Will you still need me

Ég er hrifinn af Joe Biden enda maðurinn kominn til vits og ára. Það var ef ég man rétt fyrir forsetakosningarnar 1988 að Biden lýsti yfir framboði til útnefningar en varð að draga sig til baka eftir að upp komst að framboðsræður hans voru sláandi líkar ræðum Neil Kinnocks  formanns Verkamannaflokkins í Bretlandi. Kinnock var mjög hugmyndaríkur og leiftrandi leiðtogi. Árið 1988 var Mikael Dukakis frambjóðandi Demókrata en tapaði fyrir ósvífnum frambjóðanda Repúblikana Georg Bush, geðþekkur náungi Bush, en aðferðir hans í kosningarbaráttuni 1988 voru með því ljótasta sem þá hafði sést samanber Willie Horton og skítuga höfnin í Boston.

Nú er Biden 64 ára gamall og gæti spurt: ,,Will you still need me" 


mbl.is Joe Biden vill verða forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RUV: "Fall er fararheill, það er að minnsta kosti óskaorðtak Josephs Bidens, Öldungadeildarþingmanns Delaware, og formanns utanríkismálanefndar deildarinnar, eftir að hann tilkynnti í gær að hann hygðist bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna næsta ár. Biden notaði tækifærið og hnýtti í keppinauta sína um tilnefningu Demókrataflokksins. Alla nema Barack Obama, öldungadeildarþingmann Illinois, en hann er fyrsti blökkumaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem á raunhæfa möguleika á því að verða forseti. Eftir að hafa sent Hillary Clinton og John Edwards, Öldungardeildarþingmönnum New York og Norður-Karólínu,  kaldar kveðjur lauk hann lofsorði á Obama. Hrósið vakti hins vegar vandlætingu og reiði vestra. Biden sagði Obama fyrsta blökkumanninn í stjórnmálum Bandaríkjanna sem væri vel máli farinn, gáfaður og snyrtilegur.

Biden reyndi að draga úr skaðanum og bað Obama, Jesse Jackson og fleiri blökkumannaleiðtoga afsökunar. Þeir sýndu örlæti og fyrirgáfu Biden. Hins vegar sagði Obama að Biden færi með staðlausa stafi. Og Jackson sagðist ekki skilja hvað hann væri að reyna að segja. Biden er 64 ára og hefur setið í Öldungadeildinni í 34 ár samfleytt."

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband