Einna helst Samfylkingin......!
2.3.2009 | 14:15
Ég hef titlað mig frjálslyndan jafnaðarmann síðan í haust en sagði mig ekki skriflega úr Framsóknarflokkum fyrr en í síðasta mánuði. Með þriðja kjörtímabili sínu með Sjálfstæðisflokknum hálsbrotnaði Framsóknarflokkurinn að mínum dómi og höfuðið hékk út af til hægri. Sá flokkur sem hafði geymt lyklana á Stjórnarráðinu og afhent þá til skiptis til vinstri og hægri var nú orðin ómengaður hægri flokkur.
Í kosningunum vor verður tekist á um það hvort hér verði áfram velferðarstjórn eða stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þó að sá flokkur sé alls góðs maklegur og þá sérstaklega fólkið í honum finnst mér eðlilegt að flokkurinn fái hvíld frá því að að leiða þjóðina eftir átján ára dygga þjónustu sem endaði með ósköpum.
Að því get ég ekki stuðlað með neinni vissu með því að kjósa Framsóknarflokkinn. Snúist mér hugur varðandi Samfylkinguna og Vinstri græna get ég einfaldlega kosið Sjálfstæðisflokkinn. Það er betra að vera í höfuðbólinu en á hjáleigunni.
Eins og sakir standa hneigist hugur minn helst til Samfylkingarinnar enda er hún eðlilegt athvarf fyrir frjálslynda jafnaðarmenn. Það er ekki síst vegna Evrópumála en það er sannfæring mín að Ísland eigi best heima í samstarfi fullvalda ríkja í Evrópu, innan Evrópubandalagsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta Baldur, vona að það standist.
Góð greinin ykkar samstarfsmannanna í Mbl. í gær, hefði mátt koma fyrr. Gott að vita af framhaldi.
Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:41
Félagi Baldur, þú getur líka gert það sama og ég farið á kjörstað og skrifað svo bara á kjörseðilinn "helvítis fukking fokk" - ætli það verði 9% af þjóðinni sem kjósi þannig og svo eru 9% af þjóðinni sem nenna ekki að fara á kjörstað til að skrifa "helvítis fukking fokk..". Dáist af fólki eins kona sem er hugsanlega aldursforseti landsins, ríkissjónvarpið mæti í afmælið og sú gamla var spurð: "Hvað kýst þú svo í stjórnmálum?" - Svarið var tær snild: "Ég hef aldrei kosið, þetta er allt sami rassinn undir öllu þessu drasli". Henni var ljóst í æsku það sem flest allir sjá í dag, að okkar lélegu stjórnmálamenn eru upp til hópa bara "sjálftökulið" sem sækist í það eitt að ná sem mestum pening undir sig & sýna..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:55
Broskveðjur að norðan. Hækkandi sól rún..
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:46
Nú er ég ánægð með þig séra minn
Sigþrúður Harðardóttir, 2.3.2009 kl. 21:59
Samfylkingin tekur vel á móti öllu góðu fólki sem vill leggja flokknum lið. Vertu velkomin
Guðny Aradottir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:46
Ekki býst ég við að þú látir verða af því að kjósa íhaldið. Sjálfur er ég fyrir löngu orðinn pólitískt viðrini en orna mér samt alltaf við góðar minningar um samstarf vinstri manna, bæði í háskóla og borgarstjórn. Og viðurkenna skal ég það, að hafi ég einhvern tíma látið freistast af íhaldinu hefur ævinlega eitthvert skammarstrikið vakið mig til veruleikans. En kannski eru tímarnir að breytast nú þegar ógnarstjórninni í þeim flokki er endanlega lokið. En ég þori ekki að treysta þessu enn, kannski er skuggabjargahöfðinginn ekki hættur enn!
Sigurður G. Tómasson, 3.3.2009 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.