða um lönd og álfur?
Þá var mikið um það rætt, að minnsta kosti í Svíþjóð þar sem ég var '66-'67, að það gæti komið til siðrofs eftir tvær til þrjár kynslóðir þegar félagslegt taumhald hinna kristnu gilda hefði slaknað.
Svo finnst mér líka forvitnilegt að hugsa þetta líka útfrá því hvernig okkar kynslóð hefur að einhverju leiti brugðist við að kenna það sem kreppukynslóðin sem ól mörg okkar upp innrætti okkur þ.e. hagsýni, nýtni, sparnað og að vera grandvör.
Allt kemur þetta svo sennilega við hjá Durkheim og Kalvin, en það finnst mér síður spennandi en að fylgjast með því sem er að gerast hér og nú.
Annars er gaman að fylgjast með fólki sem er að rifja upp hvernig best er að bregðast við því að hafa lítið milli handanna.
Bestu kveðjur, H.P
Hólmfríður Pétursdóttirf (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.