Börn í Evrópu!

Þó að Evrópuráðið (Council of Europe) sé vöggustofa mannréttinda í Evrópu þá hefur Evrópusambandið verið að gera sig gildandi í mannréttindastarfi. Nú síðast með stofnun ,,Grundvallarmannréttindamiðstöðvar” (Fundamental Rights Agency (FRA))sem í dag sendir frá sér skýrslu um hvernig megin passa uppá virðingu og réttindi barna í ríkjum bandalagsins. Fimmta hvert barn, segir þar, gæti lent í fátækt, mörg þjást vegna ofbeldis innan fjölskyldunnar og þau sem tilheyra minnihlutahópum verða oft fyrir barðinu á misrétti þegar kemur að menntun þeirra. Þá er það tilfellið að börn eru leigð eða seld og smyglað milli landa innan bandalagsins og inní það og útúr því til þrælkunar og eða kynferðislegrar misnotkunar .

Slóð að skýrslunni er á http://fra.europa.eu

Full ástæða er til að safna meiri upplýsingum um aðstæður barna hér á landi og tryggja vernd þeirra eins vel og kostur er. Í Evrópumræðunni mættum við gefa meiri gaum að því öfluga mannréttindastarfi sem þar er unnið á vettvangi Evrópuráðsins og í æ ríkara mæli á vettvangi Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er Evrópuráðið "vöggustofa mannréttinda í Evrópu"? Voru þá mannréttindi ekki "fædd" þar fyrir stofnun þessa Evrópuráðs?!

Þetta minnir mig á það, þegar EBé-dindlarnir eru að þakka Evrópubandalaginu það, að friður hafi haldizt í mestallri Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar!

Fyrirgefðu þessa framhleypni mína, Baldur!

Jón Valur Jensson, 26.3.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Jón Valur! Þetta er nú samt vel og réttilega orðað hjá mér því að það er ekki fyrr en með tilkomu Sameinuðu Þjóðanna og Evrópuráðsins og hugsanlega fleiri svæðisbundinna ráða þ.e. eftir síðari heimstyrjöld  að menn fara að forma mannréttindasáttmála og vinna skipulega að mannréttindamálum með þeim hætti sem við þekkjum. Þessum samtökum alþjóðlegum  og staðbundnum má því líkja við vöggustofur.  kveðja.  Baldur

Baldur Kristjánsson, 26.3.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sæll Baldur, Þú talar um að safna upplýsingum um aðstæður barna hér á landi.

Ég hef oft hugsað um þetta. Upplýsingar eru  til hjá sveitarfélögunum um þau börn sem þar hefur verið fjallað um. Upplýsingar liggja hjá nemendaverndarráðum skólanna og víðar. Vandinn er að allar þessar upplýsingar eru um þessi 10 - 15% börn sem mesta umönnun þurfa.

Svo eru til upplýsingar um barnafjölda á fjölskyldu, tekjur heimila, menntun foreldra (meira að segja eftir skólahverfum í Reykjavík) og svona mætti lengi telja.

Ég reikna með að það sé til Evrópustaðlað upplýsingablað sem þarf fylla út með því að grafa upp allar þessar upplýsingar sem eru til út um allt.

Verst finnst mér þegar fólk sem þarf hjálp kemst upp með að flytja milli skóla um leið og farið er að vinna með málefni þeirra.

Hér verð ég að láta staðar numið. Þetta er þarft efni að ræða og helst að finna lausnir á.

Kveðja HP

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.3.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefurðu, mannréttindafrömuðurinn, aldrei heyrt um Magna Carta? Kannastu ekki við Habeas corpus?

Aldrei heyrt um Bill of Rights (1789/1791)?

Og hvernig er það með Genfarsáttmálana um stríð og stríðsfanga (1899 o.áfr.), hefurðu alveg gleymt þeim? Gleymdu því ekki héðan af, að það var kristinn hugsjónarmaður, Henri Dunant, sem átti stóran hlut að því, að þeir urðu til.

Mannréttindi byrjuðu ekki að verða til með Sameinuðu þjóðunum.

Jón Valur Jensson, 26.3.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Voða þras stuði ertu í. Kv. baldur

Baldur Kristjánsson, 26.3.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má víst ekki taka þig á orðinu, Baldur minn, eða svo er ég farinn að halda.

Annars var ég aftur minntur á þessa afstöðu þína í kvöld, þegar ég var að fletta í nýkeyptri bók, Hvað er Íslandi fyrir bestu, eftir Björn Bjarnason, en þar nefnist einn þátturinn: 'Fullveldi 90 ára – of gamalt fyrir ESB-sinna'.

Er það ekki svo, Baldur minn, að þú lítur heldur smáum augum sitthvað sem til var orðið fyrir þína eigin daga?

Jón Valur Jensson, 27.3.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband