Atvinna hundruða sett í uppnám!

Undanfarin áratug hefur ný kynslóð athafnamanna opnað nýja markaði erlendis ekki síst á Bretlandseyjum.  Þetta er markaður fyrir fisk í fínum umbúðum sem fer beint í hillurnar á fínum verslunum og fyrir hann fæst afburða gott verð.  Þessir nýju athafnamenn eiga ekkert endilega kvóta – þeir kaupa fisk á mörkuðum og láta vinna hann.  Þetta er að gerast í sjávarplássum víða um land. Þetta er klárt fólk, kunnáttumenn.  Þeir vita það að fiskurinn þarf að vera í úrvalsflokki og hann þarf að vera til reiðu allt árið. Tími gömlu góðu útgerðarmannanna er liðinn sem sendu fisk út þegar veiddist.

Allt þetta er sett í uppnám út af fávíslegri ákvörðun um hvalveiðar sem var ofan í kaupið tekin til að klekkja á pólitískum andstæðingum og vakti þar með athygli langt umfram tilefni.  Gríðarlegt þróunarstarf er sett í uppnám.  Atvinna hundruða er sett í uppnám. Svona eigum við ekki að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Næsta skref hvalfriðunarsinna er að banna allar fiskveiðar.

Sigurgeir Jónsson, 3.3.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband