Verndum lítt snortin víðerni!

Ferðaþjónusta er tvímælalaust atvinnugrein sem við ættum að byggja á í ríkara mæli í framtíðinni. Þar ættum við að taka okkur tak og fara að vinnna skipulega og markvisst.  Gera okkur grein fyrir markmiðum og leiðum að þeim. Veigamesti hluti þeirrar skipulagnar er að átta sig á því hvað við ætlum að gera við landið. Við ættum t.d. að ákveða að hafa ósnortið víðerni ofan byggðar frá Þjórsá og austur fyrir Lónsöræfi.  Engar virkjanir takk á þeim kafla né nokkuð það sem spillir því lítt snerta víðerni sem ég er að vísa til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi víðerni eru ekki ósnortin. Víðerni geta verið snortin þó þar séu ekki virkjanir. Ósnortin víðerni á Íslandi eru varla til nema á jöklum og háfjöllum. Hvað skyldu margir útlendingar eða jafnvel Íslendingar gera sér grein fyrir því að hin nakta ásýnd landsins er ekki náttúrulegt ástand og er í engu samræmi við þau skilyrði sem loftslagið býður upp á!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka þér fyrir Sigurður.  Þessi athugasemd bætir við pistil minn. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.9.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ósnortin náttúra er "afstætt" hugtak. Til að þjónusta ferðafólk á Íslandi, koma þeim í nánd við hina "ósnertu" náttúru, verður ekki hjá því komist að snerta við náttúrunni.

En ég er sammála með að það á að friða ákveðna hluta landsins fyrir mannshendinni alfarið. Leyfa ekki gerð vega, hótela eða virkjana o.s.f.r. og markaðsetja þann hluta fyrir dýran eco-túrisma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 12:27

4 Smámynd: Njörður Helgason

Það er rétt að gæta landsins. Vissulega er verið að nýta og virkja það sem það gefur af sér.

En það verður líka að vernda það sem er nær okkur. Ótæpilegur vilji í uppræktun er að skemma stór svæði. 

Sjáum Skógasand. Einn fallegasta ökulsandinn Sunnanlands. Skógasandur var sjaldan til skaða í miklum vinda. Sandrok var aðeins á Skógasandi í aftaka veðri. Svo hvössum vindi að enginn átti erindi á veginum undir Eyjafjöllu.

Nú er búið að rækta allann sandinn upp með lúpínu. Fallegi sandurinn er kominn á kaf í illgresi.

Það verður að vernda víðerni sambærileg við Skógasand. Þau eru víðar.

Svona sandar geta vaxið gróðri af sjálfu sér eins og Skeiðarársandur. 

Njörður Helgason, 11.9.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið til í þessu hjá Nirði. Fór Skógasand í sumar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Á íslandi er varla til neitt sem kalla mætti lítt snortin víðerni, nema ískaldir jöklar. Allt annað hefur beðið stórkostlegan skaða af veru mannsins á landinu í 1000 ár. Maðurinn og fylgifiskar hans, og þar fer sauðkindin fremst í flokki hafa valdið svo dæmalausri eyðileggingu að varla eru til þess hliðstæður í heiminum.

Ég held að fólk sé smám saman að skilja þessa staðreynd, þar sem á land sem hefur verið friðað um nokkurt  skeið tekur á sig allt annan svip, með fjölbreyttum blómjurtum og sjálfsánum trjám. Við hliðina má sjá svæði þar sem kindin fær enn að tæta í sig og er þar annað hvort gras, sandur, leðja eða grjót.

Sú hugmynd að ísland sé ósnortið eða "unspolied" eins sem oft sagt ferðamönnum er lýgi. Ísland er í sárum og mér finnst að beina mætti meiri orku í að græða þau sár og vernda landið og eyða minni tíma í að væla um virkjanir sem framleiða vistvæna orku, ekki síst núna þegar aukin gróðurhúsáhrif eru helsta ógn sem blasir við okkur.

Hörður Þórðarson, 12.9.2009 kl. 07:45

7 identicon

Það er hrópandi mótsögn í því að tala um verndun náttúru landsins einkum hálendisins – víðernisins - annarsvegar og fölgun ferðamanna hinsvegar eins og margir gera líklega hugsunarlaust.   Talað er um að margfalda beri ferðamannafjöldann og oft bætt við – „í stað þessa að byggja á sóriðju“. 

„Sérkenni íslenskrar náttúru er einmannaleikinn í hverskonar myndum. Á Sprengisandi er það stormurinn, í Öskju hvinur snjóbyljanna, kynlegt urg fljótandi vikurhranna og þrumandi gnýr skriðufallanna. Við brennisteins- og leirhverina heyrist ekki mannsins mál fyrir hvæsi og þjótanda og við ströndina óma orgeltónar brimöldunnar. Við Laka er þögnin þrúgandi eins og í gröf.“

Orð þessi voru skrifuð fyrir hundrað árum, réttum. Þau skrifaði Ina von Grumbkow í bók sem hún gaf út eftir Íslandsför sína, kona sem hingað kom í eftirgrennslan sinni um örlög unnusta síns, sem horfið hafði í Öskjuvatn ásamt félaga sínum, sumarið áður. (sjá t.d. grein í Lesbók Mbl. 17.08.2008)

Það var einmannaleiki íslenskra öræfa sem hreif hana mest.

Halda menn að þessi sérkenni; einmannaleikinn – þau sem ferðamenn leita helst að á Íslandi-  haldist, ef tvær milljónir ferðamann fari um þau akandi í hávaðamengandi, rútum, jeppum, fjórhjólum, snjósleðum eða gangandi í neónlitum klæðnaði upp um fjöll og firnindi.  Hvað ætli verði um einmannaleika Inu  þá?

Nú mengar útblástur fararækja ferðamanna sem hingað koma á við sextán álver, mest munar um flugvélarnar. Ef við fjórföldum það verður útblasturinn ígildi 64 álvera! 

Vilji menn leggja áherslu á fjölgun ferðamanna er það ekki til að vernda íslenska náttúru og draga úr mengun svo mikið er víst

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband