Norskt samfélag að mörgu leyti góð fyrirmynd!

Norðmenn reka skipulegt og gott samfélag. Þar hafa frjálshyggjugróðapungar ekki náð fótfestu né öfgamenn af nokkru öðru tagi.  Hvað snertir mitt sérfag andóf gegn mismunun og kynþáttafordómum þá er Norðmönnum hrósað af Evrópuráðinu fyrir það að hafa styrkt löggjöf sína að þessu leytinu til á tímabilinu 2002 til 2006.  Á sama tíma var í gildi aðgerðaráætlun til varnar kynþáttaforrdómum og mismunun og er Norðmönnum hrósað fyrir að hafa hrint ýmsu af því sem hún fól í sér í framkvæmd.

Hinsvegar er bent á það að áhyggjur þurfi að hafa af aðstæðum innflytjenda hvað varðar atvinnu þeirra og menntunarskilyrði og einnig aðstæðum Roma fólks og Tatara. Bent er á að nokkurn rasistatónn megi skynja pólitískri umræðu og einnig aðlögreglan þurfi að gæta sín á að ætla ekki fólki misjafnt eftir því hvernig það líti út (racial profiling).

Að mörgu leyti eru Norðmenn til fyrirmyndar í þessum efnum og ættum við að líta meira til þeirra hvað snertir innflytjendapólitík þegar við getum farið að anda aftur og hugsa um eitthvað annað en hrunið.

Samhliða skýrslu um Noreg gaf Evrópuráðið í vikunni út skýrslu um Búlagaríu og Ungverjaland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já glöggt er prests augað.

Taktu líka eftir því að Noregur er ekki í ESB Stórríkinu og hefur tvívegis hafnað aðild að ESB í allsherjar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Við ættum því að leita að fyrirmynd í uppbyggingu okkar Nýja Íslands hjá frændum okkar og forfeðurm í Noregi. Einnig gætum við tekið upp enn öflugara samstarf við þá á sviði efnahags- og auðlinda mála og staðið saman frjáls og fullvalda utan við slævandi hönd ESB heilkennisins.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:18

2 identicon

Dáist að því hvað þú þorir að koma fram með hið sanna um spillingarlandið Ísland þó fólk ráðist oft ómaklega á þig fyrir það.  Ég hef oft tekið undir pistla þína fyrr, en þori ekki alltaf lengur að gera það undir nafni eða minni skammstöfun.  Haltu þínu striki.  Framtak þitt gegn fáfræði og spillingu er bæði erfitt og ómetanlegt verk.  Og hinir fáfróðu munu oft ráðast á þig.  Þannig er það um menn sem eru vitrari en þorrinn.

Vesturfari (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:29

3 identicon

Já, Norðmenn eru besta fólk.  Vantraust þeirra á yfirstjórn Seðlabankans er ekki meiri en svo, að þeir buðu Ingimundi Friðrikssyn, fyrrverandi Seðlabankanstjóra, ráðgjafarstarf í Norska Seðlabankanum.  Þetta er nú meiriháttar "blow" á Jóhönnu Sig. og hennar skoðanasystkini.

Auðunn Guðnason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Að mörgu leyti eru Norðmenn til fyrirmyndar í þessum efnum og ættum við að líta meira til þeirra hvað snertir innflytjendapólitík þegar við getum farið að anda aftur og hugsa um eitthvað annað en hrunið."

Mín reynsla af norðmönnum er sú að þeir segja oft eitt en meina annað... Svo eru þeir margir hverjir fjarska leiðinlegir....

Ég átti heim í Noregi til margra ára svo ég þekki þetta vel. Margir þeirra töluðu fjálglega um "litríkt"samfélag og að æskilegt væri að leyfa öllum sem vildu að flytja til Noregs. Það væri hinns vegar ekki "kapasitet" til að taka við neitt sérstaklega mörgum... Ef raunverulegr vilji hefði verið til að hleypa fleirri innflytjendum inn var þeim í lófa lagið að auka þetta "kapasitet". Staðreyndin var einfaldlega sú að þeir töluðu tungum tveim.

Hörður Þórðarson, 26.2.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.2.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband