Handboltaproogkon

Umfjöllun um handbolta kennir okkur margt það sem við þurfum ekki að læra. Þegar við af naktri þjóðernishvöt höldum með okkar mönnum lærist okkur að sjá aðeins eina hlið mála, horfa aðeins á hlutina út frá okkar bæjardyrum, hunsa hina hlið atburða, við spyrjum ekki að réttlæti eða sanngirni aðeins að sigri.  Keppandinn sjálfur er í göfugum málum.  Hann etur kappi við aðra menn, annað lið, sýnir háttvísi og prúðmennsku, undirgengst ákveðnar reglur, á allt undir eigin getu, eflir þor og bætir þrek, menntast og eflist.

Áhorfandinn verður meiri skríll.  Fyrir utan það að ala með sér einhliðaviðhorf þá æsist hann upp, stekkur,öskrar og veinar, bölvar og svitnar,blóðþrýsingur fer upp úr öllu valdi, dauðsföll ekki óþekkt.  Meðan á  öllu þessu stendur innbyrðir hann gjarnan fitu og salt, og oft á tíðum óholla drykki, segir börnunum að þegja.

 Annars var sorglegt að horfa upp á þetta íslenska lið. Þetta minnti á eingegnisvél.  Við eigum bara einn góðan mann í hverja stöðu.  Náum snilldarleik en svo þreytast menn og svo hitt að andstæðingarnir sjá okkur út.  Lið Frakka og Þjóðveja eru að taka nýjar stórskyttur af bekknum  þegar komið er í framlengingu.  Við þurftum að jaska okkar bestu mönnum út sallan tímann í öllum leikjunum. Svo eru menn montnir yfir því að Ólafur eigi flestar stoðsendingar og flest mörk og stoðsendingar samanlagt. Þetta er af því að maðurinn var gjörnýttur, fékk aldrei neina hvíld á meðan snillingar í öðrum liðum hvíldu sig reglulega.  Sama með Guðjón Val. Það að hann varð markahæstur er fyrst og fremst vegna þess að hann var alltaf inná á meðan snillingar annarra liða hvíldu sig reglulega.  Nei, við þurfum að eignast fleirri góða handboltamenn og fleirri góða þjálfara.  Eitt sem vakti athygli mína var að þjálfarar liðanna sem stóðu sig best voru flestir ef ekki allir vel komnir af barnsaldri.  Íslenskir þjálfarar eru yfirleitt ungir menn og árangurinn eftir því (þetta á að vísu ekki við um Alfreð núna). Hvað verður um Íslendinga eiginlega eftir fimmtugt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

En við megum ekki gleyma ,,miðað við höfðatölu" frasanum. Það sem við höfum úr að moða er eins og aðrar þjóðir, t.d. Danir, mættu bara velja landsliðsmenn frá einni lítilli borg...td. Árósum. Verum raunsæ...

Sigþrúður Harðardóttir, 6.2.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband