Glæpamenn!

Það hefur komið fram, nú síðast bendir Margeir Pétursson á  það,  að bankarnir héldu uppi verði hlutabréfa í þeim sjálfum með eigin fé og villtu þannig um fyrir venjulegum fjárfestum, stórum sem smáum.  Varðar þetta ekki við lög?  Er þetta ekki glæpsamlegt?  Geta menn sem töpuðu og missti sitt eða hluta af sínu ríkir sem fátækir ekki sótt rétt sinn.  Fengið þessa menn dæmda?  Eiga eignir þessara manna ekki að ganga upp í skaðann?  Hver er munurinn á þessu og framferði yfirmanna Enron?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þarna þarf settur sérstakur saksóknari að rannska strax og á sem fljótasta máta ,þarna er jafnvel kominn grundvöllur til að kyrrsetja eignir .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.2.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Sævar Helgason

Einhverra hluta vegna leiðir hnupl á sláturskepp úr stórmarkaði sterkari viðbrögð réttargæslukefisins - en hnupl á hundruðum eða þúsund milljörðum í bankakefinu.  Eða svo finnst mér.

Sævar Helgason, 22.2.2009 kl. 13:56

3 identicon

Það er ekki eins og þetta sé einhver ný frétt þó maður með talsverða viðringu tali um þetta.

 T.d. Voru "lán" til starfsmanna KB (50MA nóg til að klára tónlistarhúsið þrisvar!!) liður í því að hækka verðgildi hlutabréfa  í KB þessvegna tóku yfirmenn þá ákvörðun að fella niður ábyrgðir til þess að starfsmennirir seldu ekki bréfin "sín" þannig að hlutabréfa verð myndi falla.

Fyrir utan öll gervi fyrirtækin sem stofnuð í þeim tilgangi einum að versla með bréf í sjálfum sér og auðvitað er þetta glæpsamlegt það er löngu vitað, það bara vill enginn gera neitt í neinu.

Þess til sönnunar er  hér grein úr lögum  um hlutafélög 

"154. gr. Hver sá sem vísvitandi ber út rangar frásagnir eða með öðrum samsvarandi hætti skapar rangar hugmyndir um hag hlutafélags eða annað er það varðar, þannig að áhrif geti haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu, skal sæta sektum …1) eða fangelsi, allt að tveimur árum. "

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:58

4 identicon

Munurinn á þessu hjá okkur og hjá Bandaríkjamönnum er sá að hér eru reglur og lög þannig að erfitt er að sakfella menn fyrir svona gjörninga. Í Bandaríkjunum, landi frelsis og öfagahægrimennsku eru strangari reglur en á litla Íslandi, sem segir okkur að Ísland er og hefur verið eitt öfgafyllsta dæmið um hægri öfgamennsku í heiminum. Hér fékk frjálshyggjan að leika lausum hala, algjörlega.

Valsól (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:17

5 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

"ÞÚ SKALT EKKI BERA LJÚGVITNI GEGN NÁUNGA ÞÍNUM".  Þannig hjóðar 8. boðorðið sem sr. Baldur brýtur svo greinilega með þessari færslu sinni.

Kirkjufaðirinn Lúther sagði svo um þetta boðorð:  "Við eigum að óttast og elska Guð, svo að vér eigi ljúgum ranglega á náunga vorn, svíkjum hann, baktölum né ófrægjum, heldur afsökum hann, tölum vel um hann og færum allt til betra vegar".

Þetta ætti ekki að vefjast fyrir vígðum manni sem gegnir opinberri trúnaðarstöðu í þokkabót og þiggur laun fyrir.  Samt sem áður líkir þú fólki úti í bæ við dæmda fjárglæframenn í Bandaríkjunum.

Hvort erut pólitíkus eða prestur, Baldur minn?  Þarftu ekki að fara að gera það upp við þig?

Valdimar Hreiðarsson, 23.2.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Er ekki allt í góðu þarna fyrir vestan?  kv. B

Baldur Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Ekki ætla ég þér, sjálfum fyrrum biskupsritara og núverandi sóknarpresti og þá væntanlega sæmilega þroskaðuðum manni, að skilja spurningu þína á nokkurn annan hátt en þann að þú sért að spyrja almæltra tíðinda héðan að vestan.  Hér er allt í allgóðu lagi, fiskast sæmilega þá er gefur og heilsufar sæmilegt utan þess að flensa hefur nokkuð verið að stinga sér niður.

Annað sem skyggir á er að atvinnuleysi hefur færst nokkuð í vöxt.   Líka hefur sést til pólitíkusa á sveimi hér undanfarið.   Telja gamlir þulir að það boði harðindi enda pólitíkin aldrei verið talin góð tík þó hún sé geltin.  Var talið vont að vera bitin af pólitíkinni og þótti gróa seint og illa af bitum hennar og jafnvel sagt að stundum greri aldrei um heilt.

Kveðja, Valdimar

Valdimar Hreiðarsson, 23.2.2009 kl. 16:36

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka þér fyrir Valdimar!  Mér þótti þú bara svo uppstökkslegur við mifg í fyrra kommenti mínu að það fór um mig. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 16:46

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég ætla að svara þér betur.  Í pistli mínum gríp ég þráðinn frá Margeri Péturssyni.  Hann er líka ritaður í ljósi málflutning Atla Gíslasonar í Silfri Egils.  Í pistlinum er spurt spurninga sem brenna á vörum tugþúsunda íslendinga. Í fullri alvöru. Mér finnst margt af því sem hefur komið fram glæpsamlegt. T.d. hvernig hlutabréfi var haldið uppi með blöffi.  Hvernig peningarnir streymdu úr bönkunum á síðustu dögum - hvernig einn maður fékk hundað og sjö milljarða yfirdrátt. Hvernig menn stofnuðu félög til að leyna eignaraðild. Hvernig menn fluttu peninga í skattaskjól. Sjái ég mann rífa peninga af gamalli konu þá kalla ég þjófur -þó hann hafi ekki farið í gegnum dómskerfið.  Með sama hætti fæ ég ekki betur séð en að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað og er ófeiminn við að nefna það.  og ég fæ ekki séð eftir að hafa horft á tvo þærtti um Enron málið að nokkur munur sé á því sem gerðist þar og því sem gerðist hér. Eiga prestar að þegja - ég reikna með að þú viljir að þeir fjalli ekki um þetta á stól - en mega þeir ekki tala um þetta á heima hjá sér. Á fundum, á bloggi, í greinum. Eiga þeir bara að afsaka, færa allt til betri vegar? Hvers konar menn værum við þá?

Svo kann ég ekki við að dregið sé í efa af kollega að ég sé pólitíkus frekar en prestur. Þar þykist ég skynja rógborinn málflutning í minn garð sem ekki er þér sæmandi.

Baldur Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 17:15

10 identicon

Ég var hissa á ofanverðum skrifum Valdimars.  Ýmsum finnst að glæpir hafi verið framdir þarna og þ.a.l. stórglæpamenn valsandi frjálsir um.  Enda svöruðu nokkrir að ofan og fullt af fólki hefur komið fram opinberlega og lýst svipuðum/sömu skoðunum.  Get ekki séð að neinn munur sé þarna og á Enron málinu.  Lögin í landinu eru veik og dómar gegn glæpamönnum of vægir.  Og óþarfi að lýsa Baldri sem lygara, og það opinberlega.  Og af hverju ætti hann að þegja?  Hann er einn af okkur borgurunum þó hann sé prestur. 

EE elle (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:31

11 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Þú ert heldur hörundsár, Baldur, þegar kemur að þér og þinni persónu.  Þér finnst það rógur þegar spurt er hvort þú ert heldur prestur eða pólitíkus en þér flökrar ekkert við að kalla ákveðinn hóp samborgara okkar glæpamenn þó svo að enginn dómur hafi verið birtur þeim né ákæra gefin út!  Er þetta ekki tvöfalt siðgæði? 

Auðvitað á að rannsaka til hlítar aðdraganda hrunsins og kalla seka til ábyrgðar.  Sennilega var hrunið orðið staðreynd þegar um áramótin 2008-2009 en fólk reyndi hvað það gat til að spyrna við fótum.  Auðvelt er að gagnrýna eftir á þá sem stóðu í eldlínunni og kalla þá ónefnum.  Hins vegar held ég að enginn hafi vísvitandi verið að brjóta lög heldur hafi fólk öllu fremur staðið í ströngu við að halda skútunni á kili.  Hver vildi verða fyrstur til að hengja bjölluna á köttinn og ganga fram fyrir skjöldu og segja að allt væri búið?  Væri sá aðili ekki kallaður þjóðníðingur í dag? 

Þegar litið er til baka er sjón okkar hnífskörp.  Er ekki best að fela réttarkerfinu okkar að rannsaka þessa hluti og draga þá til ábyrgðar sem sekir eru í stað þess að gera hróp að fólki og bera upp á það sakir sem eflaust munu falla dauðar og ómerkar í mörgum tilvikum.  Auðvitað eigum við að fylgja eftir kröfu um vandaða og réttláta málsmeðferð en það er einfaldlega rangt að gera það með þeim hætti sem hér hefur verið lýst.

Einhver ómerkingur (EE elle) spyr hvers vegna sr. Baldur eigi að þegja.  Ég var ekki að biðja hann um að þegja, ég var að biðja hann um að dæma ekki fyrirfram sem hann greinilega gerði þegar hann setur sem fyrirsögn færslu sinnar þessi orð:  Glæpamenn!   Og samhengið styður þessa fullyrðingu mína.

Einu megum við ekki gleyma og það er það að allir eiga fjölskyldur og ástvini sem þjást þegar að þeim er vegið með óvægnum og miskunnarlausum hætti eins og séra Baldri virðist svo einkar lagið.  Kannske er þetta bara allt saman í besta lagi, en mér líkar það ekki.

Valdimar Hreiðarsson, 25.2.2009 kl. 10:56

12 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

LEIÐRÉTTING:  Í færslu minni hér að ofan meina ég að sjálfsögðu áramótin 2007-2008.  Afsakið þetta!

Valdimar Hreiðarsson, 25.2.2009 kl. 10:57

13 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er allt í góðu!  Ég get alveg fallist á það að spurningamerki hefði mátt fylgja fyrirsögninni.  En pistillinn var augljóslega stílaður til þeirra sem keyrðu upp með vafasömum hætti svo ekki sé meira sagt hlutabréfaverð og/eða hafa flutt peninga í skattaskjól.  Aðrir taka þetta nú ekki til sín. Ég endurtek aðeins: Sjái maður mann stela tösku af gamalli konu má maður þá hrópa þjófur, þjófur eða á maður að bíða eftir því að hann verði dæmdur og hver á þá að eltann og handtka hann?  kv. vestur. B

Baldur Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 11:06

14 identicon

Valdimar

"Hins vegar held ég að enginn hafi vísvitandi verið að brjóta lög heldur hafi fólk öllu fremur staðið í ströngu við að halda skútunni á kili".  Vissulega var fullt af fólki sem stóð í ströngu við að halda skútunni á kili.  En ekki þeir sem höguðu sér eins og Enron glæframenn og/eða glæpamnenn.  Stingdu höfðinu niður í sandinn ef þú vilt og kallaðu fólk lygara og ómerkinga og öðru ljótu eins og að ofan.              

EE elle (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:31

15 identicon

Og fólk var ekki að kalla mennina sem stóðu að björgun bankanna og ríkissjóðs glæpamenn.  

EE elle (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 00:11

16 identicon

Einhver lýður flutti milljarða út úr landinu okkar og kom fjölda fjöldkyldna og fyrirtækja í gjaldþrot.  Fólk talar oft um glæpamennina sem ollu vanda þeirra, sem eðlilegt er.  Fólk er reitt, það hefur sumt tapað aleigunni og á ekki lengur þak yfir höfuð sitt og barna sinna.  Kemur Valdimar inn og tekur fólk á teppið fyrir að nota orðið "glæpamenn".   Og af því að honum líkar það ekki.  Mér LÍKAR ÞAÐ EKKI.

Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 01:07

17 identicon

Átti að vera "fjölskyldna"

Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 01:14

18 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

 Sæll Baldur:  Málið er það að þú hefur aldrei séð mann stela tösku af gamalli konu.  Þess vegna getur þú ekki kallað: Þjófur!  Þú hefur heldur ekkert haldbært í höndunum um misferli nokkurs manns í aðdraganda hruns.  Þess vegna gengur þú of langt í málflutningi þínum þegar þú kallar: "Glæpamenn?" Þú hefur einfaldlega ekkert í höndunum til að halda slíku fram.

Við getum ekki byggt málflutning okkar á sögusögnum og dæmt fólk á grundvelli þeirra.  Þó að Davíð Oddsson segi t.d. mörg hundruð einkafélaga hafi fengið sérmeðferð í kerfinu, þá er það bara sögusögn þar til sannað er.  Við getum bara sagt sem svo:  "Sei, sei, ljótt er ef satt er".  Því við vitum ekki enn sannleikann en vönduð umfjöllun hlýtur  að byggjast á  staðreyndum og varðar það miklu, ekki síst þegar um æru annars fólks er að ræða, ekki satt?

Þar að auki finnst mér þú Baldur, hræra saman tveimum málum þegar þú ræðir um sagðar millifærslur annars vegar og tilraunir manna til að halda uppi verðgildi hlutafélaga hins vegar.  Við verðum að vera skýr í framsetningu þegar um svo mikilsverð mál er að ræða, en mér finnst nokkuð skorta á það hjá þér.  Í mínum huga er mikill munur á því að reyna að halda sjó á erfiðum tímum og grípa til aðgerða í þeirri von að hlutirnir bjargist eða þá hitt að koma úr landi stórkostlegum verðmætum til eigin hagsmuna.   Veit nokkur ennþá hvað var að gerast þessa örlagaríku daga?  Til eru þeir sem fullyrða að ekkert fé hafi horfið úr landi við þessar millifærslur heldur hafi verið um sýndarviðskipti að ræða.  Reyndar skil ég málin ekki til hlítar og hef ekki ég þekkingu á því og efa að þú hafir það heldur, kollega góður.   En auðvitað eiga sekir að fá sinn dóm og engar refjar.  Það varðar mjög miklu.

Þeir sem keyrðu upp nafnvirði hlutafjár fyrirtækja sinna voru eflaust að reyna að bjarga sökkvandi skipi, svipað og þegar skipstjóri dælir brennsluolíu í sjóinn til að kyrra öldurnar svo að skútan sökkvi ekki.

"Jón" talar af mikilli reiði um "lýð sem flutti milljarða úr landi og kom fjölda fjölskyldna og fyrirtækja í gjaldþrot".  Auðvitað er Jón reiður.  Við erum það öll.  Ég glataði líka miklu við þetta hrun. En við verðum samt að gæta okkar og gleyma okkur ekki í reiðinni. Hver hefur gefið þér leyfi, Jón minn, til að kalla samborgara þína glæpamenn þó að þeir hafi hvorki verið dæmdir né sakaðir um eitt eða neitt?  Mætti ég kalla þig huglausan hund og lyddu og dusilmenni ef þú værir að blogga og gæfir ekki upp nafn og númer?

Eru öll kurl komin til grafar?  Ég held ekki.  Við verðum að treysta á réttarríkið.  Byltingin á það til að éta börnin sín og það gæti líka átt við um Búsáhaldabyltinguna miklu.  Minnumst þess og göngum gætilega fram og leitum sannleikans.  Einhver sagði að það sé ekki hægt að fela slóðir lengur, engu máli skiptir þó að pappír sé tættur, það eru til annars konar rekjanlegar slóðir.  Það þýðir þá væntanlega og vonandi að sannleikurinn er þarna einhvers staðar úti eins og maðurinn sagði.  Við þurfum að leita hans, en það gerum við ekki með skömmum og gífuryrðum. 

Valdimar Hreiðarsson, 26.2.2009 kl. 13:57

19 identicon

Valdimar minn, ég kallaði engan glæpamann, ég sagði að fólk talaði oft um glæpamennina, sem ollu vanda þeirra, sem eðliegt er.  Og kannski hefðir þú kallað mig dusilmenni ef ég hefði skrifað nafnlaust, þú kallaðir einn aðila að ofan ómerking ("einhver ómerkingur")sem að þínu mati var ekki nægilega vel merktur til að skrifa og vera ósammála þínum skrifum að ofan.  Málið er að fólk hefur ýmsar góðar ástæður fyrir að skrifa ekki alltaf og ekki endilega undir nafni og það gerir engan að neinum ómerkingi.

Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband