Nú er talað um tímaskort, nauðsyn vandaðs undirbúnings og ítarlegar umræður!

Ég minnist þess ekki að þingmenn hafi kvartað um tímaskort eða lagt áherslu á vandaðan undirbúning og ítarlegar umræður hjá þingi og þjóð þegar eftirlaunafrumvarpið var sneytt í gegn á síðustu dögum þingsins á dögunum. Ég minnist þess ekki að talað væri um tímaskort og lögð áhersla á  vandaðan undirbúning og ítarlegar umræður hjá þingi og þjóð þegar fjölmiðlafrumvarpið var keyrt í gegn á örfáum dögum. Ég minnist þess ekki að Sjálfstæðisþingmenn hafi talað mikið um tímaleysi eða þýðingu vandaðs undirbúnings og umræðu hjá þingi og þjóð þegar Sjávarútvegsráðherra gaf út leyfi til hvalveiða á síðasta starfsdegi sínum.  Nú þegar kemur að því að auka rétt almennings með breytingu á kosningalögum og með því að koma á stjórnlagaþingi þá verða menn allt í einu afskaplega heilagir í framan og tala um tímaleysi og þörf fyrir vandaðan undirbúning og ítarlegar umræður hjá þingi og þjóð!

Hvað er þetta eiginlega?


mbl.is Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ótti

María Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 11:49

2 identicon

Málefnasnauð stjórnarandstaða.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:19

3 identicon

Kosningarbarátta

Guðni (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það má líka benda þeim á að þeim hafi heldur ekki fundist þá vannta umræðutím þegar þeir ókváðu jólafríslengdina á þinginu.

Héðinn Björnsson, 19.2.2009 kl. 17:57

5 identicon

Það er von að þú spyrjir. Svarið er líklega hræðsla við að vegið sé að eiginhagsmunum. Í stað þess að hafa í huga hvað sé best fyrir land og þjóð, hvað sé best fyrir lýðræðið. Það hefur reyndar viðgengist allt of lengi. Hræsnin er bara svo gegnsæ núna og við meira vakandi en áður.
Önnur skýring er að gera nýrri stjórn nógu erfitt fyrir en þar ber reyndar að sama brunni, nema þá eru það flokkshagsmunir ofar öðru. Kosningar nálgast ekki satt. En með svona þrefi skjóta menn sig í fótinn.

Solveig (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Hlédís

Samantekt kommenta: Málþóf óttasleginna og málefnasnauðra stjórnarandstöðu-brunnmiga í kosningabaráttu.

Hlédís, 19.2.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband