Sá nafnlausi sleppur með gula spjaldið!
29.10.2009 | 11:28
Nafnlausi maðurinn Óli Björn Kárason tekur mig fyrir á vefnum sínum sem augljóslega hefur það hlutverk að skriðtækla nafngreinda menn sem tala óvarlega um valdaklíkurnar í samfélaginu (að fullorðinn maður skuli taka að sér þetta hlutverk)!! Sá nafnlausi skal upplýstur um það að Egill Helgason var búinn að vera í sambandi við mig í þrjár vikur áður en ég gat séð af dýrmætum tíma mínum og komið í Silfrið. Mér finnst Silfrið góður þáttur og tek upp hanskann fyrir það þegar mér sýnist. Hins vegar sækist ég ekkert sérstaklega eftir því að mæta og hef nokkrum sinnum færst undan. Annars var þessi skriðtækling ekki mjög alvarleg og sá nafnlausi sleppur með gula spjaldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rödd þín er mjög mikilvæg, þú eins og t.d. Baldur McQueen komið yfirleitt með skemmtilega & áhugaverða sýn inn í umræðuna og það er hið besta mál. Reyndar er ég 99% sammála Baldri, en alltaf meira & meira ósammála þinni sýn, en það er nú kosturinn við lýðræði ólíkar skoðanir eru ræddar svona á létum nótunum. Forza rödd Baldurs....amen...lol.....
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 29.10.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.