Um aðlögun Palestínskra kvenna!

Skagamenn og aðrir landsmenn mega passa sig á að gera ekki þær kröfur til palestínsku flóttakvennannna né annarra sem setjast hér að að þær samlagist íslensku samfélagi. Sjálfsagt er að þær aðlagist og heimamenn aðlagist að þeim. Þær verða að fá að halda siðum sínum og venjum. Einu kröfurnar í raun og veru sem gera þarf til þeirra eru sömu kröfur og til annarra Íslendinga að fylgja lögum og reglum.  Svo einfalt er það.  Hugmyndin um að aðfluttur afklæðist menningu sinni, siðum og venjum er ekki bara óraunhæf, hún er líka röng. Samfélagið auðgast með fjölbreytninni. Kröfur um íslenskufærni fyrstu kynslóðar eru heimskulegar. Slíkt kemur með tímanum og fyrst og fremst með börnunum. Aðalatriðið er í þessu öllu saman er að aðkomnir verði virkir þátttakendur í móttökusamfélaginu og það veltur ekki síður á þeim sem fyrir eru en þeim sem koma.
mbl.is Flóttakonur hjálpa til í leikhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Vel mælt.

Jón Halldór Eiríksson, 20.2.2009 kl. 18:10

2 identicon

Vel skrifað hjá þér Baldur. Hafðu það gott. Kveðjur frá Cary, Svanfríður og co.

Svanfríður (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:45

3 identicon

Reglan sem ætti að hafa í heiðri er að innflytjendur geti haldið í þær siðvenjur sem ekki brjóta í bága við grunngildi samfélagsins. Menningarárekstrar eru ekki vandamál hér á landi en þeir eru það svo sannarlega víða annars staðar á Vesturlöndum og ekki er hægt að breiða yfir þau vandamál með hefðbundnum fjölmenningarviðhorfum. Heiðursmorð, umskurður og vægari öfgar eins og að vilja ekki senda börn í sundkennslu, útiloka þau frá félagslífi og almennt virða ekki réttindi kvenna. Slíkt er ekki hægt að líða á Vesturlöndum. Tek fram að ég hef engar áhyggjur af aðlögun palenstínsku kvennanna á Akranesi né aðlögunina að þeim.

ábs (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:24

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Baldur, sammála um að flóttamenn eigi að virða stjórnarskrá Íslands (pabbi var flóttamaður)..en af hverju talar þú bara um konur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:42

5 identicon

Soldið er ég mikið sammála þér.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 03:22

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Vegna þess að fréttin var um konur. Það var eina ástæðan.  Takk fyrir að lesa. kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 08:33

7 identicon

Vel skrifað já!

Oft hugsar maður sem svo að auðvitað eigi aðfluttir að losa sig við allt heimafengið og verða "eins og fólk" þ.e. Íslendingar á allan hátt.

En svo sá ég heimildarmynd um afkomendur okkar í Kanada sem enn töluðu ótrúlega góða Íslensku, þrátt fyrir að þeir hefðu aldrei til Íslands komið, og kunnu að baka pönnukökur og fengu jafn vel sendan íslenskan mat og þótti gott.

Þetta fannst mér svo stórkostlegt eitthvað og frammúrskarandi jákvætt. Bara af því að í þessu tilfelli var um að ræða Íslendinga í útlöndum en ekki útlendinga á Íslandi.

Þetta vakti mig til smá umhugsunar.

Lifðu heill

Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband