Aðild að ESB sjálfsögð og óhjákvæmileg!
26.3.2009 | 15:12
Það þarf ekki annað en að hafa fylgst með þróun mála á Íslandi og í Evrópu með öðru auganu til þess að sjá að aðild Íslands að Evrópusambandinu er óhjákvæmileg. Og það mun verða mikið gæfuspor fyrir íslenska þjóð sem á samleið með öðrum þjóðum Evrópu. Lífskjör munu stórbatna við inngöngu í ESB og mannréttindaumhverfi verða betra og öruggara. Ýmsir sérhópar berjast með oddi og egg gegn aðild þar á meðal bændaforystan. Barátta hennar gegn aðild er hún í raun og veru barátta gegn því að við lögum okkur að framtíðinni því að ofurtollar á innfluttar landbúnaðarvörur munu hverfa á næstu misserum m.a. að kröfu sjávarútvegisins sem mun að óbreyttu missa aðgengi sitt að mörkuðum í Evrópu. Náist góðir samningar við inngöngu gæti byggð eflst víða um land sérstaklega á landssvæðum fjarri Reykjavík.
Andstæðingar hafa afvegaleitt umræðuna og útbreytt þann misskilning að við aðild töpuðum við yfirráðum yfir auðlindum okkar. Ekkert slíkt mun gerast þetta er ekki sameignarbandalag. Við munum ekki eignast neitt í ánni Rín og þjóðverjar ekkert í Þjórsá. Við munum engan jarðhita eignast á meginlandinu og íbúar þar engan hér ekkert frekar en nú er. Við verðum auðvitað að passa upp á sjávarútveginn eins og annað en svo gæti farið í aðildarviðræðum að raunverulegt eignarhald á auðlindinni kæmist nær íslensku þjóðinni en nú er.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að skynja kall tímans í Bjarna Benediktssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Megi lesa úr landsfundarályktun flokksins vilja til þess að kanna kosti aðildar til þrautar kann að vera að módelið sem hvarf í hruninu þ.e. samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks gangi í endurnýjun lífdagana. Þetta óttast Vinstri grænir og liggja nú í Samfylkingunni að gefa bindnandi yfirlýsingu fyrir kosningar um samstarf eftir kosningar. Þá yfirlýsingu fá þeir aðeins verði þeir leiðitamir í umsóknarmálum. Samfylkingin er því komin í sterka stöðu engin óttast framar samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna (slík stjórn væri reyndar skelfileg tilhugsun þar sem einangrunarsinnar í báðum flokkum myndu ná höndum saman). Framsókn er hins vegar úr leik og má þakka fyrir að ná 5% markinu. Sá gamli flokkur er eins og leitamaður í á afrétti sem er orðinn óþarfur af því að smalarnir sitt hvoru megin við hann skipta á milli sín svæði hans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja mikil er trú þín, klerkur sæll.
Draumalandið, Sovét Ísland, hvenær kemur þú !
Það verður sem betur fer það sama með Sovétið og Fjórða Ríkið - ESB !
það mun heldur aldrei ná Íslands ströndum, nema kanski í ljóðunum og e.t.v. líka í hugarfylgsnum sanntrúaðara Stór-ríkis aðdáenda.
Þannig mun Íslandi best farnast en samt í góðu samstarfi við allar þjóðir heims.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:24
Nú jæja, ef aðild er "óhjákvæmileg" þarf líklega ekki að ræða þetta frekar.
Ég held að bæði fylgjendur og andstæðingar ESB ættu að fara varlega í að saka andmælendur sína um skrum eða að "afvegaleiða umræðuna". Það gengur í báðar áttir.
Annars er djarfa yfirlýsingu að finna í þessari færslu: Að VG fái ekki að vera með í næstu ríkisstjórn nema vera "leiðitamir í umsóknarmálum". Það er dapurt ef beita þarf þvingunum til að knýja fram umsókn, en því miður í anda þess "lýðræðis" sem er praktíserað í Brussel. Spurðu bara Íra.
Haraldur Hansson, 26.3.2009 kl. 16:13
Tal um að glata sjálfstæði er stærsta rökvillan. Við göngum til samstarfs og því fylgja kvaðir. En aðalmálið er að verið er að skapa grunn sem ekki hefur verið áður (nema sem EES) og er að búa til tækifæri fyrir einstaklinga og komandi kynslóðir.
Sjálfstæði okkar sem þegna í góðu samfélagi er að vera virk í fjölskyldulífi, bæjarfélagi, landstjórn, norrænnri samvinnu, samstarfi lýðræðisríkja í Evrópu og í Sameinuðu þjóðunum. Þannig eru völd okkar lagskipt og virkni í einu skerðir ekki hitt. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 27.3.2009 kl. 00:55
Þú heldur áfram að gera að gamni þínu Baldur.
Jón Valur Jensson, 27.3.2009 kl. 07:42
Aðeins til að ítreka og svara nafna mínum B. Ólafssyni hér sem telur þetta bara fínt og flott að við framseljum þjóðréttarleg völd okkar til ESB- nefndanna og ráðana í eitt skipti fyrir öll.
Ég segi í eitt skipti fyrir öll því að ef við samþykkjum það í eitt skipti þá verður það ekki aftur tekið, því það verða engar aðrar kosningar um það mál aftur eða síðar.
Nafni minn telur að okkur muni eftir sem áður líða vel með að hafa völd og áhryf inná heimilinum og í sveitarstjórnum og senda svo okkar 1 eða 2 þjóðarfulltrúa á ESB þingið þar sem eru yfir 700 þingfulltrúar, sem reyndar hafa mjög lítil völd . Því andlitslaust Kómmtízara kerfið hefur tekið mest af völdunum hægt en örugglega til sín og passar því vel uppá það að halda þessu sýndar þingi í skefjum, svona uppá punt.
Með ESB aðild myndi áhryf miðstýringarinnar og hins fjarlæga valds hafa mjög lamandi áhryf á allt þjóðlífið. Ekki síst á frumkvæði- og nýsköpun og drifkraft atvinnulífsins.
Spurðu Vaclav Klaus forseta Tékklands um hvað honum finnst um lýðræðið innan ESB. Hann sem má muna tímana tvenna, allt frá hernámi og kúgun Sovét valdsins, gagnrýnir nú ESB- valdið harkalega fyrir einræðistulburði skriffinnana og allt að því líkir þessum tveimur miðstýringar apparötum ESB og Sovétinu hvert við annað. Huggulegt það.
Spurðu Íra um lýðræðisást ESB- valdsins gagnvart smáríkjum eins og Írlandi.
Spurðu þingmenn Breskra sjálfstæðissinna á ESB þinginu um lýðræðið í þingstörfum ESB- þingsins. Ég held að þeir hafi eina 8 þingmenn á ESB þinginu, allt að fjórum sinnum fleiri en við Íslendingar gætum látið okkujr dreyma um. Samt ráða þessir 8 þingmenn engu á ESB þinginu, ekki það að hinir 700 ráði miklu heldur.
Ísland getur búið sér og þegnum sínum miklu betra líf og lífskjör og fjölbreyttara mannlíf með því að vera áfram sjálfstætt og fullvalda lýðveldi utan við svona Risa bandalag sem er á góðri leið með að breytast í Stór-Ríki (Þ.e.- Fjórða *Ríkið)
Það mun heldur aldrei verða friður eða eining í Íslensku þjóðfélagi ef að Íslandi verður troðið inní þetta Bandalag gegn stórum hluta þjóðarinnar.
Því að ef ykkur afsalssinnum sjálfstæðisins tekst þetta voðaverk ykkar einhverntímann, sem ég vona að aldrei verði, þá verður það hugsanlega í annarri eða þriðju tilraun og þá með þeim naumasta atkvæðamun sem hugsast getur og þá verður aldrei, aldrei um það kosið aftur, ekki heldur af kynslóðunum sem eftir munu koma.
Það fólk verður ekkert spurt, aldrei spurt, þeirra fullveldi glataðist fyrir fullt og fast af óskammfeilnum landsölumönnum sem misstu trúna á þjóð sína og sjálfan sig á öndverðri 21 öldinni.
Ef þið ESB sinnar með ykkar ESB rétttrúnað viljið eins og mér sýnist kljúfa þjóðina í herðar niður í þessu máli með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið og framtíð okkar og barna okkar, þá skuluð þið endilega áfram hamast og keyra málið á þessu "VÉR EINIR VITUM" offforsi ykkar !
En þá skuluð þið vita eitt og bera ábyrgð á því líka, að þá skerið þið líka í sundur samstöðuna og friðinn í þessu landi.
Það verður A L D R E I nein sátt um E S B aðild Íslands.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.