Tökum á málum hælisleitenda af mannúð og myndarskap

Almennt talað finnst mér að við mættum sýna hælisleitendum meiri virðingu. Stytta þann tíma sem mál þeirra tekur - hælisleitendur eru á erfiðum stað í lífi sínu - sýnum því skilning.  Sjáum til þess að þeir geti notið allra eðlilegra mannréttinda m.a. þeirra að sækja vinnu og skóla.   Horfum til barnanna - og látum hagsmuni þeirra vega þungt. Tökum á móti fleirri hælilsleitendum.  Flestar vestrænar þjóðir taka á móti eins mörgum og þær geta. Víðast hvar eru þó hæli fyrir hælislausa ömurlegir staðir og ömurlegt að horfa upp á börn alast þar upp.  Ég hef komið víða á slíka staði í Evrópu.  Lega okkar og smæð og þar með fáir hælisleitendur ættu að geta gert okkur kleyft - umfram flest önnur ríki - að taka á málum hælisleitenda af mannúð og myndarskap.
mbl.is Ísland eyðilagði hjónabandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíka bullið! Ekki trúiru þessum rugludalli?? Taka á móti öllum sem vilja koma! Já gott að þú stjórnar ekki hérna.

ómar (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert annaðhvort ekki læs Ómar eða það stendur eitthvað illa á hjá þér. Ekkert í þessa veru er í pistlinum. Hann fjallar um að sýna mönnum virðingu og að taka á móti fleirum - ekki öllum. Þð er lágmark að fólk þurrki af sér áður en það fer inn á heimasíður annarra.

Baldur Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Tek undir þennan pistil Baldur. Mér finnst líka verða að breyta viðhorfum og hlúa vel að hælisleitendum í staðinn fyrir að byggja einungis hæli sem eru ömurlegar búsetur fyrir fólkið. Viðhorf alltof margra samfélaga er einmitt þannig að það sé gott að taka við fólkinu en svo er ekki hugsað um neitt meira t.d. að þarna eru einstaklingar með tilfinningar sem skynja vel þegar illa er búið að þeim.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:42

4 identicon

Já góð hugmynd hjá þér, taka bara við öllum, fylla landið af aumingjum !!!

Algjör vitleysa !!

Calli (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:43

5 identicon

Það býr meira að baki hér... bæði heimilsofbeldi og annað

Þetta er einn af þeim sem mikið magn af peningum fannst hjá við húsleit hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ

Hann er þeirrar skoðunar að konur megi ekki skilja við menn sína undir nokkrum kringumstæðum og hefur ofsótt fyrrum konu sína linnulaust síðan hún fór fyrst frá honum

Mæli með að menn kynni sér héraðsdóminn sem vísað var frá sem og forsendur hæstaréttar til að fá betri mynd af forsögu þessa máls

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:51

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Athugið að pistill minn var almenns eðlis. Sjáiði upphaf hans. Fréttin var tilefni almennra hugleiðinga um aðbúnað hælisleitenda. Við höfum að sjálfsögðu engar forsendur til að fjalla efnislega um þetta tiltekna mál og ættum ekki að gera það. kv.. B

Baldur Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 17:11

7 identicon

Auðvitað hefur þú forsendur Baldur... það er til héraðsdómur þar sem farið er nákvæmlega yfir forsögu málsins og svo málflutningur hans sjálfs - eins og ég benti þér á... en hann varði sig sjálfur og það er óhætt að segja að málflutningur hans hafi verið mjög furðulegur

Ég veit að þetta var almenns eðlis, ég get ekki séð að það sé ekki hægt að segja sína skoðun á málinu eftir að hafa skoðað dómskýrslur um málið og kynnt sér málið frá sjónarhorni beggja aðila

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:24

8 identicon

Sigmar.

Mikið magn af peningum? Þetta sem fannst hjá þessum 30-40 hælisleitendum var varla upp í nös á ketti, og hvað veist þú um að sá peningur hafi verið löglega fenginn? Sumir seldu aleiguna til að koma hingað og svo var peningurinn gerður upptækur. Og maðurinn er kominn upp á kirkjunnar náð í dag.

Calli:

Finnst þér útlendingar vera aumingjar? Getur þú útskýrt þess afstöðu þína til hælisleitenda?

BIB (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Allt í lagi Sigmar! En mitt inngrip var almenns eðlis. Fréttin leiddi mig til almennra hugleiðinga um málefni hælisleitenda af því að ég veit að víðast hvar er ekkiv ekki vel búið að þeim og tilvera þeirra er á allan hátt á gráu svæði.  Þessi maður nýtur vonandi allra mannréttinda svo og börn hans og (fyrrverani) kona. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 17:32

10 identicon

Athugasemd. Auðvitað á að taka á móti hælisleitendum með virðingu og senda eins marga og mögulegt er til baka.  Ég mæli með því að þú, Baldur, farir til Svíþjóðar og kynnir þér harmleikinn sem þar er.  Vertu í Malmö nokkra daga og skoðaðu Rosengard og síðan Gautaborg og skoðaðu Angered og önnu úthverfi þar og síðan Stokkhólm með sitt Rinkiby, en skoðaðu þessa stað í fylgd með kunnugum og ALLS EKKI eftir að skyggja tekur. Þá fyrst getur þú talað um hælisleitendur af smá þekkingu.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:04

11 identicon

Það er í lagi að taka á móti hælisleitendum . Þegar í ljós er komið, að hælisleitandinn sé sá sem hann segist vera . Alltof mörg dæmi sýna, að svokallaðir hælisleitendur eru bara krimmar af verstu sort . Við höfum nóg af þeim í fjármálageira landsins ...

conwoy (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:34

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hef kynnt mér málin í Málmey og átt fundi með borgaryfirvöldum þar - einnig í Stokkhólmi! Ég sé ekki alveg röklegt samhengi við það sem ég skrifaði í athugasemd þinni.  Ég skal ræða við þig innflytjendamál í stóru samhengi síðar ef þú kynnir þig.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 19:10

13 identicon

Við þurfum ekki að ræða hælisleytenda vandamál. Ég bjó í Svíþjóð í 19 ár og veit að Malmö er púðurtunna sem borgaryfirvöld munu aldrei viðurkenna og síst við útlendinga.  Þar er kveikt í bílum og skólum á hverjum degi árið um kring og slökkvilið fer ekki inn í innflytjendahverfi nema í fylgd með lögreglu.

Það er önnur og þriðja kynslóð innflytjenda sem valda þessu vandamáli og það er ekki bundið við Svíþjóð en er yfir alla Evrópu. Óleysanlegt vandamál.

Það skiptir engu máli hversu góðan hug þú hefur til hælisleitenda, ef þeir koma ekki til móts við þig. Innflytjendur síðari ára til Svíþjóðar bera enga virðingu fyrir svíum og sænskum lögum og sama er upp á teningnum hjá þessum Albaníumanni sem kennir íslensku réttarfari um sínar ófarir og vittu til, að þetta er bara byrjunun!  Kveðja Valdimar.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 20:09

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll!  þú grautar öllu saman! Þess utan er ekkert gagn í svona nálgun.  Engar lausnir.  Engin greining. Bara hræðsla við það sem er.  Er reyndar að fara um Svíþjóð um helgina. Læt þig vita hvort ástandið hafi eitthvað lagast. kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 20:17

15 identicon

þeirra að sækja vinnu

Við Íslendingar eigum þegar erfitt með að sækja um vinnu. Íslendingar eru margir að missa vinnur og það sem við þurfum minnst eru fleiri útlendingar.

 Ég er ekki með neina fordóma gagnvart útlendingum en þetta finnst mér bara.

Hjörtur (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 20:57

16 identicon

Sæll aftur. Þar sem þú segir að ég grauti öllu saman, þá er ég að benda á að íslendingar lenda í sömu gryfju og svíar og aðrar þjóðir í Evrópu ef þeir gæta ekki að sér í þessum svokölluðu flóttamannamálum.  Ég er ekki hræddur við það sem er, heldur við það sem koma skal með sama framhaldi.  " Engar lausnir " Því miður hef ég engar lausnir til handa svíum, en það verður að hugsa fram í tímann, þegar talað er fjálglega um að taka á móti fleiri hælisleitendum og læra af mistökum annara. Ég les sænsku dagblöðin daglega og veit að ástandið í samfélaginu vesnar dag frá degi. Hafðu góða ferð um þetta fallega land og hafðu augun opin.   Kv. Valdimar.

Valdimar .Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 21:17

17 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Kveðjur til þín sömuleiðis!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 21:29

18 identicon

Athyglisvert svar hér að neðan hjá þér Baldur,

Sæll!  þú grautar öllu saman! Þess utan er ekkert gagn í svona nálgun.  Engar lausnir.  Engin greining. Bara hræðsla við það sem er.  Er reyndar að fara um Svíþjóð um helgina. Læt þig vita hvort ástandið hafi eitthvað lagast. kv. B

Það hefur náttúrulega ekki neinn í Evrópu/Scandinaviu lagst í greiningu á þessu vandamáli undanfarna áratugi?...Þetta er sennilega alvegt nýtt viðfangsefni.

Alveg er ég viss um að eftir yfirreið þína og grafskoðun á Svíþjóð næstu daga.  Hefur margt færst til betri vegar???

Enn það er alltaf gott að standa með lítilmagnanum...upphefð fyrir viðkomandi og ekki þarf að ræða málinn eins og þau eru í raun...

itg (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:28

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir "unburðarlyndi"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2009 kl. 22:47

20 identicon

Vel skrifaður, mannúðlegur og vel þeginn pistill. 

"Fylla landið af aumingjum" sagði Calli.  Hverjir eru aumingjar?  Þeir sem flýðu undan ofsóknum og pyntingum og kannski dauða og eru NEYDDIR TIL AÐ LEITA HÆLIS?  Þeir sem voðaverkin frömdu á fólkinu?   Eða kannski þú fyrir ljót  og ógeðsleg orð í garð flýjandi fólks.

EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:20

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...finnst samt "billegt " að Ísland hafi eyðilagt hans hjónaband?? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2009 kl. 23:39

22 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hér skrifar fólk sem þykist hafa yfirsýn á málefnum flóttamanna í öðrum löndum en getur ekki einu sinni gert greinamun á flóttafólki(hælisleitendum) og innflytjendum. Mér sýnist Baldur vera að tala um málefni flóttafólks en við Íslendingar höfum tekið við færri flóttamönnum sem hingað leita að eigin frumkvæði en teljandi er á fingrum annarrar handar. Slíkt er umburðarlyndi okkar að við geymum þetta fólk árum saman á stað sem er ekki fólki bjóðandi. Sumir hafa beðið í mörg ár í mikilli óvissu um hvað verður um þá - ef þeir verða sendir heim býður þeirra fangelsun, dauði eða pyntingar.

Reynið nú aðeins að setja ykkur í spor þessa fólks. Svo vil ég benda á að við Íslendingar erum nú að fara í stórum stíl til annarra landa sem efnahagslegir flóttamenn - viljum við fá sömu móttökurnar og við sýnum flóttafólki sem hingað leitar?

Birgitta Jónsdóttir, 14.3.2009 kl. 08:09

23 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

p.s. takk fyrir að vekja athygli á þessu Baldur.

Birgitta Jónsdóttir, 14.3.2009 kl. 08:10

24 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur, og þið önnur, hér á síðu hans !

Ætti þetta ekki; að vera öndverð meining, Síra Baldur ?

Ég teldi það fólk, sem erlendis frá, álpaðist hingað út til Íslands, vera andlega vangæft, hvaðan svo sem það kæmi, til hælisleitar, eða hugsanlegra starfa, eða hvað sýnist þér sjálfum, klerkur góður ?

Væri ekki nær; að þú skrifaðir um leiðir, til, hjálpar Íslendingum, sem vildu komast úr þeim drulludammi, sem íslenzkt þjóðfélag er orðið, nú þegar, og; þá aðeins, vel að merkja - aðra leiðina, frá landinu, og þyrfti ekki að horfa meir, upp á dekur þinna hugmyndafræðilegu félaga (Samfylkingarinnar), sem nokkra hinna flokkanna, við VÍTISENGLA gróðahyggjunnar ? 

Dekurlýð; hver enn gengur laus, í samfélagi okkar !

Spyrja má; að lokum, hvort þú teljir Ísland, virkilega, lífvænlegt land, eins og nú horfir - fyrir venjulega Íslendinga, hvað þá annað ærlegt fólk, erlendis frá, hvert vildi koma hér, í sinni beztu meiningu, og vinna landi og fólki og fénaði allt það gagn, sem það mætti - miðað við þann viðbjóð, sem hér hrærist, neðan borðs -sem ofan, klerkur góður ?

Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 14:40

25 identicon

Landið er orðið hálfóbyggilegt fólki, jú, og fólk flýr land.  Þarf flóttafólk þó ekki bara að flýja þangað sem það getur, Óskar, og hvort sem það er óbyggilegt Ísland eða önnur lönd?

EE elle (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:21

26 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við þurfum að taka ærlega til hjá okkur áður en hingað verður gestum bjóðandi.

Kolbrún Hilmars, 14.3.2009 kl. 15:45

27 identicon

Vil að Óskar viti að ég var ekki að skjóta niður það sem hann sagði á undan.  Ég er honum nokkuð sammála.  Var bara að spyrja hann einnar spurningar.

EE elle (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 17:39

28 identicon

Komið þið sæl; á ný !

EE elle, sem mörg ykkar annarra athugi !

Staða mála; hér á Íslandi, er mun alvarlegri, en á daginn er komið, og þrátt fyrir einhverjar rómantískar mannúðarhugmýndir, Síra Baldurs, og margs annars velviljaðs fólks, er hér framundan skálmöld ein, verði ekki eitthvert algjört kraftaverk, til að afstýra því.

Hin stuttorða - en gagnorða; athugasemd Kolbrúnar Hilmars, segir okkur allt, sem í raun þarf að segja, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 17:42

29 identicon

Þakka þér fyrir; EE elle ! 

Jú; sem svar við þinni spurningu, mætti álykta, að ekkert yrði verra, fyrir okkur, sem fjölmarga annarra íbúa, þessa heims, að bryðja klaka, okkur til þverrandi lífsbjörgunar, á Suðurskautslandinu - meðal ört fækkandi mörgæsanna - fari á hinn versta veg; og,......... það á heimsvísu alla.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 17:46

30 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Stendur eitthvað í þér; klerkur góður, að svara frómum og skikkanlegum fyrirspurnum mínum, frá gærdeginu ?

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband