Tóbak úr matvöruverslunum

Á síðu þessari hefur margsinnis verið bent á þá ósvinnu að tóbak sé selt í matvöruverslunum. Það er í æpandi mótsögn við þekkingu okkar á skaðsemi tóbaks og gefur unglingum og öðrum kolröng skilaboð. Tóbak á auðvitað eingöngu að selja í þar til gerðum sérverslunum.  það er gott að læknar skuli taka málið upp og þó fyrr hefði verið.
mbl.is „Sker mig í hjartað að sjá unglinga reykja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Má ekki selja tóbak hér á svipuðu verði og á hinum Norðurlöndunum.

Sigurður Þórðarson, 10.9.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Ari Kolbeinsson

ÁTVR   áfengis og TÓBAKS verslun ríkissins

Selja tóbakið þar. Enga ofurskatta, engin leiðindi. Bara minnka aðgengið örlítið. 

Ari Kolbeinsson, 10.9.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Sigurður, það virðist ekki hafa nein áhrif á norðurlöndunum að hækka verðið.

Ari Kolbeinsson, 10.9.2009 kl. 09:07

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Minnka aðgengið já og hætta að gefa óbeint til kynnna að þetta sé eins og hver önnur vara! kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 09:14

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

Minnkum aðgengið

Hörður Halldórsson, 10.9.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Minnka aðgengi og hækka verð. Nota svo verðið til að reikna út hvað mætti fá fyrir þá peninga sem notaðir eru í tóbak. T.d. utanlandsferð eða annað sem ekki telst til nauðsynja en marga langar til að geta veitt sér.

Annars er mín reynsla af því að hætta að reykja að maður verður að gera það fyrir sjálfa sig, ekki aðra, taka ákvörðun og standa við hana.

Hólmfríður Pétursdóttir, 10.9.2009 kl. 13:36

7 Smámynd: ThoR-E

Það er í æpandi mótsögn við þekkingu okkar á skaðsemi tóbaks og gefur unglingum og öðrum kolröng skilaboð. Tóbak á auðvitað eingöngu að selja í þar til gerðum sérverslunum.

Tóbak er ekki sýnilegt í verslunum eða sjoppum. Þannig að viðskiptavinir sjá ekki tóbakið þegar það verslar.

Þannig að áhrif á unglinga ættu að vera í lágmarki enda fá þau ekki afgreiðslu þannig að sjá varla tóbakið nokkurntíma.

Er ekki nóg að það er búið að því og síðan banna reykingar á ollum opinberum stöðum.

Þarf nú að fara að hafa vit fyrir okkur líka.

Þvílík fanatík....

ThoR-E, 10.9.2009 kl. 19:56

8 Smámynd: ThoR-E

Talandi um að hækka tóbak, ef ég má bæta við.

Á 10 árum hefur pakkinn hækkað úr  c.a 220 krónum og upp í 850 kr.

Hvað er þetta með fólk, afþví að það reykir ekki að þá eiga hinir ekki að reykja heldur.

Hvaða rétt heldur fólk að það hafi að skipta sér af gjörðum fullorðins fólks.  Reyna að gera reykingafólki erfiðara fyrir að kaupa sér vöru sem það hefur fullan rétt á því að kaupa.

ThoR-E, 10.9.2009 kl. 19:59

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nú veit ég ekki hver kostnaður heilbrigðiskerfissins vegna reykinga er, en það er rétt að hafa í huga hverjar tekjur ríkissjóðs eru af tóbakssölu.

Miðað við fjárlög ársins 2009 áttu tóbaksgjöld að vera 4.222 milljónir króna á árinu.  Til samanburðar er almennt og sérstakt vörugjald af bensíni 9.397 á sama tíma.  Þá á eftir að bæta vsk ofan á endanlegt verð.

Ég vil taka það fram að ég er ekkert að verja tóbaksreykingar þótt ég reyki sjálfur.  Mér finnst bara mikilvægt að öll mál séu skoðuð í víðara samhengi.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.9.2009 kl. 09:14

10 Smámynd: ThoR-E

Einnig er í lagi að taka fram að reykingafólk borgar skatta hér eins og allir aðrir.

Þannig að þeir sem tala um að þeir sem ekki reykja séu að borga heilbrigðisþjónustu fyrir reykingafólk er algjör rökleysa.

ThoR-E, 14.9.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband