Í hópi sjálfstæðra þjóða ?

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á þjóðríkinu síðan 1944. Þá komst Ísland í hóp sjálfstæðra þjóða.  Þá náði ísland þeim áfnaga að verða þjóð meðal þjóða, sitja við sama borð og aðrar sjálfstæðar þjóðir, eiga fulltrúa sinn þar sem málum var ráðið. Þá voru flest mál afgreidd innan þjóðríkisins.

Það má segja að umhverfið hafi gjörbreyst.  Síðan hefur mikið vald færst út fyrir þjóðríkin.  Þjóðir afsala sér valdi til alþjóðasamtaka eða alþjóðastofnana, réttur einstkalinga er tryggður ekki innnan þjóðríkis heldur með alþjóðasáttmálum. Að sitja við sama borð og aðrar sjálfstæðar þjóðir er að taka þátt í ferlinu.  Ósjálfstæð verður sú þjóð sem stendur utanvið en þarf samt að laga sig að reglum sem settar eru í sameiningu.  Gott dæmi  um þetta er það sem hefur verið að gerast undanfarin misseri. Landið stendur utanvið, ræður engu, skilur ekkert,  er ekki í hópnum, verður að sitja og standa eins og aðrir segja.  Getur ekki staðið eitt og sér. Það getur engin þjóð.  Einangrun þjóðarinnar vex.  Henni finnst allir vera vondir og getur ekki skilið af hverju allir eru vondir. Ekki bara Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn heldur einni Danir, Svíar og Norðmenn.  Stjórnmálamenn ala á vitleysunni.  Engin þorir að segja að þjóð sem hlustaði ekki fyrir hrun ætti kannski að hlusta á aðra eftir hrun.  Eða að henni væri réttast að koma sér í hóp sjálfstæðra þjóða ekki með þeim hætti sem var 1944 heldur með þeim hætti  sem er 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þormar

Vitleysan til okkar frá útlöndum.

Gott hjá þér Baldur að huga að sjálfstæði Íslands á þessum örlagatímum. En síðari hluti pistils þíns felur í sér undarlega rösksemdafærslu.

Ísland hefur ekkert með meira erlent vald og áhrif að gera. Vistleysan er nóg nú þegar. Dæmi; Verið er að skipta Orkuveitu Reykjavíkur upp í tvö fyrirtæki (með gríðarlegri fyrirhöfn og kostnaði) vegna krafa EES samnings. Ástæðan; samkeppni á orkumarkaði Evrópu. En .. . Það er bara engin samkeppnismarkaður hér á sviði orku til almennings. Orku er aflað á Íslandi á ódýran máta með öflugum opinberum fyrirtækjum (Landsvirkjun, OR). Uppstokkun orkuöflunar- og veitu hér á landi er dæmi um ruglið sem er að hellast yfir okkur og herðist enn meir við inngöngu í EB.

En þessu nenna menn nú ekki að huga að. Við megum ekki "standa utanvið" ákvarðanir annara þjóða að ykkar mati.  Rangt; Ísland er ekki einangrað lengur. Við erum í gríðarmiklu alþjóðlegu samstarfi sem við lokum á með inngöngu í EB (Leifslínuna svokölluðu sem dæmi)

Samfylkingarfólk og kannski þið pistlahöfundar eruð hinsvegar að draga okkur inn í alþjóðastarf og ákvaðanir sem henta ekki hagsmunum okkar. Henta ekki atvinnulíf (sem er öflugt nú um stundum, stutt af okkar eigin gjalmiðli íslensku krónunni, og mun draga okkur upp úr kreppunni). Hentar ekki sjávarútvegi, hentar ekki orkuöflun ofl.

Þið eruð að stefna þjóðfélagsþróun hér á landi í öfuga átt og aftur í tímann. Skömm sé ykkur.

Takk samt fyrir innlegg þitt.

Sigmar Þormar, 24.10.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi pistill þinn er einföld réttlæting á því að afsala langmestu löggjafarvaldi okkar í hendur Evrópubandalagsins, Baldur, til þess eru refirnir skornir hjá þér. Raunalegt ástand á fjölda fólks að reyna þannig að gera sjálfstæði þjóða afstætt í þeim einum tilgangi að stuðla að því, að þjóð okkar komist aftur undir valdsherra á meginlandinu. Svo einföld er þessi réttlæting þín, að hún er í alvöru einfeldningsleg. Rökin fyrir því færðu ekki á þessum tíma sólarhrings, en þú færð þau samt.

Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 04:33

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Jón Valur, veru rólegur,ég er bara að skoða hugmyndir. Þetta er bara byrjunin. Þakka þér fyrir að líta inn. BKv. b.

Baldur Kristjánsson, 25.10.2009 kl. 09:50

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mér fannst stórkostlegust frammistaða ríkisklerksins Baldurs, þegar hann úthrópaði íslenska stjórnmálaflokka sem gersamlega úrelta til að fjalla um vandamál nútímans, enda stofnaða 1916 eða eitthvað.  Er þetta ef til vill EKKI sami maðurinn og sá sem hefur a.m.k. tvö þúsunda ára rolluskrif sem upplag að lífi og umfjöllun um ástand dagsins í dag?

Halldór Halldórsson, 26.10.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband