Gunnar, Ţórbergur og Gvendur dúllari

Ég fékk alltíeinu alveg nóg af Skáldalífi Halldórs Guđmundssonar.  Hvađ er ég ađ lesa um ástarlíf Ţórbergs og ţó sérstaklega Gunnars Gunnarssonar –síđu eftir síđu- Ţetta er ágćtlega skrifađ í ţeirri merkingu ađ orđin koma í réttri röđ, en hvađ kemur mér ţetta viđ?

Allt í einu segir rödd í huga mér: Lestu Ţórberg drengur, lestu Fjallkirkjuna. Ég hendi frá mér bókinni í miđju framhjáhaldi Gunnars Gunnarssoanr, rýk í bókahilluna, og ríf út ćfisögu Árna prófasts Ţórarinssonar og hef lesturinn.  Hvílík snilld, hvílík stílbrögđ.  Ţetta er íslenskt frásagnarmál.  Ég hef satt ađ segja aldrei lesiđ ţessa ćfisögu. Af ţví sem Ţórbergur ritađi hefur hún orđiđ útundan.  Áđur en ég datt út af og bókin á gólfiđ las ég kaflann um Guđmund dúllara. Ekki vissi ég, eđa hafđi gleymt ţví, ađ hann var bróđursonur Árna Ţórarinssonar. Vilji menn lesa eđa rifja upp vel skrifađan kafla í íslenskum bókmenntum mćli ég međ frásögninni af Gvendi dúllara í međförum Ţórbergs sem er meistari íslenskrar tungu.

Mín bíđur ţriggja binda ritverk. Og svo er ţađ Gunnar Gunnarsson. Viđ afgreiddum hann í gamla daga sem úreltan og ég man ađ ég gafst upp á Fjallkirkjunni eftir ţrjár blađsíđur. En ţađ hlýtur ađ vera eitthvađ spunniđ í rithöfund sem lagđi Danaveldi ađ fótum sér og ţýskaland hálft.

Eftir allt á ég Halldóri Guđmundssyni nokkuđ ađ ţakka fyrir ţađ ađ hafa endurvakiđ áhuga minn á ţessum tveimur rithöfundum og auđvitađ sérstaklega Ţórbergi sem var mitt uppáhald lengi framanaf.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ţetta er eitthvađ sem ég verđ ađ lesa...

GK, 4.1.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Blessađur! Og hefđir att ađ gera fyrr.  Hvernig nć ég mynd af "bloggvinum" á forsíđuna?

Baldur Kristjánsson, 4.1.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sćll, Síra-Baldur. Hressilega var ţetta skrifađ hjá ţér, mađur sér ţig fyrir sér ţar sem ţú lognast út af grútsyfjađur eftir ofgóđan skammt af Ţórbergi og Árna. Já, vissulega voru ţeir skemmtilegir, og ţiđ Sunnlendingar gćtuđ nánast gert ykkur "ferđamannaiđnađ" úr ímyndinni sem ţeir skópu ţar af Gvendi dúllara.

Ég er nýdottinn inn í ţađ af sjálfsdáđum ađ álpast á réttu tćknilausnina til ađ fá bloggvinina til ađ birtast á síđu minni. 1) Farđu inn í STJÓRNBORĐ. 2) Veldu ÚTLIT. 3) Veldu svo (úr línunni sem birtist ţar fyrir neđan) SÍĐUEININGAR. 4) Flyttu svo boxiđ BLOGGVINIR úr dálkinum vinstra megin yfir í dálkinn ţar viđ hliđina. -- Au revois, M. Cosmopolitain.

Jón Valur Jensson, 5.1.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Okkur kemur ţetta víst viđ!  Ég vil endilega vita allt um Ţórberg. Ég hélt reyndar alltaf ađ hann hefđi veriđ heilagur mađur og alveg náttúrulaus! Nú veit ég betur og hef eiginlega ekki náđ mér. Ţađ veit guđ!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.1.2007 kl. 02:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband