Vel mannaður Samfylkingarbekkur!

Að fundi loknum var hersingin með Íslendinginn í broddi fylkingar leidd út á Íslandstorg og hann látinn lesa áletrunina á skildinum eins og hún hljómar á Íslensku.  Það er gott að vera Íslendingur í Eistlandi en Ísland var  var eins og við vitum fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Eistlands árið1991, 22. ágúst. Ég hef áður ekki fengið að boga leigubíl í Tallin vegna þessa..  Háskólaprófessor   bauð mér í mat gegn því að ég kenndi honum að bera fram nafnið Jón Baldvin Hannibalsson. Hér skal fullyrt að Ísland hefði ekki haft þor í að vera í farabroddi þjóða ef ekki væri fyrir það að Baldvin var utanríkisráðhera á þessum örlagatímum í sögu þjóða.  Og þeir gátu ekki notað hann í Samfylkingunni í Reykjavík.  Svakalega er þar vel mannaður bekkurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta stappar nærri geðveiki.

JK (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hefði kosið Jón Baldvin og undrast ákvörðun Samfylkingarfólks.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Líklegt er að hann hafi fengið refsingu fyrir formannsmálið. Það er varla mögulegt að fólk hafi ekki séð mannkosti hans, reynslu og þekkingu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.3.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband