Hvernig gjaldtaka er heppileg?
19.9.2009 | 12:02
Sennilega er best að leggja almennan skatt á alla þá sem ferðast t.d. tengdan flugi og almenningssamgöngum hugsanlega líka bifreiðum. Mjög vafasamt er að hefja gjaldtöku á ákveðnum stöðum, það er bæði dýrt og óhagkvæmt og yrði illa liðið af Íslendingum. Sennilega er e.k. gjaldtaka heppileg leið til þess að hraða uppbyggingu ferðaþjónustunnar item uppbyggingu þjóðgarða bara að gjaldstofninn verði ekki hrifsaður í eitthvað annað fyrr en varir.
Mér rétt datt þetta svona í hug við lestur fréttarinnar. Ég hefði auðvitað átt að vera í nefndinni.
![]() |
Fjalla um umhverfisgjöld í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur. Fyrst og fremst af bifreiðum, flugi og sérpöntuðum rútuferðum ferðamanna samt, og allra síðast af almenningssamgöngum.
Morten Lange, 20.9.2009 kl. 11:03
Þetta er verðug umræða og finnst líkt og þér að ég hefði átt að vera í nefndinni! Ég hef verið talsmaður þess á mínu svæði að t.d. 5% af öllum innheimtum gjöldum s.s. rútuakstri, tjaldstæðum, skálagistingu og öðru þar sem innheimt er gjald, fari í framkvæmdasjóð fyrir svæðið.
Þannig er það óásættanlegt að maður sem kaupir sér milljónajeppa, útivistarútbúnað fyrir tugi þúsunda, bensín og olíur fyrir mörg þúsund skilji e.t.v. ekki krónu eftir sig á svæðinu. Það voru þó "óbyggðirnar sem kölluðu" og þarf að vernda gegn tjóni af auknum ágangi og hafa nógu sterka innviði til að þola álagið. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2009 kl. 22:25
Það verður að innheimta gjald á hverjum stað því það er tvennt sem vinst við það ef tilgangurinn með gjaldinu er að það komi stöðunum til góða tökum dæmi af Landmannalaugum ef gjald væri tekið af þeim sem færu fjallabak þá fækkaði fólki þar það hlífir staðnum og kemur með fjármuni sem hægt er að nota til uppbyggingar á honum svo hann verði betur í stakk búinn til að taka við fólki.
Ef það á að leggja almena skatta á bíla svo sem bensín þá fer sá peningur í ríkisjóð og kemur ferðamannastöðum ekki til góða ásóknin minkar ekki við þannig skatta.
Það eru lögð á bíla vegagjald hvert fer það ekki nema brot af því í vegagerð og þannig er með alla skatta sem kallaðir eru skattar til að standa undir ákveðnum málaflokkum.
Það verður gaman að vita hvort útvarpsgjaldið fari ekki annað en til þeirra stofnunar
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.9.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.